Séð út um bílrúðu – og fram í tímann Þorvaldur Örn Árnason skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Eitt af því sem gerir Ísland svo áhugavert fyrir ferðamenn er að flestir vegir eru upphækkaðir og skóglaust meðfram þeim – öfugt við það sem er í flestum nálægum löndum. Hægt er að njóta frábærs útsýnis um leið og ekið er milli staða. Svo hefur Vegagerðin gert góða áningarstaði hér og þar við þjóðvegina. Þetta víðsýni af þjóðvegum er eitt af því sem heillar erlenda gesti og laðar æ fleiri hingað. Einstök náttúra landsins blasir við hvarvetna, ekki síst af fjölförnum vegum.Fordyri landsins Reykjanesbrautin er fordyri Íslands. Flestir sem koma til landsins njóta útsýnis þaðan. Hraunið með mosa, fléttum, lyngi, kjarri og margs konar blómum og grösum er undurfagurt og sérstakt á heimsvísu. Síbreytilegt eftir árstíðum og hvort það er bleyta eða þurrkur. Við sem keyrum Reykjanesbrautina nær daglega verðum seint leið á að horfa út um bílrúðurnar. Eftir tvo áratugi gefur þarna fátt annað að líta en eina jurt – að vísu fallega – en hún mun afmá þessa sérstöku ásýnd að mestu, skyggja á þann gróður sem fyrir er og fela að mestu mishæðir í hrauninu. Eftir 20 ár verður leitun að vegspotta á Suðvesturlandi þar sem alaskalúpína blasir ekki við. Reynið að ímynda ykkur það! Lúpínan er öflug uppgræðslujurt og gullfalleg – en allt er best í hófi. Einhæfni er leiðigjörn og niðurdrepandi. Viljum við gefa börnum okkar og barnabörnum þetta í arf?1Báðar myndirnar eru teknar af Reykjanesbraut um miðjan júlí sl. Önnur er tekin skammt utan við Vatnsleysustrandarvegamót þar sem enn gefur að líta form og liti hraunsins og Keili í baksýn. Hin myndin er tekin nokkrum kílómetrum utar þar sem lúpínan er að þétta sig að vegkantinum og úr þessu er lítil áhrif hægt að hafa þar á. Fyrir um áratug síðan voru þarna nokkrir stakir lúpínutoppar sem fáir tóku eftir. Slíka toppa er nú að finna víða við brautina – m.a. í grófinni milli akreinanna – sem munu mynda álíka breiðu meðfram mestallri brautinni á svo sem einum áratug nema eitthvað verði gert til að stemma þar stigu við. Sama þróun er í gangi við flesta þjóðvegi á Reykjanesskaga og í nágrenni Reykjavíkur og víðar um landið. Lúpína er t.d. að þéttast ár hvert með þjóðvegi 1 frá Rauðavatni og upp í Svínahraun. Hún breiðist örast út meðfram vegum – á því landi sem ber fyrir augu af þjóðvegunum.Framtíðarhorfur Hægt er að hægja á útbreiðslu lúpínunnar með því að taka alla staka toppa árlega. Til þess þarf margar viljugar hendur. Ekki dugar annað en árleg vöktun í áratug eða meira því alltaf koma upp nýjar plöntur, bæði af rótum sem verða eftir og af fræi sem liggur í dvala í jörðinni árum saman.2Lítil þörf er á uppgræðslu þarna því hraunið meðfram Reykjanesbraut er að mestu gróið og vilji menn græða upp moldarflög sem þar finnast er til nóg af hrossa-, hænsna- og svínaskít í nánd en slík uppgræðsla rústar ekki ásýnd landsins. Lúpína er falleg og mjög áberandi jurt, hvort heldur græn, blá eða brún. Það eykur á fjölbreytni landsins að sjá hana hér og þar. En þegar óvíða er hægt að horfa út um bílrúðu án þess að sjá lúpínu er of langt gengið. Þegar það er orðið staðreynd er allt of seint að hafa þar nokkur áhrif á. Það þarf að gerast ekki seinna en núna! Sumum finnst þessi þróun í lagi og benda á að lúpínan muni á endanum hörfa. Jú, ekkert varir að eilífu, en þótt hún hörfi á stöku stað (verði gisnari) er útbreiðslan margfalt örari og svo verður næstu áratugi og líklega í meira en öld. Mig grunar að fáum okkar endist aldur til að sjá lúpínu fara að dragast saman á landinu í heild og þegar loks kemur að því verður gróðurinn sem tekur við allt annar en það sem nú gefur að líta. Það verður meiri gróska og meiri skógar en þetta fínlega sem nú heillar svo marga glatast. Breytingar á ásýnd landsins vegna virkjana, raflína og ýmissa stórkarlalegra mannvirkja eru smámunir miðað við þá breytingu sem í vændum er af völdum lúpínu og stjórnlausrar útbreiðslu hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem gerir Ísland svo áhugavert fyrir ferðamenn er að flestir vegir eru upphækkaðir og skóglaust meðfram þeim – öfugt við það sem er í flestum nálægum löndum. Hægt er að njóta frábærs útsýnis um leið og ekið er milli staða. Svo hefur Vegagerðin gert góða áningarstaði hér og þar við þjóðvegina. Þetta víðsýni af þjóðvegum er eitt af því sem heillar erlenda gesti og laðar æ fleiri hingað. Einstök náttúra landsins blasir við hvarvetna, ekki síst af fjölförnum vegum.Fordyri landsins Reykjanesbrautin er fordyri Íslands. Flestir sem koma til landsins njóta útsýnis þaðan. Hraunið með mosa, fléttum, lyngi, kjarri og margs konar blómum og grösum er undurfagurt og sérstakt á heimsvísu. Síbreytilegt eftir árstíðum og hvort það er bleyta eða þurrkur. Við sem keyrum Reykjanesbrautina nær daglega verðum seint leið á að horfa út um bílrúðurnar. Eftir tvo áratugi gefur þarna fátt annað að líta en eina jurt – að vísu fallega – en hún mun afmá þessa sérstöku ásýnd að mestu, skyggja á þann gróður sem fyrir er og fela að mestu mishæðir í hrauninu. Eftir 20 ár verður leitun að vegspotta á Suðvesturlandi þar sem alaskalúpína blasir ekki við. Reynið að ímynda ykkur það! Lúpínan er öflug uppgræðslujurt og gullfalleg – en allt er best í hófi. Einhæfni er leiðigjörn og niðurdrepandi. Viljum við gefa börnum okkar og barnabörnum þetta í arf?1Báðar myndirnar eru teknar af Reykjanesbraut um miðjan júlí sl. Önnur er tekin skammt utan við Vatnsleysustrandarvegamót þar sem enn gefur að líta form og liti hraunsins og Keili í baksýn. Hin myndin er tekin nokkrum kílómetrum utar þar sem lúpínan er að þétta sig að vegkantinum og úr þessu er lítil áhrif hægt að hafa þar á. Fyrir um áratug síðan voru þarna nokkrir stakir lúpínutoppar sem fáir tóku eftir. Slíka toppa er nú að finna víða við brautina – m.a. í grófinni milli akreinanna – sem munu mynda álíka breiðu meðfram mestallri brautinni á svo sem einum áratug nema eitthvað verði gert til að stemma þar stigu við. Sama þróun er í gangi við flesta þjóðvegi á Reykjanesskaga og í nágrenni Reykjavíkur og víðar um landið. Lúpína er t.d. að þéttast ár hvert með þjóðvegi 1 frá Rauðavatni og upp í Svínahraun. Hún breiðist örast út meðfram vegum – á því landi sem ber fyrir augu af þjóðvegunum.Framtíðarhorfur Hægt er að hægja á útbreiðslu lúpínunnar með því að taka alla staka toppa árlega. Til þess þarf margar viljugar hendur. Ekki dugar annað en árleg vöktun í áratug eða meira því alltaf koma upp nýjar plöntur, bæði af rótum sem verða eftir og af fræi sem liggur í dvala í jörðinni árum saman.2Lítil þörf er á uppgræðslu þarna því hraunið meðfram Reykjanesbraut er að mestu gróið og vilji menn græða upp moldarflög sem þar finnast er til nóg af hrossa-, hænsna- og svínaskít í nánd en slík uppgræðsla rústar ekki ásýnd landsins. Lúpína er falleg og mjög áberandi jurt, hvort heldur græn, blá eða brún. Það eykur á fjölbreytni landsins að sjá hana hér og þar. En þegar óvíða er hægt að horfa út um bílrúðu án þess að sjá lúpínu er of langt gengið. Þegar það er orðið staðreynd er allt of seint að hafa þar nokkur áhrif á. Það þarf að gerast ekki seinna en núna! Sumum finnst þessi þróun í lagi og benda á að lúpínan muni á endanum hörfa. Jú, ekkert varir að eilífu, en þótt hún hörfi á stöku stað (verði gisnari) er útbreiðslan margfalt örari og svo verður næstu áratugi og líklega í meira en öld. Mig grunar að fáum okkar endist aldur til að sjá lúpínu fara að dragast saman á landinu í heild og þegar loks kemur að því verður gróðurinn sem tekur við allt annar en það sem nú gefur að líta. Það verður meiri gróska og meiri skógar en þetta fínlega sem nú heillar svo marga glatast. Breytingar á ásýnd landsins vegna virkjana, raflína og ýmissa stórkarlalegra mannvirkja eru smámunir miðað við þá breytingu sem í vændum er af völdum lúpínu og stjórnlausrar útbreiðslu hennar.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar