Gamlar minjar eða nýjar minjar Hólmsteinn S. Rósbergsson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Það er ekki hægt að halda í fortíðina nema að litlu leyti. Alls ekki í lífið sjálft, en stundum í umhverfið. Við þurfum að halda í umhverfið svo við missum ekki fótanna í öllum nýjungunum. Ef við gerum það ekki erum við öll eins og nýbúar með lítið eða rofið tengslanet. Þegar kemur að gömlum húsum, er því mikilvægt að þau séu á sínum stað. Þá getum við fundið fyrir þeirri fótfestu í tímanum sem við þurfum á að halda. Forsætisráðherra „dúkkaði upp“ með þá hugmynd að leysa húsnæðisþörf Alþingis með því að dusta rykið af gamalli hugmynd Guðjóns Samúelssonar af þess konar húsi. Um svipað leiti var kynnt sú hugmynd að byggja safn af gamaldags húsum á Selfossi. Ef ég byrja að tala um þessa húsnæðisþörf Alþingis þá er þetta algjör vitleysa. Þó ekki væri annað, þá kann bara enginn að byggja svona hús nú til dags. Og af því við eigum ekki menn sem kunna til verka þá yrði þetta aldrei annað en léleg eftirlíking. Við erum búin að glutra niður þekkingunni á að smíða „sléttbyrtan eikarbát“. Eins er með byggingu á steinhúsum eins og: Alþingishúsinu, Landsbankahúsinu og elsta hluta Útvegsbankahússins (nú héraðsdómur) sem eru í miðbæ Reykjavíkur. Eins er með hús Landsbankans á Akureyri. Það er ekki verið að byggja eitt einasta slíkt hús í landinu, þannig að við þyrftum í það minnsta að flytja inn alla þekkinguna á nýjan leik. Við þurfum að vernda og halda við okkar byggingararfi, og getum verið stolt af miklum hluta hans. En sérhver tími kallar á ný viðhorf og nýjar lausnir. Þess vegna þurfum við að treysta arkitektum til að teikna falleg hús þegar þeir fá tækifæri til. Tækifærin koma einmitt þegar þarf að byggja á Alþingishúsreitnum eða jafnvel nýtt Alþingishús, og það þurfum við að nýta okkur. Látum nútímann sýna hvað hann getur. Treystum arkitektum til að færa okkur eitthvað sem við, og þeir sem heimsækja okkur taka eftir. Hér áður var það viðhorf uppi að flytja gömul hús af sínum stað og koma þeim fyrir í einu þorpi, og það þorp varð að Árbæjarsafni. Þessi viðhorf eru úrelt. Nú er uppi það viðhorf að varðveita eigi hús þar sem þau eru og þá helst þar sem þau voru byggð. Það hefur stundum tekist vel að færa þau aðeins um set ef nauðsyn hefur krafið. Jafnvel hefur tekist vel að hækka þau um eina hæð. Þetta viðhorf á ekki bara við um húsið í heild, heldur þannig að ef rífa þarf eitthvað niður þá eigi að raða því eins upp og það var áður. Ekki bara hipsumhaps. Það góða við þá hugmynd að byggja upp safn af gamaldags húsum, er að hún sýnir hvað gömul hús eru sterkir áhrifavaldar í að búa til miðbæjarkjarna. Hann verður bara ekki til nema með tilstuðlan þeirra. Á Íslandi er næstum allt nýtt og Selfoss eitt það nýjasta af því nýja. En þeim finnst kannski betra að vera aðeins eldri. Nútímamaður sem færi að ganga í aldamótaklæðnaði hefðarfólks þætti hálf „spjátrungslegur“ þó það sé ágætis klæðnaður, og ekkert út á hann að setja sem slíkan. Enda náttúrlega miklu flottari en „flís“ sem sumir ganga í nú til dags. Ég óttast að svona hús yrðu aldrei nema skeljar; tilbúningur fyrir eitthvað allt annað en húsið sjálft. Þó ekki væri annað en byggingareglugerðin sem gerir svo og svo miklar kröfur um styrk og öryggi, þá myndi hún þvælast fyrir mörgu í gerð húsanna. Og varla ætla menn að fara að beygja hana allt í einu. Nei, íbúar Eyrarbakka og Stokkseyrar þurfa ekki að óttast þessa hugmynd að byggja gömul hús á Selfossi, því þeirra hús eru ekta. Ekta hús á sínum stað með sínu mannlífi og fjölbreytileika þess. Listafólki t.d. Og eins konar flóttafólki úr skarkala borgarinnar og kannski bara einhver íbúi sem hefur dagað uppi í tímanum. Þetta er alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að halda í fortíðina nema að litlu leyti. Alls ekki í lífið sjálft, en stundum í umhverfið. Við þurfum að halda í umhverfið svo við missum ekki fótanna í öllum nýjungunum. Ef við gerum það ekki erum við öll eins og nýbúar með lítið eða rofið tengslanet. Þegar kemur að gömlum húsum, er því mikilvægt að þau séu á sínum stað. Þá getum við fundið fyrir þeirri fótfestu í tímanum sem við þurfum á að halda. Forsætisráðherra „dúkkaði upp“ með þá hugmynd að leysa húsnæðisþörf Alþingis með því að dusta rykið af gamalli hugmynd Guðjóns Samúelssonar af þess konar húsi. Um svipað leiti var kynnt sú hugmynd að byggja safn af gamaldags húsum á Selfossi. Ef ég byrja að tala um þessa húsnæðisþörf Alþingis þá er þetta algjör vitleysa. Þó ekki væri annað, þá kann bara enginn að byggja svona hús nú til dags. Og af því við eigum ekki menn sem kunna til verka þá yrði þetta aldrei annað en léleg eftirlíking. Við erum búin að glutra niður þekkingunni á að smíða „sléttbyrtan eikarbát“. Eins er með byggingu á steinhúsum eins og: Alþingishúsinu, Landsbankahúsinu og elsta hluta Útvegsbankahússins (nú héraðsdómur) sem eru í miðbæ Reykjavíkur. Eins er með hús Landsbankans á Akureyri. Það er ekki verið að byggja eitt einasta slíkt hús í landinu, þannig að við þyrftum í það minnsta að flytja inn alla þekkinguna á nýjan leik. Við þurfum að vernda og halda við okkar byggingararfi, og getum verið stolt af miklum hluta hans. En sérhver tími kallar á ný viðhorf og nýjar lausnir. Þess vegna þurfum við að treysta arkitektum til að teikna falleg hús þegar þeir fá tækifæri til. Tækifærin koma einmitt þegar þarf að byggja á Alþingishúsreitnum eða jafnvel nýtt Alþingishús, og það þurfum við að nýta okkur. Látum nútímann sýna hvað hann getur. Treystum arkitektum til að færa okkur eitthvað sem við, og þeir sem heimsækja okkur taka eftir. Hér áður var það viðhorf uppi að flytja gömul hús af sínum stað og koma þeim fyrir í einu þorpi, og það þorp varð að Árbæjarsafni. Þessi viðhorf eru úrelt. Nú er uppi það viðhorf að varðveita eigi hús þar sem þau eru og þá helst þar sem þau voru byggð. Það hefur stundum tekist vel að færa þau aðeins um set ef nauðsyn hefur krafið. Jafnvel hefur tekist vel að hækka þau um eina hæð. Þetta viðhorf á ekki bara við um húsið í heild, heldur þannig að ef rífa þarf eitthvað niður þá eigi að raða því eins upp og það var áður. Ekki bara hipsumhaps. Það góða við þá hugmynd að byggja upp safn af gamaldags húsum, er að hún sýnir hvað gömul hús eru sterkir áhrifavaldar í að búa til miðbæjarkjarna. Hann verður bara ekki til nema með tilstuðlan þeirra. Á Íslandi er næstum allt nýtt og Selfoss eitt það nýjasta af því nýja. En þeim finnst kannski betra að vera aðeins eldri. Nútímamaður sem færi að ganga í aldamótaklæðnaði hefðarfólks þætti hálf „spjátrungslegur“ þó það sé ágætis klæðnaður, og ekkert út á hann að setja sem slíkan. Enda náttúrlega miklu flottari en „flís“ sem sumir ganga í nú til dags. Ég óttast að svona hús yrðu aldrei nema skeljar; tilbúningur fyrir eitthvað allt annað en húsið sjálft. Þó ekki væri annað en byggingareglugerðin sem gerir svo og svo miklar kröfur um styrk og öryggi, þá myndi hún þvælast fyrir mörgu í gerð húsanna. Og varla ætla menn að fara að beygja hana allt í einu. Nei, íbúar Eyrarbakka og Stokkseyrar þurfa ekki að óttast þessa hugmynd að byggja gömul hús á Selfossi, því þeirra hús eru ekta. Ekta hús á sínum stað með sínu mannlífi og fjölbreytileika þess. Listafólki t.d. Og eins konar flóttafólki úr skarkala borgarinnar og kannski bara einhver íbúi sem hefur dagað uppi í tímanum. Þetta er alvöru.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun