Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar 29. september 2025 07:32 Stöðuleikaregla Viðreisnar segir að raunútgjöld hins opinbera megi ekki hækka nema 2% að hámarki á milli ára. Raunútgjöld eru einfaldlega útgjöld umfram verðbólgu. Þannig að ef verðbólga ársins er 5 % þá mega útgjöldin ekki hækka meira en 7% milli ára. Markmiðið er að hemja ófjármagnaða útgjaldaaukningu hins opinbera. Stöðuleikareglan er m.a. mikilvægt tæki til að ná tökum á fjármálum sveitarfélaga þar sem útgjöld hafa ekki áhrif á tekjur, eins og í almennum fyrirtækjarekstri. Tekjur eiga frekar að hafa áhrif á útgjöld í opinberum rekstri. Tekjupóstar sveitarfélaga til að standa undir grunnþjónustu sinni eru útsvar, fasteignaskattur og þjónustugjöld. Til skamms tíma er lítið samhengi á milli tekna og útgjaldaþarfar og er því erfitt að stýra fjármálum sveitarfélags út frá tekjum. Eina leiðin er að hafa hemil á ófjármagnaðri útgjaldaaukningu. Frá því að ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2018 og til 2024, hafa rekstrargjöld hækkað um rúm 82%, út ríflega 22 milljörðum í ríflega 40 milljarða en verðbólgan á tímabilinu var 42%. Með öðrum orðum þá hafa raunútgjöld hækkað um 40%. Hefði stöðuleikaregla Viðreisnar verið höfð að leiðarljósi á tímabilinu hefðu raunútgjöld einungis hækkað um 12,6 %. Eftir stendur ofvöxtur útgjalda sem nemur 27,4% sem eru rúmlega 5 milljarðar króna. Það munar um minna. Það er auðvelt að missa tökin á útgjöldum. Sér í lagi á tímabilum þegar sala á lóðum og innheimta gatnagerðargjalda er í hæstu hæðum eins og hefur verið undanfarin ár. Það er ómögulegt að sýna aga í fjármálum þegar enginn er ramminn og markmiðin óljós. Stöðugleikaregla Viðreisnar tekur ekki tillit til fjárfestingaþarfar sveitarfélagsins, hún miðar eingöngu að reglulegum útgjöldum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúanum er fyllilega ljóst að það geta komið upp erfiðar aðstæður og ófyrirséðir atburðir. Sveitarfélagið mun geta mætt slíkum áföllum á mun auðveldari hátt ef stöðuleikareglan er í hávegum höfð í rekstri sveitarfélagsins. Stöðugleikareglan hjálpar stjórnmálafólki við að koma þungum rekstri í jafnvægi án þess að grípa til blóðugs niðurskurðar. Með þessari aðferð nær sveitarfélagið að vaxa út úr vandanum. Reglulegar tekjur munu vaxa hraðar en regluleg útgjöld, og rúsínan í pylsuendanum er risaskref til lækkunar verðbólgu og vaxta. Í raun má segja að þessi aðferð sé allra hagur og endurspegli höfuðerindi Viðreisnar í íslensk stjórnmál; að hafa almannahagsmuni ávallt framar sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Viðreisn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Stöðuleikaregla Viðreisnar segir að raunútgjöld hins opinbera megi ekki hækka nema 2% að hámarki á milli ára. Raunútgjöld eru einfaldlega útgjöld umfram verðbólgu. Þannig að ef verðbólga ársins er 5 % þá mega útgjöldin ekki hækka meira en 7% milli ára. Markmiðið er að hemja ófjármagnaða útgjaldaaukningu hins opinbera. Stöðuleikareglan er m.a. mikilvægt tæki til að ná tökum á fjármálum sveitarfélaga þar sem útgjöld hafa ekki áhrif á tekjur, eins og í almennum fyrirtækjarekstri. Tekjur eiga frekar að hafa áhrif á útgjöld í opinberum rekstri. Tekjupóstar sveitarfélaga til að standa undir grunnþjónustu sinni eru útsvar, fasteignaskattur og þjónustugjöld. Til skamms tíma er lítið samhengi á milli tekna og útgjaldaþarfar og er því erfitt að stýra fjármálum sveitarfélags út frá tekjum. Eina leiðin er að hafa hemil á ófjármagnaðri útgjaldaaukningu. Frá því að ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2018 og til 2024, hafa rekstrargjöld hækkað um rúm 82%, út ríflega 22 milljörðum í ríflega 40 milljarða en verðbólgan á tímabilinu var 42%. Með öðrum orðum þá hafa raunútgjöld hækkað um 40%. Hefði stöðuleikaregla Viðreisnar verið höfð að leiðarljósi á tímabilinu hefðu raunútgjöld einungis hækkað um 12,6 %. Eftir stendur ofvöxtur útgjalda sem nemur 27,4% sem eru rúmlega 5 milljarðar króna. Það munar um minna. Það er auðvelt að missa tökin á útgjöldum. Sér í lagi á tímabilum þegar sala á lóðum og innheimta gatnagerðargjalda er í hæstu hæðum eins og hefur verið undanfarin ár. Það er ómögulegt að sýna aga í fjármálum þegar enginn er ramminn og markmiðin óljós. Stöðugleikaregla Viðreisnar tekur ekki tillit til fjárfestingaþarfar sveitarfélagsins, hún miðar eingöngu að reglulegum útgjöldum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúanum er fyllilega ljóst að það geta komið upp erfiðar aðstæður og ófyrirséðir atburðir. Sveitarfélagið mun geta mætt slíkum áföllum á mun auðveldari hátt ef stöðuleikareglan er í hávegum höfð í rekstri sveitarfélagsins. Stöðugleikareglan hjálpar stjórnmálafólki við að koma þungum rekstri í jafnvægi án þess að grípa til blóðugs niðurskurðar. Með þessari aðferð nær sveitarfélagið að vaxa út úr vandanum. Reglulegar tekjur munu vaxa hraðar en regluleg útgjöld, og rúsínan í pylsuendanum er risaskref til lækkunar verðbólgu og vaxta. Í raun má segja að þessi aðferð sé allra hagur og endurspegli höfuðerindi Viðreisnar í íslensk stjórnmál; að hafa almannahagsmuni ávallt framar sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar