Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 27. september 2025 09:32 Enn og aftur koma upp á yfirborðið mansalsmál hér á landi. Fréttaskýringarþátturinn Kveikur upplýsti í vikunni um fjölda mála sem tengd er starfsemi nagla- og snyrtistofum. Ég vil byrja á því að hrósa eftirlitsaðilum fyrir það að koma upp um þessi tilvik sem fram hafa komið en á undanförnum misserum hefur vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna innan Alþýðusambands Íslands verið sérstaklega mikilvægur drifkraftur í að upplýsa um mál sem þessi. Hlutverk opinberra aðila í eftirliti og eftirfylgni er jafnframt mikilvægt enda hafa þeir aðilar ríkari heimildir til aðgerða og því þarf samstarf á milli þessara aðila að vera gott. Gleymum því ekki að staða einstaklinga sem eru föst í þessum aðstæðum er sérstaklega viðkvæm enda fólkið varnarlaust með lítið stuðningsnet og mikilvægt er að standa við bakið á þeim. Samfélagið þarf að draga lærdóm af þeim málum sem hafa komið fram og bæta úr reglum og lögum sé þess þörf en einnig að efla eftirlit og auka heimildir til inngripa. Brot á lögum um handiðnað Í mörgum tilfellum kom fram að rekstraraðilar sem stunduðu brotastarfsemi gagnvart starfsfólki sínu höfðu ekki uppfyllt allar kröfur til þess að standa að þessum rekstri. Því hefði ég talið að tiltölulega auðvelt ætti að fylgjast með rekstri slíkra fyrirtækja og stöðva starfsemi sem ekki uppfyllir lög og reglur. Til þess að standa í ýmissi iðnstarfsemi er gerð krafa um að rekstur sé undir stjórn meistara og því er meistarabréf grundvallarforsenda þess fá heimild til að standa í atvinnurekstri. Það er ljóst í mínum huga að nauðsynlegt er að yfirfara verkferla opinberra aðila með veitingu starfsleyfa til þess að tryggja að kröfur séu uppfylltar. Með yfirferð er bæði hægt að tryggja einfaldari veitingar á leyfum sem og auka skilvirkni í kerfum án þess að dregið sé úr kröfum. Brotastarfsemi á vinnumarkaði Það er ljóst að nauðsynlegt er að afleiðingar þess að brjóta vísvitandi á starfsfólki verði þyngri, brot þurfa að hafa raunverulegar afleiðingar fyrir gerendur. Á það bæði við um þegar rætt er um jafn alvarleg mál og mansal en einnig og sérstaklega þegar kemur að launagreiðslum, þar sem vísvitandi eru greidd of lág laun. Í umræddum tilvikum sem upplýst var um núna virðast vangoldin laun hafa verið umtalsverð, samkvæmt fulltrúum verkalýðsfélagsins. Þessu verður svo sannarlega að breyta. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Mansal Samfylkingin Lögreglumál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur koma upp á yfirborðið mansalsmál hér á landi. Fréttaskýringarþátturinn Kveikur upplýsti í vikunni um fjölda mála sem tengd er starfsemi nagla- og snyrtistofum. Ég vil byrja á því að hrósa eftirlitsaðilum fyrir það að koma upp um þessi tilvik sem fram hafa komið en á undanförnum misserum hefur vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna innan Alþýðusambands Íslands verið sérstaklega mikilvægur drifkraftur í að upplýsa um mál sem þessi. Hlutverk opinberra aðila í eftirliti og eftirfylgni er jafnframt mikilvægt enda hafa þeir aðilar ríkari heimildir til aðgerða og því þarf samstarf á milli þessara aðila að vera gott. Gleymum því ekki að staða einstaklinga sem eru föst í þessum aðstæðum er sérstaklega viðkvæm enda fólkið varnarlaust með lítið stuðningsnet og mikilvægt er að standa við bakið á þeim. Samfélagið þarf að draga lærdóm af þeim málum sem hafa komið fram og bæta úr reglum og lögum sé þess þörf en einnig að efla eftirlit og auka heimildir til inngripa. Brot á lögum um handiðnað Í mörgum tilfellum kom fram að rekstraraðilar sem stunduðu brotastarfsemi gagnvart starfsfólki sínu höfðu ekki uppfyllt allar kröfur til þess að standa að þessum rekstri. Því hefði ég talið að tiltölulega auðvelt ætti að fylgjast með rekstri slíkra fyrirtækja og stöðva starfsemi sem ekki uppfyllir lög og reglur. Til þess að standa í ýmissi iðnstarfsemi er gerð krafa um að rekstur sé undir stjórn meistara og því er meistarabréf grundvallarforsenda þess fá heimild til að standa í atvinnurekstri. Það er ljóst í mínum huga að nauðsynlegt er að yfirfara verkferla opinberra aðila með veitingu starfsleyfa til þess að tryggja að kröfur séu uppfylltar. Með yfirferð er bæði hægt að tryggja einfaldari veitingar á leyfum sem og auka skilvirkni í kerfum án þess að dregið sé úr kröfum. Brotastarfsemi á vinnumarkaði Það er ljóst að nauðsynlegt er að afleiðingar þess að brjóta vísvitandi á starfsfólki verði þyngri, brot þurfa að hafa raunverulegar afleiðingar fyrir gerendur. Á það bæði við um þegar rætt er um jafn alvarleg mál og mansal en einnig og sérstaklega þegar kemur að launagreiðslum, þar sem vísvitandi eru greidd of lág laun. Í umræddum tilvikum sem upplýst var um núna virðast vangoldin laun hafa verið umtalsverð, samkvæmt fulltrúum verkalýðsfélagsins. Þessu verður svo sannarlega að breyta. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun