Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar 29. september 2025 11:02 Sem sálfræðingur hef ég hitt ótal marga foreldra sem hafa lengi vel staðið frammi fyrir áskorunum tengdum ADHD einkennum barna sinna. Áskoranir sem tengjast umræddri taugaþroskaröskun geta oft á tíðum reynst flóknar, fyrir börnin og foreldrana líka. Ég hef hitt mörg börn sem hafa reynt af öllum mætti að sitja kyrr, halda athygli sinni í samræðum og grípa ekki fram í, þar til orkan, hvatvísin og eirðarleysið tekur yfir og þau missa stjórn. Foreldrarnir elska börnin sín meira en lífið sjálft en upplifa þó mikinn vanmátt gagnvart hegðun þeirra, því þau skilja ekki hvers vegna barnið getur ekki farið eftir fyrirmælum. Aðstæður þessar eru ekki einsdæmi, því ef um taugaþroskaröskun er að ræða, ADHD og/eða einhverfu, er líklegt að áskoranir þessar eigi sér stað á flestum, ef ekki öllum sviðum í lífi barnanna. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem greinast með umræddar taugaþroskaraskanir komi til með að standa frammi fyrir talsvert meira mótlæti í lífinu, þar sem skilningur annara á birtingarmyndum slíkra áskoranna er takmarkaður. Einnig hafa rannsóknir sýnt að áðurgreint mótlæti geti haft neikvæð áhrif á sjálfsmat þessara einstaklinga því hegðun þeirra hefur endurtekið verið talin óskiljanleg, sem óþekkt og/eða sem leti og kæruleysi. Ímyndaðu þér, að alveg sama hversu mikið þú reynir að standa þig vel, þá er það aldrei nógu gott og einhvern veginn endarðu alltaf á því að fá skammir og/eða gagnrýni frá öðrum (foreldrum/forráðamönnum, kennurum og samnemendum), það getur ekki verið auðvelt. Ég hef því ákveðið að semja bréf, sem byggir á niðurstöðum rannsókna, sem og ýmsum frásögnum og samtölum sem ég hef átt héðan og þaðan. Bréfið er skrifað af fullorðnum einstaklingi, sem greinist með ADHD á fullorðinsárum, þar sem hann reynir að útskýra fyrir foreldrum/forráðamönnum sínum hvernig það hafi verið að vera barn í heimi sem enginn skildi. Von mín er sú að þeir sem kannist við ofangreind viðbrögð og áskoranir geti sett sig í spor barnsins og reynt að skilja heimsmynd þess. Kæru foreldrar/forráðamenn. Ég sit hér í dag og skrifa þetta bréf. Ótrúlegt en satt, þá er ég ekki lengur barnið sem var alltaf á iði, aldrei kyrrt, gleymandi heimavinnunni, truflandi alla í kringum mig með endalausum spurningum og/eða grípandi fram fyrir því mér fannst ég þurfa segja frá einhverju mikilvægu. Með mikilli sjálfsvinnu get ég sagt að lífið sé orðið gott. Með alla þá þekkingu sem ég hef að baki, velti ég fyrir mér hvernig það hefði verið ef þið hefðuð fengið sambærilega fræðslu líkt og ég hef fengið nú, kannski hefði það hefði breytt einhverju, hver veit. Þessi skrif eru ekki ætluð til að ásaka ykkur (né aðra) því ég veit að þið gerðuð ykkar besta. Mig langaði að deila þessu bréfi með ykkur og öðrum í þeirri von að það geti hjálpað öðrum foreldrum/forráðamönnum og öðrum sem eru í sambærilegri stöðu og þið voruð í. Ofvirknin Munið þið eftir fjölskylduboðunum, bíóferðunum, heimavinnustundunum? Ég átti svo erfitt með að sitja kyrr þannig að ég endaði á því að reyna að finna hvert tækifæri til að standa upp, skipta um sæti, hlaupa um, skoða og fikta í öllu sem mér þótti merkilegt. Þið sögðu mér ítrekað að sitja kyrr og hætta þessum látum, að svona ætti maður ekki að haga sér. Svipurinn sem ég sá í andlitum ykkar sagði mér allt, ég var vonbrigði. Verst var, ég reyndi eins mikið og ég gat að sitja kyrr en það var bara eins og líkami minn hafi verið fullur af orku sem ég gat ekki stjórnað. Ég skildi það ekki þá frekar en þið en frelsið sem ég upplifði var engu líkt þegar ég lærði að erfiðleikar þessir voru (og eru) eitt af stærstu áskorunum barna með ADHD, þ.e. ofvirknin. Ég vona að þið vitið það nú að ég hafi ekki verið að haga mér svona af illkvittni. Heilinn minn var bara á öðru prógrammi, þar sem stýriferlarnir voru aðrir. Í stað þess að fá endalausrar skammir og gagnrýni, hefði verið betra að heyra: „Eigum við ekki að finna einhverjar leiðir til að auðvelda þér aðstæður sem þér þykir krefjandi? Við getum fundið fullt af leiðum, t.d. reglulegar pásur eða eitthvað annað sem veitir þér útrás“. Slíkar lausnir hefðu geta orðið til þess að ég myndi læra að tileinka mér bjargráð í stað þess að upplifa vonleysið sem fylgdi þessu því ég taldi mig ekki hagað mér. Athyglisbresturinn Svo voru það skiptin þar sem ykkur fannst ég aldrei vera að hlusta á ykkur. Eins og þegar þið báðuð mig um að gera eitthvað, sem ég einhvern veginn heyrði en gleymdi síðan strax því ég var að gera eitthvað annað. „Af hverju geturðu aldrei hlustað?“ spurðu þið oft. Ég hafði engin svör. Dagdraumarnir mínir voru líka endalausir, sérstaklega ef mér leiddist. Ég skil betur í dag hvers vegna ég var alltaf að gleyma og/eða missa af því sem aðrir voru að segja. Þegar ég var í skólanum, tók ég oft ekki eftir því sem kennarinn sagði og úr því varð heimavinnan að martröð. Kennarinn byrjaði síðan að skamma mig fyrir að fylgja ekki fyrirmælum, sem varð til þess að ég hætti að biðja um aðstoð. Ofan á það var ég alltaf að gleyma bókunum og náði ég því aldrei að gera verkefnin, sem kom síðar í bakið á mér því ég hafði ekkert námsefni til að undirbúa mig fyrir próf. Krakkarnir tóku síðan eftir því hvernig kennarinn talaði við mig og úr því fóru þeir að taka þátt í þessu með því að kalla mig letingja. Það var ljóst fyrir mér að ég var ekki bara vonbrigði í augum ykkar, heldur allra. Þetta var ekki leti, heldur önnur af stærstu áskorunum barna með ADHD, athyglisbresturinn. Ég var í stöðugri baráttu alla daga við hugann minn sem var á óstöðvandi flakki milli hugsana. Kannski, ef þið hefðuð vitað, hefðum við reynt að koma upp einhvers konar kerfi sem hefði hjálpað mér að hafa betri yfirsýn yfir hlutina, t.d. áminningar/sjónrænt skipulag. Það hefði þjálfað mig í að skipuleggja mig og byggt upp sjálfstraust mitt. Hvatvísin Munið þegar ég braut vasann hennar ömmu vegna þess að ég sá eitthvað skínandi á honum þannig að ég klifraði upp á borð, rak mig í hilluna þar sem hann stóð og askan fór út um allt? Það voru svo mörg augnablik þar sem ég málaði mig út í horn án þess að skilja hvað hafi leitt til þess. Þegar ég hugsa til baka, gerðist þetta yfirleitt þegar ég var að trufla aðra, þegar ég var að framkvæma mínar frábærustu hugmyndir sem ég hafði þá ekki hugsað til enda eða þegar ég sagði/gerði eitthvað sem ég meinti ekki. Ég lenti líka oft í árekstrum við krakkana, því ég átti erfitt með að lesa í aðstæður og hvenær ég ætti að stoppa. Það var enginn sem benti mér á það, nema kannski krakkarnir þegar þeir sögðu að ég mætti ekki lengur vera með því þau sögðust ekki nenna mér. Mikið hefði verið gott að hafa einhvern sem hefði leiðbeint mér. Þá hefði ég fengið tækifæri á að skilja betur betur hvar mín eigin mörk lágu, sem og mörk annara, kannski það hefði breytt einhverju, hver veit. Mig langar allavega að trúa að öll sú orka sem fór í að reyna skilja hvað væri að mér hefði verið betur varið í að læra aðferðir sem myndu efla félags- og tilfinningafærni mína. Ef þið bara hefðuð bara séð heiminn út frá mínum augum Eins og gefur að skilja, mun ég aldrei fá svarið við því hvernig hefði farið ef þið, sem og aðrir sem að mér tengdust hefðu fengið að lesa þetta bréf þegar ég var barn. Ef til vill hefði ég fengið meiri skilning og stuðning í aðstæðum sem ég réði ekki við. Sjálfsagt hefðu skammirnar sem ég fékk úr öllum áttum farið minnkandi og þar með hefði sjálfsmatið mitt verið meira byggt á jákvæðari reynslu fremur en þeirri reynslu sem ég hafði, þá hefði ég ekki þurft að eyða öllum þessum tíma í að velta fyrir mér hvað væri eiginlega að mér. Mig langar einnig að trúa því að ég hafi getað útskrifast úr mennta- og háskóla á sama tíma og jafnaldrar mínir, því það tók mig um það bil tíu ár að þora að fara á skólabekkinn aftur, því mín reynsla og sannfæring var sú að ég gæti ekki lært. Ég hafði rangt fyrir mér og það gerðu fyrrum kennarar mínir líka. Þetta snérist nefnilega aldrei um leti, kæruleysi, óþekkt eða hvað það nú var. Þetta snérist allt um samhengi. Samhengi sem ég fékk aldrei sem barn, heldur sem fullorðin einstaklingur. Frá því augnabliki hófst vegferðin í að skilja mig sem einstakling betur, út frá öllum mínum styrkleikum og takmörkunum. Frá því augnabliki breyttist allt. -Barnið (sem er enn að læra að sitja kyrrt) Að lokum Líkt og tekið var fram í upphafi, þá er innihald þessara skrifa ekki til að ásaka neinn, það gagnast engum. Markmiðið er að gefa lesendum tækifæri á að geta sett sig í spor þeirra fjölmörgu barna sem upplifa sig oft búa í heimi þar sem engin virðist skilja þau, því allar skammirnar og/eða gagnrýnisraddirnar hafa verið háværarari en þær raddir sem ættu að vera til þess fallnar að upphefja þau. Ef þú átt barn, þekkir til barns, vinnur með barn sem upplifir samskonar áskoranir, vill ég hvetja þig til að finna allar leiðir sem reynast hjálplegar í að mæta þörfum þess. Sýndu því skilning, mættu því þar sem það er. Þú gætir verið að gefa barninu eitt af dýrmætustu gjöfum lífsins. Vitneskjuna um að ekkert sé að því, að við fæðumst öll við inn í þennan heim með mismunandi styrkleika og takmarkanir. Þú getur orðið manneskjan sem fékkst barnið til að trúa á sig aftur. Þú getur gefið því von. Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Þorri Helgason ADHD Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Sem sálfræðingur hef ég hitt ótal marga foreldra sem hafa lengi vel staðið frammi fyrir áskorunum tengdum ADHD einkennum barna sinna. Áskoranir sem tengjast umræddri taugaþroskaröskun geta oft á tíðum reynst flóknar, fyrir börnin og foreldrana líka. Ég hef hitt mörg börn sem hafa reynt af öllum mætti að sitja kyrr, halda athygli sinni í samræðum og grípa ekki fram í, þar til orkan, hvatvísin og eirðarleysið tekur yfir og þau missa stjórn. Foreldrarnir elska börnin sín meira en lífið sjálft en upplifa þó mikinn vanmátt gagnvart hegðun þeirra, því þau skilja ekki hvers vegna barnið getur ekki farið eftir fyrirmælum. Aðstæður þessar eru ekki einsdæmi, því ef um taugaþroskaröskun er að ræða, ADHD og/eða einhverfu, er líklegt að áskoranir þessar eigi sér stað á flestum, ef ekki öllum sviðum í lífi barnanna. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem greinast með umræddar taugaþroskaraskanir komi til með að standa frammi fyrir talsvert meira mótlæti í lífinu, þar sem skilningur annara á birtingarmyndum slíkra áskoranna er takmarkaður. Einnig hafa rannsóknir sýnt að áðurgreint mótlæti geti haft neikvæð áhrif á sjálfsmat þessara einstaklinga því hegðun þeirra hefur endurtekið verið talin óskiljanleg, sem óþekkt og/eða sem leti og kæruleysi. Ímyndaðu þér, að alveg sama hversu mikið þú reynir að standa þig vel, þá er það aldrei nógu gott og einhvern veginn endarðu alltaf á því að fá skammir og/eða gagnrýni frá öðrum (foreldrum/forráðamönnum, kennurum og samnemendum), það getur ekki verið auðvelt. Ég hef því ákveðið að semja bréf, sem byggir á niðurstöðum rannsókna, sem og ýmsum frásögnum og samtölum sem ég hef átt héðan og þaðan. Bréfið er skrifað af fullorðnum einstaklingi, sem greinist með ADHD á fullorðinsárum, þar sem hann reynir að útskýra fyrir foreldrum/forráðamönnum sínum hvernig það hafi verið að vera barn í heimi sem enginn skildi. Von mín er sú að þeir sem kannist við ofangreind viðbrögð og áskoranir geti sett sig í spor barnsins og reynt að skilja heimsmynd þess. Kæru foreldrar/forráðamenn. Ég sit hér í dag og skrifa þetta bréf. Ótrúlegt en satt, þá er ég ekki lengur barnið sem var alltaf á iði, aldrei kyrrt, gleymandi heimavinnunni, truflandi alla í kringum mig með endalausum spurningum og/eða grípandi fram fyrir því mér fannst ég þurfa segja frá einhverju mikilvægu. Með mikilli sjálfsvinnu get ég sagt að lífið sé orðið gott. Með alla þá þekkingu sem ég hef að baki, velti ég fyrir mér hvernig það hefði verið ef þið hefðuð fengið sambærilega fræðslu líkt og ég hef fengið nú, kannski hefði það hefði breytt einhverju, hver veit. Þessi skrif eru ekki ætluð til að ásaka ykkur (né aðra) því ég veit að þið gerðuð ykkar besta. Mig langaði að deila þessu bréfi með ykkur og öðrum í þeirri von að það geti hjálpað öðrum foreldrum/forráðamönnum og öðrum sem eru í sambærilegri stöðu og þið voruð í. Ofvirknin Munið þið eftir fjölskylduboðunum, bíóferðunum, heimavinnustundunum? Ég átti svo erfitt með að sitja kyrr þannig að ég endaði á því að reyna að finna hvert tækifæri til að standa upp, skipta um sæti, hlaupa um, skoða og fikta í öllu sem mér þótti merkilegt. Þið sögðu mér ítrekað að sitja kyrr og hætta þessum látum, að svona ætti maður ekki að haga sér. Svipurinn sem ég sá í andlitum ykkar sagði mér allt, ég var vonbrigði. Verst var, ég reyndi eins mikið og ég gat að sitja kyrr en það var bara eins og líkami minn hafi verið fullur af orku sem ég gat ekki stjórnað. Ég skildi það ekki þá frekar en þið en frelsið sem ég upplifði var engu líkt þegar ég lærði að erfiðleikar þessir voru (og eru) eitt af stærstu áskorunum barna með ADHD, þ.e. ofvirknin. Ég vona að þið vitið það nú að ég hafi ekki verið að haga mér svona af illkvittni. Heilinn minn var bara á öðru prógrammi, þar sem stýriferlarnir voru aðrir. Í stað þess að fá endalausrar skammir og gagnrýni, hefði verið betra að heyra: „Eigum við ekki að finna einhverjar leiðir til að auðvelda þér aðstæður sem þér þykir krefjandi? Við getum fundið fullt af leiðum, t.d. reglulegar pásur eða eitthvað annað sem veitir þér útrás“. Slíkar lausnir hefðu geta orðið til þess að ég myndi læra að tileinka mér bjargráð í stað þess að upplifa vonleysið sem fylgdi þessu því ég taldi mig ekki hagað mér. Athyglisbresturinn Svo voru það skiptin þar sem ykkur fannst ég aldrei vera að hlusta á ykkur. Eins og þegar þið báðuð mig um að gera eitthvað, sem ég einhvern veginn heyrði en gleymdi síðan strax því ég var að gera eitthvað annað. „Af hverju geturðu aldrei hlustað?“ spurðu þið oft. Ég hafði engin svör. Dagdraumarnir mínir voru líka endalausir, sérstaklega ef mér leiddist. Ég skil betur í dag hvers vegna ég var alltaf að gleyma og/eða missa af því sem aðrir voru að segja. Þegar ég var í skólanum, tók ég oft ekki eftir því sem kennarinn sagði og úr því varð heimavinnan að martröð. Kennarinn byrjaði síðan að skamma mig fyrir að fylgja ekki fyrirmælum, sem varð til þess að ég hætti að biðja um aðstoð. Ofan á það var ég alltaf að gleyma bókunum og náði ég því aldrei að gera verkefnin, sem kom síðar í bakið á mér því ég hafði ekkert námsefni til að undirbúa mig fyrir próf. Krakkarnir tóku síðan eftir því hvernig kennarinn talaði við mig og úr því fóru þeir að taka þátt í þessu með því að kalla mig letingja. Það var ljóst fyrir mér að ég var ekki bara vonbrigði í augum ykkar, heldur allra. Þetta var ekki leti, heldur önnur af stærstu áskorunum barna með ADHD, athyglisbresturinn. Ég var í stöðugri baráttu alla daga við hugann minn sem var á óstöðvandi flakki milli hugsana. Kannski, ef þið hefðuð vitað, hefðum við reynt að koma upp einhvers konar kerfi sem hefði hjálpað mér að hafa betri yfirsýn yfir hlutina, t.d. áminningar/sjónrænt skipulag. Það hefði þjálfað mig í að skipuleggja mig og byggt upp sjálfstraust mitt. Hvatvísin Munið þegar ég braut vasann hennar ömmu vegna þess að ég sá eitthvað skínandi á honum þannig að ég klifraði upp á borð, rak mig í hilluna þar sem hann stóð og askan fór út um allt? Það voru svo mörg augnablik þar sem ég málaði mig út í horn án þess að skilja hvað hafi leitt til þess. Þegar ég hugsa til baka, gerðist þetta yfirleitt þegar ég var að trufla aðra, þegar ég var að framkvæma mínar frábærustu hugmyndir sem ég hafði þá ekki hugsað til enda eða þegar ég sagði/gerði eitthvað sem ég meinti ekki. Ég lenti líka oft í árekstrum við krakkana, því ég átti erfitt með að lesa í aðstæður og hvenær ég ætti að stoppa. Það var enginn sem benti mér á það, nema kannski krakkarnir þegar þeir sögðu að ég mætti ekki lengur vera með því þau sögðust ekki nenna mér. Mikið hefði verið gott að hafa einhvern sem hefði leiðbeint mér. Þá hefði ég fengið tækifæri á að skilja betur betur hvar mín eigin mörk lágu, sem og mörk annara, kannski það hefði breytt einhverju, hver veit. Mig langar allavega að trúa að öll sú orka sem fór í að reyna skilja hvað væri að mér hefði verið betur varið í að læra aðferðir sem myndu efla félags- og tilfinningafærni mína. Ef þið bara hefðuð bara séð heiminn út frá mínum augum Eins og gefur að skilja, mun ég aldrei fá svarið við því hvernig hefði farið ef þið, sem og aðrir sem að mér tengdust hefðu fengið að lesa þetta bréf þegar ég var barn. Ef til vill hefði ég fengið meiri skilning og stuðning í aðstæðum sem ég réði ekki við. Sjálfsagt hefðu skammirnar sem ég fékk úr öllum áttum farið minnkandi og þar með hefði sjálfsmatið mitt verið meira byggt á jákvæðari reynslu fremur en þeirri reynslu sem ég hafði, þá hefði ég ekki þurft að eyða öllum þessum tíma í að velta fyrir mér hvað væri eiginlega að mér. Mig langar einnig að trúa því að ég hafi getað útskrifast úr mennta- og háskóla á sama tíma og jafnaldrar mínir, því það tók mig um það bil tíu ár að þora að fara á skólabekkinn aftur, því mín reynsla og sannfæring var sú að ég gæti ekki lært. Ég hafði rangt fyrir mér og það gerðu fyrrum kennarar mínir líka. Þetta snérist nefnilega aldrei um leti, kæruleysi, óþekkt eða hvað það nú var. Þetta snérist allt um samhengi. Samhengi sem ég fékk aldrei sem barn, heldur sem fullorðin einstaklingur. Frá því augnabliki hófst vegferðin í að skilja mig sem einstakling betur, út frá öllum mínum styrkleikum og takmörkunum. Frá því augnabliki breyttist allt. -Barnið (sem er enn að læra að sitja kyrrt) Að lokum Líkt og tekið var fram í upphafi, þá er innihald þessara skrifa ekki til að ásaka neinn, það gagnast engum. Markmiðið er að gefa lesendum tækifæri á að geta sett sig í spor þeirra fjölmörgu barna sem upplifa sig oft búa í heimi þar sem engin virðist skilja þau, því allar skammirnar og/eða gagnrýnisraddirnar hafa verið háværarari en þær raddir sem ættu að vera til þess fallnar að upphefja þau. Ef þú átt barn, þekkir til barns, vinnur með barn sem upplifir samskonar áskoranir, vill ég hvetja þig til að finna allar leiðir sem reynast hjálplegar í að mæta þörfum þess. Sýndu því skilning, mættu því þar sem það er. Þú gætir verið að gefa barninu eitt af dýrmætustu gjöfum lífsins. Vitneskjuna um að ekkert sé að því, að við fæðumst öll við inn í þennan heim með mismunandi styrkleika og takmarkanir. Þú getur orðið manneskjan sem fékkst barnið til að trúa á sig aftur. Þú getur gefið því von. Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun