Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar 26. september 2025 13:00 Í nýlegri grein sem birtist á miðlinum akureyri.net og ber heitið „Stöndum með Háskólanum á Akureyri“ er fjallað um stöðu Háskólans á Bifröst þar sem settar eru fram staðhæfingar sem gefa villandi mynd af starfsemi og stöðu Háskólans á Bifröst. Í ljósi þess og einnig í ljósi þess hversu neikvæð orðræðan um Háskólann á Bifröst hefur verið í tengslum við hugsanlega sameiningu þessara tveggja skóla telur höfundur ástæðu til að leiðrétta nokkur atriði. Fyrst og fremst er rétt að taka fram að Háskólinn á Bifröst er ekki í rekstrarvandræðum og hefur skólinn síðustu ár skilað jákvæðri rekstrarniðustöðu eða allt til ársins 2024 og heldur úti kröftugri starfsemi. Fasteignir í gamla háskólaþorpinu á Bifröst eru ekki lengur nýttar í daglegri starfsemi skólans þar sem kennsla fer nú alfarið fram í fjarnámi. Starfsemin sjálf er þó áfram rótgróin í Borgarfirði, með aðalstarfstöð á Hvanneyri og starfsstöð í Reykjavík. Þetta er meðvitað skref sem endurspeglar þá þróun að Háskólinn á Bifröst er nú fyrst og fremst fjarnámsskóli sem nýtir nútímatækni til að bjóða nemendum tækifæri á námi óháð staðsetningu og án þess að byggja á hefðbundnu háskólaþorpi. Það er jafnframt mikilvægt að undirstrika að Háskólinn á Bifröst hefur sterka stöðu sem fjarnámsskóli og hefur verið í fararbroddi á Íslandi í fjarnámi rúm tuttugu ár. Námið er gæðavottað, nemendur njóta einstaklingsmiðaðrar þjónustu og aðsókn í skólann hefur einungis aukist. Fyrir ári síðan voru skólagjöld skólans felld niður og nú greiða nemendur eingöngu skrásetningargjald eins og nemendur opinberu háskólanna. Nemendafjöldi hefur þrefaldast á þessu rúma ári og stunda nú tæplega tvö þúsund nemendur nám við skólann. Telur höfundur það gefa góða mynd af því hversu eftirsótt hágæða fjarnám við Háskólann á Bifröst er. Fjarnám er í örum vexti á Íslandi og þar hefur Háskólinn á Bifröst verið brautryðjandi í að þróa aðferðir og námsleiðir sem henta fólki á öllum aldri og við ólík lífsskilyrði. Staðhæfing Jóns Bjarnasonar „Ef Háskólinn á Bifröst sem málið snýst um, er ekki lengur fær um að vera rekinn sem sjálfstæð menntastofnun er mun nær að láta hann renna inn í Háskóla í Reykjavík þar sem nánast allir starfsmenn hans búa og skrifstofur skólans eru“ á sér ekki stoð og er mikilvægt að leiðrétta hana, sem og allar þær rangfærslur sem hafa verið hafðar eftir velunnurum Háskólans á Akureyri í fjölmiðlum á meðan sameiningarumræður hafa staðið yfir, þar sem orðspor Háskólans á Bifröst hefur oft á tíðum verið dregið í efa að ósekju. Þá má nefna hér að háskólinn var í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem stóðust ströng skilyrði CreditInfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024. Háskólinn á Bifröst þarf ekki að renna inn í neinn annan skóla þar sem hann stendur föstum fótum einn og sér í nýju rekstrarformi sem styrkir skólann til framtíðar og þjónar betur þeim nemendahópum sem hann hefur sérhæft sig í að ná til. Umræðan um framtíð háskólastigsins á Íslandi er nauðsynleg og hugmyndir um aukið samstarf eða sameiningu skóla geta verið verðugur vettvangur fyrir ný tækifæri. En sú umræða verður að byggjast á réttum upplýsingum um stöðu hvers skóla fyrir sig. Í tilviki Háskólans á Bifröst er staðan sú að skólinn er virkur, gæðastimplaður og vinsæll fjarnámsskóli með starfsemi á Hvanneyri og í Reykjavík og er vel í stakk búinn til að halda áfram sjálfstæðum rekstri. Í lokin má taka fram að höfundur er sjálfur Akureyringur og með reynslu af námi við Háskólann á Akureyri. Höfundur stendur því ekki utan við þann hóp sem upprunaleg grein ávarpaði, heldur veltir því upp af eigin reynslu hversu mikilvægt er að standa einnig með Háskólanum á Bifröst. Höfundur er verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst – Bifrestingur og Akureyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Borgarbyggð Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein sem birtist á miðlinum akureyri.net og ber heitið „Stöndum með Háskólanum á Akureyri“ er fjallað um stöðu Háskólans á Bifröst þar sem settar eru fram staðhæfingar sem gefa villandi mynd af starfsemi og stöðu Háskólans á Bifröst. Í ljósi þess og einnig í ljósi þess hversu neikvæð orðræðan um Háskólann á Bifröst hefur verið í tengslum við hugsanlega sameiningu þessara tveggja skóla telur höfundur ástæðu til að leiðrétta nokkur atriði. Fyrst og fremst er rétt að taka fram að Háskólinn á Bifröst er ekki í rekstrarvandræðum og hefur skólinn síðustu ár skilað jákvæðri rekstrarniðustöðu eða allt til ársins 2024 og heldur úti kröftugri starfsemi. Fasteignir í gamla háskólaþorpinu á Bifröst eru ekki lengur nýttar í daglegri starfsemi skólans þar sem kennsla fer nú alfarið fram í fjarnámi. Starfsemin sjálf er þó áfram rótgróin í Borgarfirði, með aðalstarfstöð á Hvanneyri og starfsstöð í Reykjavík. Þetta er meðvitað skref sem endurspeglar þá þróun að Háskólinn á Bifröst er nú fyrst og fremst fjarnámsskóli sem nýtir nútímatækni til að bjóða nemendum tækifæri á námi óháð staðsetningu og án þess að byggja á hefðbundnu háskólaþorpi. Það er jafnframt mikilvægt að undirstrika að Háskólinn á Bifröst hefur sterka stöðu sem fjarnámsskóli og hefur verið í fararbroddi á Íslandi í fjarnámi rúm tuttugu ár. Námið er gæðavottað, nemendur njóta einstaklingsmiðaðrar þjónustu og aðsókn í skólann hefur einungis aukist. Fyrir ári síðan voru skólagjöld skólans felld niður og nú greiða nemendur eingöngu skrásetningargjald eins og nemendur opinberu háskólanna. Nemendafjöldi hefur þrefaldast á þessu rúma ári og stunda nú tæplega tvö þúsund nemendur nám við skólann. Telur höfundur það gefa góða mynd af því hversu eftirsótt hágæða fjarnám við Háskólann á Bifröst er. Fjarnám er í örum vexti á Íslandi og þar hefur Háskólinn á Bifröst verið brautryðjandi í að þróa aðferðir og námsleiðir sem henta fólki á öllum aldri og við ólík lífsskilyrði. Staðhæfing Jóns Bjarnasonar „Ef Háskólinn á Bifröst sem málið snýst um, er ekki lengur fær um að vera rekinn sem sjálfstæð menntastofnun er mun nær að láta hann renna inn í Háskóla í Reykjavík þar sem nánast allir starfsmenn hans búa og skrifstofur skólans eru“ á sér ekki stoð og er mikilvægt að leiðrétta hana, sem og allar þær rangfærslur sem hafa verið hafðar eftir velunnurum Háskólans á Akureyri í fjölmiðlum á meðan sameiningarumræður hafa staðið yfir, þar sem orðspor Háskólans á Bifröst hefur oft á tíðum verið dregið í efa að ósekju. Þá má nefna hér að háskólinn var í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem stóðust ströng skilyrði CreditInfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024. Háskólinn á Bifröst þarf ekki að renna inn í neinn annan skóla þar sem hann stendur föstum fótum einn og sér í nýju rekstrarformi sem styrkir skólann til framtíðar og þjónar betur þeim nemendahópum sem hann hefur sérhæft sig í að ná til. Umræðan um framtíð háskólastigsins á Íslandi er nauðsynleg og hugmyndir um aukið samstarf eða sameiningu skóla geta verið verðugur vettvangur fyrir ný tækifæri. En sú umræða verður að byggjast á réttum upplýsingum um stöðu hvers skóla fyrir sig. Í tilviki Háskólans á Bifröst er staðan sú að skólinn er virkur, gæðastimplaður og vinsæll fjarnámsskóli með starfsemi á Hvanneyri og í Reykjavík og er vel í stakk búinn til að halda áfram sjálfstæðum rekstri. Í lokin má taka fram að höfundur er sjálfur Akureyringur og með reynslu af námi við Háskólann á Akureyri. Höfundur stendur því ekki utan við þann hóp sem upprunaleg grein ávarpaði, heldur veltir því upp af eigin reynslu hversu mikilvægt er að standa einnig með Háskólanum á Bifröst. Höfundur er verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst – Bifrestingur og Akureyringur.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar