Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar 28. september 2025 14:00 Undanfarnar vikur höfum við orðið vitni að alvarlegum og vaxandi árásum á mikilvæga innviði í Evrópu. Í Kaupmannahöfn þurfti að loka alþjóðaflugvellinum vegna drónaflugs, forsætisráðherra Danmerkur kallaði það alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Í Eistlandi brutust rússneskar orrustuþotur inn í lofthelgina og neituðu að hlýða fyrirmælum. Í Póllandi voru rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi landsins, forsætisráðherrann sagði að staðan hefði aldrei verið jafn alvarleg frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Kaja Kallas, sagði að allt benti til þess að um viljaverk hefði verið að ræða – að markmið Pútíns væri að storka og að hann kæmi til með að ganga sífellt lengra vegna þess að viðbrögðin hingað til hefðu ekki verið nægilega sterk. Drónaárásir, lofthelgisrof, tölvuárásir og upplýsingaóreiða eru fjölþáttaógnir sem beinast gegn öryggi okkar allra. Markmiðið með þeim er ekki aðeins að skaða innviði heldur einnig að sá vantrausti og skapa sundrung ríkja á milli. Samstaðan er okkar helsti styrkleiki og tilgangurinn að rjúfa hana. Það má ekki takast, Rússum má aldrei takast að hræða okkur frá því að standa með Úkraínu. Brot á alþjóðalögum má aldrei láta óátalin, öllu heldur verður að fylgja þeim eftir með afgerandi viðbrögðum. Við Íslendingar vitum manna best að framtíð okkar og öryggi byggist á því að alþjóðalög séu virt. Sem herlaus þjóð í Norður-Atlantshafi eigum við allt undir því að sameiginlegar leikreglur haldi. Stofnaðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu – NATO – tryggir okkur stöðu innan öflugasta varnarsamstarfs heims. Þá er varnarsamningurinn við Bandaríkin mikilvæg öryggisstoð sem þarf að rækta og efla. Við verðum að standa með félögum okkar á Norðurlöndunum og öðrum NATO-ríkjum. Það er einmitt á tímum sem þessum sem við verðum að sýna festu, standa með bandamönnum okkar og standa vörð um grundvallargildi okkar. Ef við látum ógnir og árásir sundra okkur þá hafa gerendur náð sínu markmiði. Ef við hins vegar stöndum saman þá verður tiltrúin á lýðræði, frelsi og alþjóðalög sterkari en nokkru sinni fyrr. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Bryndís Haraldsdóttir Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur höfum við orðið vitni að alvarlegum og vaxandi árásum á mikilvæga innviði í Evrópu. Í Kaupmannahöfn þurfti að loka alþjóðaflugvellinum vegna drónaflugs, forsætisráðherra Danmerkur kallaði það alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Í Eistlandi brutust rússneskar orrustuþotur inn í lofthelgina og neituðu að hlýða fyrirmælum. Í Póllandi voru rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi landsins, forsætisráðherrann sagði að staðan hefði aldrei verið jafn alvarleg frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Kaja Kallas, sagði að allt benti til þess að um viljaverk hefði verið að ræða – að markmið Pútíns væri að storka og að hann kæmi til með að ganga sífellt lengra vegna þess að viðbrögðin hingað til hefðu ekki verið nægilega sterk. Drónaárásir, lofthelgisrof, tölvuárásir og upplýsingaóreiða eru fjölþáttaógnir sem beinast gegn öryggi okkar allra. Markmiðið með þeim er ekki aðeins að skaða innviði heldur einnig að sá vantrausti og skapa sundrung ríkja á milli. Samstaðan er okkar helsti styrkleiki og tilgangurinn að rjúfa hana. Það má ekki takast, Rússum má aldrei takast að hræða okkur frá því að standa með Úkraínu. Brot á alþjóðalögum má aldrei láta óátalin, öllu heldur verður að fylgja þeim eftir með afgerandi viðbrögðum. Við Íslendingar vitum manna best að framtíð okkar og öryggi byggist á því að alþjóðalög séu virt. Sem herlaus þjóð í Norður-Atlantshafi eigum við allt undir því að sameiginlegar leikreglur haldi. Stofnaðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu – NATO – tryggir okkur stöðu innan öflugasta varnarsamstarfs heims. Þá er varnarsamningurinn við Bandaríkin mikilvæg öryggisstoð sem þarf að rækta og efla. Við verðum að standa með félögum okkar á Norðurlöndunum og öðrum NATO-ríkjum. Það er einmitt á tímum sem þessum sem við verðum að sýna festu, standa með bandamönnum okkar og standa vörð um grundvallargildi okkar. Ef við látum ógnir og árásir sundra okkur þá hafa gerendur náð sínu markmiði. Ef við hins vegar stöndum saman þá verður tiltrúin á lýðræði, frelsi og alþjóðalög sterkari en nokkru sinni fyrr. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar