Afsökunarbeiðni Magnús Guðmundsson skrifar 15. júní 2015 07:00 Það fer lítið fyrir sáttinni í samfélaginu þessa dagana. Konur brjóta af sér hlekki feðraveldis, ofbeldis og fordóma. Heilu stéttirnar berjast fyrir réttlátum launum fyrir menntun sína, sérþekkingu og erfiði. Sjúklingar bíða í óvissu um viðeigandi heilbrigðisúrræði. Fimmtíu þúsund Íslendingar mótmæla fiskveiðifrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Afkoma og hagsmunir aldraðra og öryrkja virðast eiga að liggja óbætt hjá garði og svo mætti lengi telja. Við slíkar aðstæður hafa baráttukonur og menn víða góðan málstað að verja og margur fer mikinn. Því miður er þó oft svo að í almennri umræðu fer oft mest fyrir þeim sem hafa hæst og eru glaðastir til yfirlýsinga, fullyrðinga og aðdróttana um það sem þeim finnst standa þeirra ágæta málstað einna helst fyrir þrifum. Þetta blessaða og kappsfulla baráttufólk virðist aldrei hafa hugleitt þau ágætu varnaðarorð að kapp er best með forsjá, heldur fer fram með fullyrðingum og aðdróttunum um stéttir, manneskjur og málefni. Allt í nafni þess að það hafi svo góðan málstað að verja. Engu að síður tekst þessu ágæta fólki oft að vinna málstað sínum meira tjón en gagn. Það virðist ítrekað rugla saman fullyrðingum og staðreyndum, ályktunum og sannindum og svo mætti áfram til telja. Kappið hefur völdin en lítið fer fyrir almennri forsjá og tillitssemi við þær manneskjur sem mögulega verða fyrir aurskriðunni án þess að hafa til þess unnið. Það er nefnilega svo að hjúkrunarfræðingar, þingmenn, ráðherrar, sjómenn, háskólamenntaðir, aldraðir og öryrkjar eiga það öll sameiginlegt að vera manneskjur og af því skyldu orðin miðast. Án undantekninga. En þegar svo er ekki og kappið er haft að leiðarljósi láta viðbrögðin sjaldnast á sér standa og umræðan er komin út í skítkast og skæting um menn og málefni, engum til gagns en kannski einhverjum til gamans. Verði þeim að góðu. Reyndar gefst kappsfullu baráttátufólki sem og reiðum ráðamönnum, sem hafa látið falla einhverjar kjánalegar fullyrðingar í hita leiksins, oft tækifæri til þess að koma umræðunni aftur til betri vegar. En til þess þarf að gera það sem virðist vera óhugsandi í íslenskri umræðu: Að biðjast afsökunar. Fátt eitt getur nefnilega aukið á virðingu manneskju jafn mikið og það að biðjast afsökunar. Því öllum verður okkur á og öll höfum við rangt fyrir okkur af og til. Að viðurkenna vitleysuna í okkur er eitt það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf sem og þann málstað sem við viljum koma á framfæri. Flest erum við meira að segja alin upp við að læra að biðja aðra afsökunar. Segja fyrirgefðu við þá sem við komum illa fram við eða af frekju og yfirgangi. Takast í hendur, horfast í augu og biðjast fyrirgefningar og halda svo áfram með lífið. Engu að síður virðist mörgum slík afsökunarbeiðni vera hin versta ófærð og kjósa frekar að kenna öðrum um eða draga fram hinar ólíklegustu afsakanir og réttlætingar. Fyrir vikið herða margir á skítkastinu og ósættið er algert. Það er því óskandi að allt það ágæta fólk sem tjáir sig mikið um menn og málefni reyni nú að finna hjá sér léttinn yfir því að gangast við eigin vitleysu og frelsunina sem er fólgin í fyrirgefningunni. Því sanngirnin er sátta móðir eins og stendur einhvers staðar og það er nú ekki nema sanngjarnt að maður fái að hafa rangt fyrir sér af og til og á þessum orðum er því hér með beðist afsökunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það fer lítið fyrir sáttinni í samfélaginu þessa dagana. Konur brjóta af sér hlekki feðraveldis, ofbeldis og fordóma. Heilu stéttirnar berjast fyrir réttlátum launum fyrir menntun sína, sérþekkingu og erfiði. Sjúklingar bíða í óvissu um viðeigandi heilbrigðisúrræði. Fimmtíu þúsund Íslendingar mótmæla fiskveiðifrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Afkoma og hagsmunir aldraðra og öryrkja virðast eiga að liggja óbætt hjá garði og svo mætti lengi telja. Við slíkar aðstæður hafa baráttukonur og menn víða góðan málstað að verja og margur fer mikinn. Því miður er þó oft svo að í almennri umræðu fer oft mest fyrir þeim sem hafa hæst og eru glaðastir til yfirlýsinga, fullyrðinga og aðdróttana um það sem þeim finnst standa þeirra ágæta málstað einna helst fyrir þrifum. Þetta blessaða og kappsfulla baráttufólk virðist aldrei hafa hugleitt þau ágætu varnaðarorð að kapp er best með forsjá, heldur fer fram með fullyrðingum og aðdróttunum um stéttir, manneskjur og málefni. Allt í nafni þess að það hafi svo góðan málstað að verja. Engu að síður tekst þessu ágæta fólki oft að vinna málstað sínum meira tjón en gagn. Það virðist ítrekað rugla saman fullyrðingum og staðreyndum, ályktunum og sannindum og svo mætti áfram til telja. Kappið hefur völdin en lítið fer fyrir almennri forsjá og tillitssemi við þær manneskjur sem mögulega verða fyrir aurskriðunni án þess að hafa til þess unnið. Það er nefnilega svo að hjúkrunarfræðingar, þingmenn, ráðherrar, sjómenn, háskólamenntaðir, aldraðir og öryrkjar eiga það öll sameiginlegt að vera manneskjur og af því skyldu orðin miðast. Án undantekninga. En þegar svo er ekki og kappið er haft að leiðarljósi láta viðbrögðin sjaldnast á sér standa og umræðan er komin út í skítkast og skæting um menn og málefni, engum til gagns en kannski einhverjum til gamans. Verði þeim að góðu. Reyndar gefst kappsfullu baráttátufólki sem og reiðum ráðamönnum, sem hafa látið falla einhverjar kjánalegar fullyrðingar í hita leiksins, oft tækifæri til þess að koma umræðunni aftur til betri vegar. En til þess þarf að gera það sem virðist vera óhugsandi í íslenskri umræðu: Að biðjast afsökunar. Fátt eitt getur nefnilega aukið á virðingu manneskju jafn mikið og það að biðjast afsökunar. Því öllum verður okkur á og öll höfum við rangt fyrir okkur af og til. Að viðurkenna vitleysuna í okkur er eitt það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf sem og þann málstað sem við viljum koma á framfæri. Flest erum við meira að segja alin upp við að læra að biðja aðra afsökunar. Segja fyrirgefðu við þá sem við komum illa fram við eða af frekju og yfirgangi. Takast í hendur, horfast í augu og biðjast fyrirgefningar og halda svo áfram með lífið. Engu að síður virðist mörgum slík afsökunarbeiðni vera hin versta ófærð og kjósa frekar að kenna öðrum um eða draga fram hinar ólíklegustu afsakanir og réttlætingar. Fyrir vikið herða margir á skítkastinu og ósættið er algert. Það er því óskandi að allt það ágæta fólk sem tjáir sig mikið um menn og málefni reyni nú að finna hjá sér léttinn yfir því að gangast við eigin vitleysu og frelsunina sem er fólgin í fyrirgefningunni. Því sanngirnin er sátta móðir eins og stendur einhvers staðar og það er nú ekki nema sanngjarnt að maður fái að hafa rangt fyrir sér af og til og á þessum orðum er því hér með beðist afsökunar.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun