Hvernig liti kvennaþingið út? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júní 2015 07:00 Ef litið er til síðustu kosninga og karlarnir fjarlægðir af framboðslistum þá liti kvennaþingið svona út. Óhætt er að segja að Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafi hrist hressilega upp í þingheimi á þriðjudag. Þá lagði hún til að á næsta kjörtímabili yrði málum þannig komið fyrir að í tvö ár sætu aðeins konur á Alþingi. Með því yrði þess minnst rækilega að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. „Konur fá þá tækifæri til að sýna fram á hvort það sé í raun satt, sem haldið er fram, að vinnubrögð kvenna séu með öðrum hætti en vinnubrögð karla. Þingið yrði stutt, það yrði tvö ár, og að loknu því þingi gæti þjóðin sjálf að sjálfsögðu og þeir sem að kosningu koma velt því fyrir sér hvort skynsamlegra væri að hafa kvennaþing,“ sagði Ragnheiður í pontu og konur í salnum hrópuðu heyr, heyr. Fréttablaðið spurði Ragnheiði hvort henni væri full alvara með tillögu sinni um kvennaþingið. „Mér er full alvara með að leggja þessa tillögu fram með það að leiðarljósi að við veltum því fyrir okkur hvernig við breytum vinnulagi, starfsháttum og umræðuhefð í þinginu. Þannig að ég kem ekki með þetta fram af því að það sé sniðugt – eða eitthvert grín. Þetta er ein hugmynd sem ég vil leggja inn til að fá umræðu um með hvaða hætti getum við, viljum við og treystum okkur til að gjörbylta þeirri átakapólitík sem við erum að stunda hér á þingi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort þjóðþingið eigi ekki að endurspegla einhvers konar þverskurð af okkur sem þjóð segir Ragnheiður að hún sé því sammála í grunninn. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekkert jafnrétti til í þessu en konur geta alveg verið þverskurður af samfélaginu eins og 60 prósent karlar geta verið það. Þannig að þverskurður af samfélaginu getur birst þó kynið sé aðeins eitt, með tilliti til menntunar, búsetu og svo framvegis. En þetta er fyrst og síðast hugmynd til að vekja okkur til umhugsunar um að breyta hér taktík. Þetta er framlag til umræðunnar,“ segir Ragnheiður. Fréttablaðið ákvað að skoða hvernig Alþingi væri skipað í dag ef aðeins sætu þar konur. Horft var á framboðslista við síðustu kosningar og karlarnir einfaldlega fjarlægðir þar til eftir stóðu jafn margar konur og þingmenn hvers flokks í hverju kjördæmi fyrir sig. Alþingi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Óhætt er að segja að Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafi hrist hressilega upp í þingheimi á þriðjudag. Þá lagði hún til að á næsta kjörtímabili yrði málum þannig komið fyrir að í tvö ár sætu aðeins konur á Alþingi. Með því yrði þess minnst rækilega að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. „Konur fá þá tækifæri til að sýna fram á hvort það sé í raun satt, sem haldið er fram, að vinnubrögð kvenna séu með öðrum hætti en vinnubrögð karla. Þingið yrði stutt, það yrði tvö ár, og að loknu því þingi gæti þjóðin sjálf að sjálfsögðu og þeir sem að kosningu koma velt því fyrir sér hvort skynsamlegra væri að hafa kvennaþing,“ sagði Ragnheiður í pontu og konur í salnum hrópuðu heyr, heyr. Fréttablaðið spurði Ragnheiði hvort henni væri full alvara með tillögu sinni um kvennaþingið. „Mér er full alvara með að leggja þessa tillögu fram með það að leiðarljósi að við veltum því fyrir okkur hvernig við breytum vinnulagi, starfsháttum og umræðuhefð í þinginu. Þannig að ég kem ekki með þetta fram af því að það sé sniðugt – eða eitthvert grín. Þetta er ein hugmynd sem ég vil leggja inn til að fá umræðu um með hvaða hætti getum við, viljum við og treystum okkur til að gjörbylta þeirri átakapólitík sem við erum að stunda hér á þingi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort þjóðþingið eigi ekki að endurspegla einhvers konar þverskurð af okkur sem þjóð segir Ragnheiður að hún sé því sammála í grunninn. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekkert jafnrétti til í þessu en konur geta alveg verið þverskurður af samfélaginu eins og 60 prósent karlar geta verið það. Þannig að þverskurður af samfélaginu getur birst þó kynið sé aðeins eitt, með tilliti til menntunar, búsetu og svo framvegis. En þetta er fyrst og síðast hugmynd til að vekja okkur til umhugsunar um að breyta hér taktík. Þetta er framlag til umræðunnar,“ segir Ragnheiður. Fréttablaðið ákvað að skoða hvernig Alþingi væri skipað í dag ef aðeins sætu þar konur. Horft var á framboðslista við síðustu kosningar og karlarnir einfaldlega fjarlægðir þar til eftir stóðu jafn margar konur og þingmenn hvers flokks í hverju kjördæmi fyrir sig.
Alþingi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira