Innlent

Eftir­köstin af gjald­þroti Play og friðar­á­ætlun á Gasa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um þau tíðindi sem bárust í gær þess efnis að flugfélagið Play væri hætt starfsemi. 

Áhrifa þeirrar tilkynningar gætir auðvitað enn og við tölum við nokkra sem því tengjast. 

Meðal viðmælenda verða ráðherrar úr ríkisstjórninni en fundi hennar var að ljúka. Einnig verður rætt við forsprakka ferðaþjónustunnar hér á landi og að auki heyrum við í Jóni Þór Þorvaldssyni formanni hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna.

Að lokum spjöllum við við tvær konur sem eru strandaglópar í góða veðrinu í Split í Króatíu og segjast taka því verkefni með stóískri ró og æðruleysi. 

Og af öðrum málum fjöllum við um friðartillögu Bandaríkjaforseta á Gasa sem Ísraelar hafa samþykkt fyrir sitt leiti en óljóst er um viðbrögð Hamas. 

Í sportpakka dagsins förum við yfir spennandi leik í Bestu deild kvenna í dag og fjöllum um óvænt brotthvarf þjálfara Vestra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×