Innlent

Hópslagsmál og hundaárás

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla bókaði 58 mál á vaktinni í nótt.
Lögregla bókaði 58 mál á vaktinni í nótt.

Alls voru 58 mál bókuð á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Lögreglu bárust meðal annars aðstoðarbeiðnir vegna ógnandi manna í miðborginni og hópslagsmála í póstnúmerinu 104.

Þá var óskað eftir aðstoð vegna árásar hunds á annan hund í póstnúmerinu 109 og vegna einstaklings sem var „með leiðindi“ við veitingahús í Kópavogi. Tilkynnt var um þjófnað úr bifreið í 109 og þjófnað á fartölvu í 110.

Nokkrar tilkynningar bárust um umferðaróhöpp, meðal annars í Hafnarfirði, þar sem tveir hjólbarðar bifreiðar sprungu þegar hún ók á aðskotahlut á veginum. Þá skullu tvær bifreiðar saman í 109 og í 108 rann bifreið til á veginum og endaði á ljósastaur.

Engin slys urðu á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×