Hvernig liti kvennaþingið út? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júní 2015 07:00 Ef litið er til síðustu kosninga og karlarnir fjarlægðir af framboðslistum þá liti kvennaþingið svona út. Óhætt er að segja að Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafi hrist hressilega upp í þingheimi á þriðjudag. Þá lagði hún til að á næsta kjörtímabili yrði málum þannig komið fyrir að í tvö ár sætu aðeins konur á Alþingi. Með því yrði þess minnst rækilega að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. „Konur fá þá tækifæri til að sýna fram á hvort það sé í raun satt, sem haldið er fram, að vinnubrögð kvenna séu með öðrum hætti en vinnubrögð karla. Þingið yrði stutt, það yrði tvö ár, og að loknu því þingi gæti þjóðin sjálf að sjálfsögðu og þeir sem að kosningu koma velt því fyrir sér hvort skynsamlegra væri að hafa kvennaþing,“ sagði Ragnheiður í pontu og konur í salnum hrópuðu heyr, heyr. Fréttablaðið spurði Ragnheiði hvort henni væri full alvara með tillögu sinni um kvennaþingið. „Mér er full alvara með að leggja þessa tillögu fram með það að leiðarljósi að við veltum því fyrir okkur hvernig við breytum vinnulagi, starfsháttum og umræðuhefð í þinginu. Þannig að ég kem ekki með þetta fram af því að það sé sniðugt – eða eitthvert grín. Þetta er ein hugmynd sem ég vil leggja inn til að fá umræðu um með hvaða hætti getum við, viljum við og treystum okkur til að gjörbylta þeirri átakapólitík sem við erum að stunda hér á þingi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort þjóðþingið eigi ekki að endurspegla einhvers konar þverskurð af okkur sem þjóð segir Ragnheiður að hún sé því sammála í grunninn. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekkert jafnrétti til í þessu en konur geta alveg verið þverskurður af samfélaginu eins og 60 prósent karlar geta verið það. Þannig að þverskurður af samfélaginu getur birst þó kynið sé aðeins eitt, með tilliti til menntunar, búsetu og svo framvegis. En þetta er fyrst og síðast hugmynd til að vekja okkur til umhugsunar um að breyta hér taktík. Þetta er framlag til umræðunnar,“ segir Ragnheiður. Fréttablaðið ákvað að skoða hvernig Alþingi væri skipað í dag ef aðeins sætu þar konur. Horft var á framboðslista við síðustu kosningar og karlarnir einfaldlega fjarlægðir þar til eftir stóðu jafn margar konur og þingmenn hvers flokks í hverju kjördæmi fyrir sig. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Óhætt er að segja að Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafi hrist hressilega upp í þingheimi á þriðjudag. Þá lagði hún til að á næsta kjörtímabili yrði málum þannig komið fyrir að í tvö ár sætu aðeins konur á Alþingi. Með því yrði þess minnst rækilega að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. „Konur fá þá tækifæri til að sýna fram á hvort það sé í raun satt, sem haldið er fram, að vinnubrögð kvenna séu með öðrum hætti en vinnubrögð karla. Þingið yrði stutt, það yrði tvö ár, og að loknu því þingi gæti þjóðin sjálf að sjálfsögðu og þeir sem að kosningu koma velt því fyrir sér hvort skynsamlegra væri að hafa kvennaþing,“ sagði Ragnheiður í pontu og konur í salnum hrópuðu heyr, heyr. Fréttablaðið spurði Ragnheiði hvort henni væri full alvara með tillögu sinni um kvennaþingið. „Mér er full alvara með að leggja þessa tillögu fram með það að leiðarljósi að við veltum því fyrir okkur hvernig við breytum vinnulagi, starfsháttum og umræðuhefð í þinginu. Þannig að ég kem ekki með þetta fram af því að það sé sniðugt – eða eitthvert grín. Þetta er ein hugmynd sem ég vil leggja inn til að fá umræðu um með hvaða hætti getum við, viljum við og treystum okkur til að gjörbylta þeirri átakapólitík sem við erum að stunda hér á þingi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort þjóðþingið eigi ekki að endurspegla einhvers konar þverskurð af okkur sem þjóð segir Ragnheiður að hún sé því sammála í grunninn. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekkert jafnrétti til í þessu en konur geta alveg verið þverskurður af samfélaginu eins og 60 prósent karlar geta verið það. Þannig að þverskurður af samfélaginu getur birst þó kynið sé aðeins eitt, með tilliti til menntunar, búsetu og svo framvegis. En þetta er fyrst og síðast hugmynd til að vekja okkur til umhugsunar um að breyta hér taktík. Þetta er framlag til umræðunnar,“ segir Ragnheiður. Fréttablaðið ákvað að skoða hvernig Alþingi væri skipað í dag ef aðeins sætu þar konur. Horft var á framboðslista við síðustu kosningar og karlarnir einfaldlega fjarlægðir þar til eftir stóðu jafn margar konur og þingmenn hvers flokks í hverju kjördæmi fyrir sig.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira