Karlar spegla sig Magnús Guðmundsson skrifar 18. maí 2015 07:00 Svisslendingur frá Seyðisfirði er búinn að gera allt vitlaust í Feyneyjum á Ítalíu. Christoph Büchel setti upp mosku í ónotaðri og afhelgaðri kaþólskri kirkju á Feneyjatvíæringnum, virtustu og eftirsóttustu myndlistarhátíð heims, og moskan er framlag Íslands í ár. Flestum er þetta kunnugt en þó er ágætt að hafa í huga að þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk Christoph Büchel hrista upp í listheiminum og jafnvel heilu samfélögunum – langt frá því. Á meðal verka Büchel má nefna sviðsetningu á kynlífsklúbbi í Vín, sýning á eigum heimilislausra í New York og að breyta fínu galleríi í London í félagsmiðstöð. Allt eru þetta ágætis dæmi um vandlega úthugsuð, áleitin og ögrandi verk við ríkjandi vald, hugmyndir okkar og samfélag. Christoph Büchel virðist hafa tekist sérstaklega vel upp í Feneyjum. Ekki einungis afmarkaður heimur listarinnar heldur samfélagið allt tekur þátt í deilum og umræðum um stöðu verksins, orsakir og afleiðingar. Umræðan nær líka alla leiðina hingað heim og þá ekki aðeins til listheimsins heldur út á meðal almennings. Sitt sýnist hverjum en aðalatriðið er að við tökum umræðuna og berum vonandi gæfu til þess að sjá samhengið við okkar eigið litla samfélag. Á sama tíma og svissneski Seyðfirðingurinn er að hræra í samfélaginu í Feneyjum eru listakonur frá New York að pota í okkur hérna heima – sum okkar að minnsta kosti. Verk Guerilla Girls sem prýðir austurhlið tollhússins í Reykjavík er beinskeytt og áleitið verk. Listakonurnar frá New York hafa verið harðar í gagnrýni sinni á mjög svo skertan hlut og möguleika kvenna í listum og menningu síðustu þrjátíu árin. Á þessu er engin breyting hér. Eins og oft áður nýta þær sér tölulegar staðreyndir og að þessu sinni sýna þær fram á hversu mikið hallar á konur í íslenskri kvikmyndagerð. Sjón er sögu ríkari. Ekki er þó hægt að segja að hinn karllægi heimur íslenskra kvikmynda bregðist við með þroskuðum hætti. Helst er að karlmenn í faginu leggi sig fram um að sýna með súluritum að það sé í raun alls ekki svo slæmt að vera kvikmyndagerðarkona á Íslandi. En kvikmyndirnar tala sínu máli. Flestar leiknar bíómyndir á Íslandi eru skrifaðar af körlum, leikstýrt af körlum, karlleikarar eru í meirihluta og þar af leiðir að þær fjalla að mestu leyti um hlutskipti karla. Það sér hver heilvita manneskja vonandi að þetta er ekki gott – ekki síst í ljósi þess að um helmingur þjóðarinnar eru konur. Verk Guerilla Girls og moska Büchel eru sett fram til þess að benda okkur á það sem við þurfum að takast á við og síðan stíga listamennirnir frá. Nú er það samfélagsins að taka við. Kvikmyndasamfélagið á Íslandi þarf að horfast í augu við að þetta er ekki nógu gott. Við eigum öll að geta speglað okkur í listinni – ekki aðeins karlar, heldur líka konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Svisslendingur frá Seyðisfirði er búinn að gera allt vitlaust í Feyneyjum á Ítalíu. Christoph Büchel setti upp mosku í ónotaðri og afhelgaðri kaþólskri kirkju á Feneyjatvíæringnum, virtustu og eftirsóttustu myndlistarhátíð heims, og moskan er framlag Íslands í ár. Flestum er þetta kunnugt en þó er ágætt að hafa í huga að þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk Christoph Büchel hrista upp í listheiminum og jafnvel heilu samfélögunum – langt frá því. Á meðal verka Büchel má nefna sviðsetningu á kynlífsklúbbi í Vín, sýning á eigum heimilislausra í New York og að breyta fínu galleríi í London í félagsmiðstöð. Allt eru þetta ágætis dæmi um vandlega úthugsuð, áleitin og ögrandi verk við ríkjandi vald, hugmyndir okkar og samfélag. Christoph Büchel virðist hafa tekist sérstaklega vel upp í Feneyjum. Ekki einungis afmarkaður heimur listarinnar heldur samfélagið allt tekur þátt í deilum og umræðum um stöðu verksins, orsakir og afleiðingar. Umræðan nær líka alla leiðina hingað heim og þá ekki aðeins til listheimsins heldur út á meðal almennings. Sitt sýnist hverjum en aðalatriðið er að við tökum umræðuna og berum vonandi gæfu til þess að sjá samhengið við okkar eigið litla samfélag. Á sama tíma og svissneski Seyðfirðingurinn er að hræra í samfélaginu í Feneyjum eru listakonur frá New York að pota í okkur hérna heima – sum okkar að minnsta kosti. Verk Guerilla Girls sem prýðir austurhlið tollhússins í Reykjavík er beinskeytt og áleitið verk. Listakonurnar frá New York hafa verið harðar í gagnrýni sinni á mjög svo skertan hlut og möguleika kvenna í listum og menningu síðustu þrjátíu árin. Á þessu er engin breyting hér. Eins og oft áður nýta þær sér tölulegar staðreyndir og að þessu sinni sýna þær fram á hversu mikið hallar á konur í íslenskri kvikmyndagerð. Sjón er sögu ríkari. Ekki er þó hægt að segja að hinn karllægi heimur íslenskra kvikmynda bregðist við með þroskuðum hætti. Helst er að karlmenn í faginu leggi sig fram um að sýna með súluritum að það sé í raun alls ekki svo slæmt að vera kvikmyndagerðarkona á Íslandi. En kvikmyndirnar tala sínu máli. Flestar leiknar bíómyndir á Íslandi eru skrifaðar af körlum, leikstýrt af körlum, karlleikarar eru í meirihluta og þar af leiðir að þær fjalla að mestu leyti um hlutskipti karla. Það sér hver heilvita manneskja vonandi að þetta er ekki gott – ekki síst í ljósi þess að um helmingur þjóðarinnar eru konur. Verk Guerilla Girls og moska Büchel eru sett fram til þess að benda okkur á það sem við þurfum að takast á við og síðan stíga listamennirnir frá. Nú er það samfélagsins að taka við. Kvikmyndasamfélagið á Íslandi þarf að horfast í augu við að þetta er ekki nógu gott. Við eigum öll að geta speglað okkur í listinni – ekki aðeins karlar, heldur líka konur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun