Karlar spegla sig Magnús Guðmundsson skrifar 18. maí 2015 07:00 Svisslendingur frá Seyðisfirði er búinn að gera allt vitlaust í Feyneyjum á Ítalíu. Christoph Büchel setti upp mosku í ónotaðri og afhelgaðri kaþólskri kirkju á Feneyjatvíæringnum, virtustu og eftirsóttustu myndlistarhátíð heims, og moskan er framlag Íslands í ár. Flestum er þetta kunnugt en þó er ágætt að hafa í huga að þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk Christoph Büchel hrista upp í listheiminum og jafnvel heilu samfélögunum – langt frá því. Á meðal verka Büchel má nefna sviðsetningu á kynlífsklúbbi í Vín, sýning á eigum heimilislausra í New York og að breyta fínu galleríi í London í félagsmiðstöð. Allt eru þetta ágætis dæmi um vandlega úthugsuð, áleitin og ögrandi verk við ríkjandi vald, hugmyndir okkar og samfélag. Christoph Büchel virðist hafa tekist sérstaklega vel upp í Feneyjum. Ekki einungis afmarkaður heimur listarinnar heldur samfélagið allt tekur þátt í deilum og umræðum um stöðu verksins, orsakir og afleiðingar. Umræðan nær líka alla leiðina hingað heim og þá ekki aðeins til listheimsins heldur út á meðal almennings. Sitt sýnist hverjum en aðalatriðið er að við tökum umræðuna og berum vonandi gæfu til þess að sjá samhengið við okkar eigið litla samfélag. Á sama tíma og svissneski Seyðfirðingurinn er að hræra í samfélaginu í Feneyjum eru listakonur frá New York að pota í okkur hérna heima – sum okkar að minnsta kosti. Verk Guerilla Girls sem prýðir austurhlið tollhússins í Reykjavík er beinskeytt og áleitið verk. Listakonurnar frá New York hafa verið harðar í gagnrýni sinni á mjög svo skertan hlut og möguleika kvenna í listum og menningu síðustu þrjátíu árin. Á þessu er engin breyting hér. Eins og oft áður nýta þær sér tölulegar staðreyndir og að þessu sinni sýna þær fram á hversu mikið hallar á konur í íslenskri kvikmyndagerð. Sjón er sögu ríkari. Ekki er þó hægt að segja að hinn karllægi heimur íslenskra kvikmynda bregðist við með þroskuðum hætti. Helst er að karlmenn í faginu leggi sig fram um að sýna með súluritum að það sé í raun alls ekki svo slæmt að vera kvikmyndagerðarkona á Íslandi. En kvikmyndirnar tala sínu máli. Flestar leiknar bíómyndir á Íslandi eru skrifaðar af körlum, leikstýrt af körlum, karlleikarar eru í meirihluta og þar af leiðir að þær fjalla að mestu leyti um hlutskipti karla. Það sér hver heilvita manneskja vonandi að þetta er ekki gott – ekki síst í ljósi þess að um helmingur þjóðarinnar eru konur. Verk Guerilla Girls og moska Büchel eru sett fram til þess að benda okkur á það sem við þurfum að takast á við og síðan stíga listamennirnir frá. Nú er það samfélagsins að taka við. Kvikmyndasamfélagið á Íslandi þarf að horfast í augu við að þetta er ekki nógu gott. Við eigum öll að geta speglað okkur í listinni – ekki aðeins karlar, heldur líka konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Svisslendingur frá Seyðisfirði er búinn að gera allt vitlaust í Feyneyjum á Ítalíu. Christoph Büchel setti upp mosku í ónotaðri og afhelgaðri kaþólskri kirkju á Feneyjatvíæringnum, virtustu og eftirsóttustu myndlistarhátíð heims, og moskan er framlag Íslands í ár. Flestum er þetta kunnugt en þó er ágætt að hafa í huga að þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk Christoph Büchel hrista upp í listheiminum og jafnvel heilu samfélögunum – langt frá því. Á meðal verka Büchel má nefna sviðsetningu á kynlífsklúbbi í Vín, sýning á eigum heimilislausra í New York og að breyta fínu galleríi í London í félagsmiðstöð. Allt eru þetta ágætis dæmi um vandlega úthugsuð, áleitin og ögrandi verk við ríkjandi vald, hugmyndir okkar og samfélag. Christoph Büchel virðist hafa tekist sérstaklega vel upp í Feneyjum. Ekki einungis afmarkaður heimur listarinnar heldur samfélagið allt tekur þátt í deilum og umræðum um stöðu verksins, orsakir og afleiðingar. Umræðan nær líka alla leiðina hingað heim og þá ekki aðeins til listheimsins heldur út á meðal almennings. Sitt sýnist hverjum en aðalatriðið er að við tökum umræðuna og berum vonandi gæfu til þess að sjá samhengið við okkar eigið litla samfélag. Á sama tíma og svissneski Seyðfirðingurinn er að hræra í samfélaginu í Feneyjum eru listakonur frá New York að pota í okkur hérna heima – sum okkar að minnsta kosti. Verk Guerilla Girls sem prýðir austurhlið tollhússins í Reykjavík er beinskeytt og áleitið verk. Listakonurnar frá New York hafa verið harðar í gagnrýni sinni á mjög svo skertan hlut og möguleika kvenna í listum og menningu síðustu þrjátíu árin. Á þessu er engin breyting hér. Eins og oft áður nýta þær sér tölulegar staðreyndir og að þessu sinni sýna þær fram á hversu mikið hallar á konur í íslenskri kvikmyndagerð. Sjón er sögu ríkari. Ekki er þó hægt að segja að hinn karllægi heimur íslenskra kvikmynda bregðist við með þroskuðum hætti. Helst er að karlmenn í faginu leggi sig fram um að sýna með súluritum að það sé í raun alls ekki svo slæmt að vera kvikmyndagerðarkona á Íslandi. En kvikmyndirnar tala sínu máli. Flestar leiknar bíómyndir á Íslandi eru skrifaðar af körlum, leikstýrt af körlum, karlleikarar eru í meirihluta og þar af leiðir að þær fjalla að mestu leyti um hlutskipti karla. Það sér hver heilvita manneskja vonandi að þetta er ekki gott – ekki síst í ljósi þess að um helmingur þjóðarinnar eru konur. Verk Guerilla Girls og moska Büchel eru sett fram til þess að benda okkur á það sem við þurfum að takast á við og síðan stíga listamennirnir frá. Nú er það samfélagsins að taka við. Kvikmyndasamfélagið á Íslandi þarf að horfast í augu við að þetta er ekki nógu gott. Við eigum öll að geta speglað okkur í listinni – ekki aðeins karlar, heldur líka konur.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar