Auðlindir í þjóðareign Stefán Jón Hafstein skrifar 5. maí 2015 07:00 Ef stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir auðlindum þjóðarinnar er þeim ekki treystandi fyrir neinu. Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi. Mjög varlega áætlað á hver Íslendingur 4-6 milljónir króna í náttúruauðlindum og trúlegt er að þessi upphæð sé mun hærri. Það er gagnlegt að velta fyrir sér hve vellauðug þjóðin er. Það var einmitt gert á málþingi um auðlindir í þjóðareign á dögunum. Dr. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur fræddi fullt hús gesta um það að líklega sé heildarverðmæti fiskistofnanna við Ísland 1.100-1.200 milljarðar króna. Fáir gera sér líklega ljóst hve jarðvarmi til húshitunar er okkur dýrmætur. Sparnaður okkar af jarðhitaveitum er afar mikill og heildarverðmæti á bilinu 235-460 milljarðar króna. Er þá ótalin þriðja stóra auðlindin sem er fallorka og jarðhiti til rafmangsframleiðslu. Því miður er það nú almennt viðurkennd staðreynd að arðsemi orkufyrirtækja er lítil. Gagnvart almennum neytendum birtist lág arðsemi í mun lægri rafmagnsreikningum en gerist í grannríkjum svo ekki er hægt að kvarta, en því miður fá erlend stóriðjuver að njóta kostakjara af þessari mikilvægu auðlind líka. Verðmæti þeirrar orku sem nú er virkjuð með fallorku og jarðhita til rafmagnsframleiðslu er á bilinu 20-100 milljarðar króna og tekur stóriðja mest af arðinum. Samtals erum við því með 1.300-1.800 milljarða virði í gjöfum guðs og enn er eftir að virkja upp í helming af möguleikum landsins í fallorku og jarðhita. Er þá engu spáð um hugsanlegan olíufund.Ómetanlegar auðlindir En hvað með náttúru landsins sem lokkar að ferðamenn? Hér ræðum við stundum um ómetanleg gæði. Hagfræðingar viðurkenna að aðferðir þeirra til að meta slík verðmæti eru ekki háþróaðar. En það má leita leiða. Ferðaþjónusta skapar 300 milljarða í gjaldeyristekjur á ári, 80% ferðamanna segjast koma vegna náttúru landsins. Ef hér væri engin áhugaverð náttúra myndu árlegar gjaldeyristekjur hugsanlega skerðast um 240 milljarða. Og eru þá ótalin sóknarfærin í framtíðinni. Það er ákaflega mikilvægt að gera sér grein fyrir því að „ómetanlegar“ auðlindir eru að öllum líkindum mun meira virði en við höfum ennþá ímyndað okkur eins og þróun síðustu ára sýnir. Afleiðingarnar geta verið miklar ef við gætum ekki að. Þannig verður „ódýrara“ að leggja háspennulínur yfir hálendið en fara lengri leið, en þá og því aðeins að ósnortið hálendið sé metið lítils virði. Allt eins mætti reikna út að dýrasta leiðin sé sú sem eyðileggur mest af „ómetanlegum“ auðlindum.Hvað með arðinn af þessu öllu? Á málþinginu fór Indriði H. Þorláksson hagfræðingur yfir rentuna, eða arðinn, sem skapast af nýtingu þessara auðæva. Hér kemur í ljós hve hagstæðar hitaveitur okkar eru: Auðlindarentan sem rennur beint til okkar í formi lægri hitunarkostnaðar við húsin, sundlaugarnar og allt það er næstum 70 milljarðar króna á ári. Sambærileg tala fyrir raforku til almennra notenda er 3-5 milljarðar króna. En svo versnar í því þegar kemur að sölu til stóriðjuvera. Áætluð auðlindarenta af þeirri orku er 20-28 milljarðar á ári en hún rennur til eigenda verksmiðjanna en ekki eigenda auðlindarinnar vegna þess hve illa hefur verið samið. Indriði H. Þorláksson metur síðan auðlindarentuna í sjávarútvegi á meira en 50 milljarða og Jón Steinsson hagfræðingur er á svipuðu róli í nýlegri grein. Veiðigjöldin til þjóðarinnar eru lágt hlutfall af þessari rentu, um níu milljarðar, og renna því meira en 40 milljarðar af auðlindarentunni til útgerðarfyrirtækja sem eru í eigu nokkurra hundraða Íslendinga.Hinar pólitísku ályktanir Það eru ekki margir málsmetandi menn sem hafna því nú að orkuverð til stóriðju sé alltof lágt. Arðsemi orkufyrirtækjanna er óviðunandi sem væri verjandi ef almenningur nyti, en fráleitt þegar um er að ræða erlenda auðhringi. Í sjávarútvegi fá innlend fyrirtæki rentuna, en skiptingin milli þeirra og eiganda auðlindarinnar er út í hött. Þetta má sjá skýrt af dæminu með makrílinn. Þessi nýja auðlind synti inn í landhelgina stuttu eftir Hrun, búhnykkurinn mikli kom og það var landhelgi þjóðarinnar og lýðveldi sem tóku við. Nú er verðmæti aflaheimilda í makríl metið á 150-200 milljarða og á að afhenda útvöldum fyrirtækjum til frjálsrar notkunar og framsals næstu sex ár – og tæknilega séð um alla framtíð. Auðvelt hefði verið að selja þeim tímabundnar veiðiheimildir á sambærilegu verði og sömu fyrirtæki kaupa makrílveiðar af Færeyingum og Grænlendingum. En svo er alls ekki heldur reynt að búa svo um hnúta, án ákvæðis um þjóðareign í nýjum lögum, að útgerðirnar hafi þennan fisk til nýtingar, framsals, veðsetningar og leigu til annarra eins og þeim sýnist. Eins og Jón Steinsson hagfræðingur segir, þetta er eins og að gefa burt gullið úr námunni með því skilyrði að maður fái að vinna við gröftinn sjálfur. Vill þjóðin ekki skipta öllu gullinu sínu með réttlátum hætti? Svarið birtist meðal annars þessa dagana í öflugri undirskriftasöfnun á vefsíðunni þjóðareign.is.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ef stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir auðlindum þjóðarinnar er þeim ekki treystandi fyrir neinu. Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi. Mjög varlega áætlað á hver Íslendingur 4-6 milljónir króna í náttúruauðlindum og trúlegt er að þessi upphæð sé mun hærri. Það er gagnlegt að velta fyrir sér hve vellauðug þjóðin er. Það var einmitt gert á málþingi um auðlindir í þjóðareign á dögunum. Dr. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur fræddi fullt hús gesta um það að líklega sé heildarverðmæti fiskistofnanna við Ísland 1.100-1.200 milljarðar króna. Fáir gera sér líklega ljóst hve jarðvarmi til húshitunar er okkur dýrmætur. Sparnaður okkar af jarðhitaveitum er afar mikill og heildarverðmæti á bilinu 235-460 milljarðar króna. Er þá ótalin þriðja stóra auðlindin sem er fallorka og jarðhiti til rafmangsframleiðslu. Því miður er það nú almennt viðurkennd staðreynd að arðsemi orkufyrirtækja er lítil. Gagnvart almennum neytendum birtist lág arðsemi í mun lægri rafmagnsreikningum en gerist í grannríkjum svo ekki er hægt að kvarta, en því miður fá erlend stóriðjuver að njóta kostakjara af þessari mikilvægu auðlind líka. Verðmæti þeirrar orku sem nú er virkjuð með fallorku og jarðhita til rafmagnsframleiðslu er á bilinu 20-100 milljarðar króna og tekur stóriðja mest af arðinum. Samtals erum við því með 1.300-1.800 milljarða virði í gjöfum guðs og enn er eftir að virkja upp í helming af möguleikum landsins í fallorku og jarðhita. Er þá engu spáð um hugsanlegan olíufund.Ómetanlegar auðlindir En hvað með náttúru landsins sem lokkar að ferðamenn? Hér ræðum við stundum um ómetanleg gæði. Hagfræðingar viðurkenna að aðferðir þeirra til að meta slík verðmæti eru ekki háþróaðar. En það má leita leiða. Ferðaþjónusta skapar 300 milljarða í gjaldeyristekjur á ári, 80% ferðamanna segjast koma vegna náttúru landsins. Ef hér væri engin áhugaverð náttúra myndu árlegar gjaldeyristekjur hugsanlega skerðast um 240 milljarða. Og eru þá ótalin sóknarfærin í framtíðinni. Það er ákaflega mikilvægt að gera sér grein fyrir því að „ómetanlegar“ auðlindir eru að öllum líkindum mun meira virði en við höfum ennþá ímyndað okkur eins og þróun síðustu ára sýnir. Afleiðingarnar geta verið miklar ef við gætum ekki að. Þannig verður „ódýrara“ að leggja háspennulínur yfir hálendið en fara lengri leið, en þá og því aðeins að ósnortið hálendið sé metið lítils virði. Allt eins mætti reikna út að dýrasta leiðin sé sú sem eyðileggur mest af „ómetanlegum“ auðlindum.Hvað með arðinn af þessu öllu? Á málþinginu fór Indriði H. Þorláksson hagfræðingur yfir rentuna, eða arðinn, sem skapast af nýtingu þessara auðæva. Hér kemur í ljós hve hagstæðar hitaveitur okkar eru: Auðlindarentan sem rennur beint til okkar í formi lægri hitunarkostnaðar við húsin, sundlaugarnar og allt það er næstum 70 milljarðar króna á ári. Sambærileg tala fyrir raforku til almennra notenda er 3-5 milljarðar króna. En svo versnar í því þegar kemur að sölu til stóriðjuvera. Áætluð auðlindarenta af þeirri orku er 20-28 milljarðar á ári en hún rennur til eigenda verksmiðjanna en ekki eigenda auðlindarinnar vegna þess hve illa hefur verið samið. Indriði H. Þorláksson metur síðan auðlindarentuna í sjávarútvegi á meira en 50 milljarða og Jón Steinsson hagfræðingur er á svipuðu róli í nýlegri grein. Veiðigjöldin til þjóðarinnar eru lágt hlutfall af þessari rentu, um níu milljarðar, og renna því meira en 40 milljarðar af auðlindarentunni til útgerðarfyrirtækja sem eru í eigu nokkurra hundraða Íslendinga.Hinar pólitísku ályktanir Það eru ekki margir málsmetandi menn sem hafna því nú að orkuverð til stóriðju sé alltof lágt. Arðsemi orkufyrirtækjanna er óviðunandi sem væri verjandi ef almenningur nyti, en fráleitt þegar um er að ræða erlenda auðhringi. Í sjávarútvegi fá innlend fyrirtæki rentuna, en skiptingin milli þeirra og eiganda auðlindarinnar er út í hött. Þetta má sjá skýrt af dæminu með makrílinn. Þessi nýja auðlind synti inn í landhelgina stuttu eftir Hrun, búhnykkurinn mikli kom og það var landhelgi þjóðarinnar og lýðveldi sem tóku við. Nú er verðmæti aflaheimilda í makríl metið á 150-200 milljarða og á að afhenda útvöldum fyrirtækjum til frjálsrar notkunar og framsals næstu sex ár – og tæknilega séð um alla framtíð. Auðvelt hefði verið að selja þeim tímabundnar veiðiheimildir á sambærilegu verði og sömu fyrirtæki kaupa makrílveiðar af Færeyingum og Grænlendingum. En svo er alls ekki heldur reynt að búa svo um hnúta, án ákvæðis um þjóðareign í nýjum lögum, að útgerðirnar hafi þennan fisk til nýtingar, framsals, veðsetningar og leigu til annarra eins og þeim sýnist. Eins og Jón Steinsson hagfræðingur segir, þetta er eins og að gefa burt gullið úr námunni með því skilyrði að maður fái að vinna við gröftinn sjálfur. Vill þjóðin ekki skipta öllu gullinu sínu með réttlátum hætti? Svarið birtist meðal annars þessa dagana í öflugri undirskriftasöfnun á vefsíðunni þjóðareign.is.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar