Auðlindir í þjóðareign Stefán Jón Hafstein skrifar 5. maí 2015 07:00 Ef stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir auðlindum þjóðarinnar er þeim ekki treystandi fyrir neinu. Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi. Mjög varlega áætlað á hver Íslendingur 4-6 milljónir króna í náttúruauðlindum og trúlegt er að þessi upphæð sé mun hærri. Það er gagnlegt að velta fyrir sér hve vellauðug þjóðin er. Það var einmitt gert á málþingi um auðlindir í þjóðareign á dögunum. Dr. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur fræddi fullt hús gesta um það að líklega sé heildarverðmæti fiskistofnanna við Ísland 1.100-1.200 milljarðar króna. Fáir gera sér líklega ljóst hve jarðvarmi til húshitunar er okkur dýrmætur. Sparnaður okkar af jarðhitaveitum er afar mikill og heildarverðmæti á bilinu 235-460 milljarðar króna. Er þá ótalin þriðja stóra auðlindin sem er fallorka og jarðhiti til rafmangsframleiðslu. Því miður er það nú almennt viðurkennd staðreynd að arðsemi orkufyrirtækja er lítil. Gagnvart almennum neytendum birtist lág arðsemi í mun lægri rafmagnsreikningum en gerist í grannríkjum svo ekki er hægt að kvarta, en því miður fá erlend stóriðjuver að njóta kostakjara af þessari mikilvægu auðlind líka. Verðmæti þeirrar orku sem nú er virkjuð með fallorku og jarðhita til rafmagnsframleiðslu er á bilinu 20-100 milljarðar króna og tekur stóriðja mest af arðinum. Samtals erum við því með 1.300-1.800 milljarða virði í gjöfum guðs og enn er eftir að virkja upp í helming af möguleikum landsins í fallorku og jarðhita. Er þá engu spáð um hugsanlegan olíufund.Ómetanlegar auðlindir En hvað með náttúru landsins sem lokkar að ferðamenn? Hér ræðum við stundum um ómetanleg gæði. Hagfræðingar viðurkenna að aðferðir þeirra til að meta slík verðmæti eru ekki háþróaðar. En það má leita leiða. Ferðaþjónusta skapar 300 milljarða í gjaldeyristekjur á ári, 80% ferðamanna segjast koma vegna náttúru landsins. Ef hér væri engin áhugaverð náttúra myndu árlegar gjaldeyristekjur hugsanlega skerðast um 240 milljarða. Og eru þá ótalin sóknarfærin í framtíðinni. Það er ákaflega mikilvægt að gera sér grein fyrir því að „ómetanlegar“ auðlindir eru að öllum líkindum mun meira virði en við höfum ennþá ímyndað okkur eins og þróun síðustu ára sýnir. Afleiðingarnar geta verið miklar ef við gætum ekki að. Þannig verður „ódýrara“ að leggja háspennulínur yfir hálendið en fara lengri leið, en þá og því aðeins að ósnortið hálendið sé metið lítils virði. Allt eins mætti reikna út að dýrasta leiðin sé sú sem eyðileggur mest af „ómetanlegum“ auðlindum.Hvað með arðinn af þessu öllu? Á málþinginu fór Indriði H. Þorláksson hagfræðingur yfir rentuna, eða arðinn, sem skapast af nýtingu þessara auðæva. Hér kemur í ljós hve hagstæðar hitaveitur okkar eru: Auðlindarentan sem rennur beint til okkar í formi lægri hitunarkostnaðar við húsin, sundlaugarnar og allt það er næstum 70 milljarðar króna á ári. Sambærileg tala fyrir raforku til almennra notenda er 3-5 milljarðar króna. En svo versnar í því þegar kemur að sölu til stóriðjuvera. Áætluð auðlindarenta af þeirri orku er 20-28 milljarðar á ári en hún rennur til eigenda verksmiðjanna en ekki eigenda auðlindarinnar vegna þess hve illa hefur verið samið. Indriði H. Þorláksson metur síðan auðlindarentuna í sjávarútvegi á meira en 50 milljarða og Jón Steinsson hagfræðingur er á svipuðu róli í nýlegri grein. Veiðigjöldin til þjóðarinnar eru lágt hlutfall af þessari rentu, um níu milljarðar, og renna því meira en 40 milljarðar af auðlindarentunni til útgerðarfyrirtækja sem eru í eigu nokkurra hundraða Íslendinga.Hinar pólitísku ályktanir Það eru ekki margir málsmetandi menn sem hafna því nú að orkuverð til stóriðju sé alltof lágt. Arðsemi orkufyrirtækjanna er óviðunandi sem væri verjandi ef almenningur nyti, en fráleitt þegar um er að ræða erlenda auðhringi. Í sjávarútvegi fá innlend fyrirtæki rentuna, en skiptingin milli þeirra og eiganda auðlindarinnar er út í hött. Þetta má sjá skýrt af dæminu með makrílinn. Þessi nýja auðlind synti inn í landhelgina stuttu eftir Hrun, búhnykkurinn mikli kom og það var landhelgi þjóðarinnar og lýðveldi sem tóku við. Nú er verðmæti aflaheimilda í makríl metið á 150-200 milljarða og á að afhenda útvöldum fyrirtækjum til frjálsrar notkunar og framsals næstu sex ár – og tæknilega séð um alla framtíð. Auðvelt hefði verið að selja þeim tímabundnar veiðiheimildir á sambærilegu verði og sömu fyrirtæki kaupa makrílveiðar af Færeyingum og Grænlendingum. En svo er alls ekki heldur reynt að búa svo um hnúta, án ákvæðis um þjóðareign í nýjum lögum, að útgerðirnar hafi þennan fisk til nýtingar, framsals, veðsetningar og leigu til annarra eins og þeim sýnist. Eins og Jón Steinsson hagfræðingur segir, þetta er eins og að gefa burt gullið úr námunni með því skilyrði að maður fái að vinna við gröftinn sjálfur. Vill þjóðin ekki skipta öllu gullinu sínu með réttlátum hætti? Svarið birtist meðal annars þessa dagana í öflugri undirskriftasöfnun á vefsíðunni þjóðareign.is.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ef stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir auðlindum þjóðarinnar er þeim ekki treystandi fyrir neinu. Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi. Mjög varlega áætlað á hver Íslendingur 4-6 milljónir króna í náttúruauðlindum og trúlegt er að þessi upphæð sé mun hærri. Það er gagnlegt að velta fyrir sér hve vellauðug þjóðin er. Það var einmitt gert á málþingi um auðlindir í þjóðareign á dögunum. Dr. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur fræddi fullt hús gesta um það að líklega sé heildarverðmæti fiskistofnanna við Ísland 1.100-1.200 milljarðar króna. Fáir gera sér líklega ljóst hve jarðvarmi til húshitunar er okkur dýrmætur. Sparnaður okkar af jarðhitaveitum er afar mikill og heildarverðmæti á bilinu 235-460 milljarðar króna. Er þá ótalin þriðja stóra auðlindin sem er fallorka og jarðhiti til rafmangsframleiðslu. Því miður er það nú almennt viðurkennd staðreynd að arðsemi orkufyrirtækja er lítil. Gagnvart almennum neytendum birtist lág arðsemi í mun lægri rafmagnsreikningum en gerist í grannríkjum svo ekki er hægt að kvarta, en því miður fá erlend stóriðjuver að njóta kostakjara af þessari mikilvægu auðlind líka. Verðmæti þeirrar orku sem nú er virkjuð með fallorku og jarðhita til rafmagnsframleiðslu er á bilinu 20-100 milljarðar króna og tekur stóriðja mest af arðinum. Samtals erum við því með 1.300-1.800 milljarða virði í gjöfum guðs og enn er eftir að virkja upp í helming af möguleikum landsins í fallorku og jarðhita. Er þá engu spáð um hugsanlegan olíufund.Ómetanlegar auðlindir En hvað með náttúru landsins sem lokkar að ferðamenn? Hér ræðum við stundum um ómetanleg gæði. Hagfræðingar viðurkenna að aðferðir þeirra til að meta slík verðmæti eru ekki háþróaðar. En það má leita leiða. Ferðaþjónusta skapar 300 milljarða í gjaldeyristekjur á ári, 80% ferðamanna segjast koma vegna náttúru landsins. Ef hér væri engin áhugaverð náttúra myndu árlegar gjaldeyristekjur hugsanlega skerðast um 240 milljarða. Og eru þá ótalin sóknarfærin í framtíðinni. Það er ákaflega mikilvægt að gera sér grein fyrir því að „ómetanlegar“ auðlindir eru að öllum líkindum mun meira virði en við höfum ennþá ímyndað okkur eins og þróun síðustu ára sýnir. Afleiðingarnar geta verið miklar ef við gætum ekki að. Þannig verður „ódýrara“ að leggja háspennulínur yfir hálendið en fara lengri leið, en þá og því aðeins að ósnortið hálendið sé metið lítils virði. Allt eins mætti reikna út að dýrasta leiðin sé sú sem eyðileggur mest af „ómetanlegum“ auðlindum.Hvað með arðinn af þessu öllu? Á málþinginu fór Indriði H. Þorláksson hagfræðingur yfir rentuna, eða arðinn, sem skapast af nýtingu þessara auðæva. Hér kemur í ljós hve hagstæðar hitaveitur okkar eru: Auðlindarentan sem rennur beint til okkar í formi lægri hitunarkostnaðar við húsin, sundlaugarnar og allt það er næstum 70 milljarðar króna á ári. Sambærileg tala fyrir raforku til almennra notenda er 3-5 milljarðar króna. En svo versnar í því þegar kemur að sölu til stóriðjuvera. Áætluð auðlindarenta af þeirri orku er 20-28 milljarðar á ári en hún rennur til eigenda verksmiðjanna en ekki eigenda auðlindarinnar vegna þess hve illa hefur verið samið. Indriði H. Þorláksson metur síðan auðlindarentuna í sjávarútvegi á meira en 50 milljarða og Jón Steinsson hagfræðingur er á svipuðu róli í nýlegri grein. Veiðigjöldin til þjóðarinnar eru lágt hlutfall af þessari rentu, um níu milljarðar, og renna því meira en 40 milljarðar af auðlindarentunni til útgerðarfyrirtækja sem eru í eigu nokkurra hundraða Íslendinga.Hinar pólitísku ályktanir Það eru ekki margir málsmetandi menn sem hafna því nú að orkuverð til stóriðju sé alltof lágt. Arðsemi orkufyrirtækjanna er óviðunandi sem væri verjandi ef almenningur nyti, en fráleitt þegar um er að ræða erlenda auðhringi. Í sjávarútvegi fá innlend fyrirtæki rentuna, en skiptingin milli þeirra og eiganda auðlindarinnar er út í hött. Þetta má sjá skýrt af dæminu með makrílinn. Þessi nýja auðlind synti inn í landhelgina stuttu eftir Hrun, búhnykkurinn mikli kom og það var landhelgi þjóðarinnar og lýðveldi sem tóku við. Nú er verðmæti aflaheimilda í makríl metið á 150-200 milljarða og á að afhenda útvöldum fyrirtækjum til frjálsrar notkunar og framsals næstu sex ár – og tæknilega séð um alla framtíð. Auðvelt hefði verið að selja þeim tímabundnar veiðiheimildir á sambærilegu verði og sömu fyrirtæki kaupa makrílveiðar af Færeyingum og Grænlendingum. En svo er alls ekki heldur reynt að búa svo um hnúta, án ákvæðis um þjóðareign í nýjum lögum, að útgerðirnar hafi þennan fisk til nýtingar, framsals, veðsetningar og leigu til annarra eins og þeim sýnist. Eins og Jón Steinsson hagfræðingur segir, þetta er eins og að gefa burt gullið úr námunni með því skilyrði að maður fái að vinna við gröftinn sjálfur. Vill þjóðin ekki skipta öllu gullinu sínu með réttlátum hætti? Svarið birtist meðal annars þessa dagana í öflugri undirskriftasöfnun á vefsíðunni þjóðareign.is.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun