Álögur á álver lækka um 1,6 milljarða ingvar haraldsson skrifar 29. apríl 2015 07:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á ársfundi Samáls að afnám raforkuskattsins væri hluta af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld vildu skapa. fréttblaðið/gva Ekki er stefnt að því að framlengja raforkuskatt sem rennur út um næstu áramót. Álver hér á landi greiddu 1,6 milljarða í skattinn á síðasta ári. Skatturinn var lagður á tímabundið árið 2009 til þriggja ára sem hluti af samningi áliðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda. Samhliða skattlagningunni skuldbundu álfyrirtækin sig til að fyrirframgreiða tekjuskatt í þrjú ár. Þáverandi ríkisstjórn ákvað árið 2012 að framlengja skattinn um þrjú ár til viðbótar, út árið 2015. Þar að auki var skatturinn hækkaður úr 0,12 krónum á kílóvattsstund í 0,15 krónur á kílóvattsstund.Pétur BlöndalPétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, segir mikilvægt að orð standi. Skatturinn hafi upprunalega átt að vera tímabundinn en hafi verið framlengdur þrátt fyrir loforð um annað. Pétur bendir á að þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon hafi ritað Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, bréf áður en ráðist var í 60 milljarða framkvæmdir á álverinu í Straumsvík. Í bréfinu hafi því verið lofað að skatturinn yrði ekki framlengdur eftir árið 2012. „Við höfum borgað meira en milljarð fram yfir það sem til stóð. Þannig að hann er kominn milljarð fram yfir síðasta söludag. Skatturinn hefur kostað okkur rúma milljón á sólarhring allan þennan tíma, í að verða sex ár“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi. Ólafur segir að skatturinn hafi reynst álverinu þungur í skauti þar sem það hafi verið rekið með tapi árin 2012 og 2013.Ólafur Teitur GuðnasonPétur bendir einnig á að íslenskur áliðnaður falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en það geri álver utan Evrópu ekki. „Með raforkuskatti til viðbótar gjaldtöku vegna ETS eru íslensk stjórnvöld að skerða verulega samkeppnishæfni áliðnaðar hér á landi,“ segir Pétur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á ársfundi Samáls í gær að afnám skattsins væri hluti af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld þyrftu að skapa. „Meginhlutverk stjórnvalda er að treysta betur rammann fyrir atvinnustarfsemina í landinu almennt, þar sem efnahagslegur og lagalegur stöðugleiki ríkir,“ segir Bjarni og bætti við: „Afnám raforkuskatts er forgangsmál sem fellur vel að þessari mynd.“ Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Ekki er stefnt að því að framlengja raforkuskatt sem rennur út um næstu áramót. Álver hér á landi greiddu 1,6 milljarða í skattinn á síðasta ári. Skatturinn var lagður á tímabundið árið 2009 til þriggja ára sem hluti af samningi áliðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda. Samhliða skattlagningunni skuldbundu álfyrirtækin sig til að fyrirframgreiða tekjuskatt í þrjú ár. Þáverandi ríkisstjórn ákvað árið 2012 að framlengja skattinn um þrjú ár til viðbótar, út árið 2015. Þar að auki var skatturinn hækkaður úr 0,12 krónum á kílóvattsstund í 0,15 krónur á kílóvattsstund.Pétur BlöndalPétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, segir mikilvægt að orð standi. Skatturinn hafi upprunalega átt að vera tímabundinn en hafi verið framlengdur þrátt fyrir loforð um annað. Pétur bendir á að þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon hafi ritað Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, bréf áður en ráðist var í 60 milljarða framkvæmdir á álverinu í Straumsvík. Í bréfinu hafi því verið lofað að skatturinn yrði ekki framlengdur eftir árið 2012. „Við höfum borgað meira en milljarð fram yfir það sem til stóð. Þannig að hann er kominn milljarð fram yfir síðasta söludag. Skatturinn hefur kostað okkur rúma milljón á sólarhring allan þennan tíma, í að verða sex ár“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi. Ólafur segir að skatturinn hafi reynst álverinu þungur í skauti þar sem það hafi verið rekið með tapi árin 2012 og 2013.Ólafur Teitur GuðnasonPétur bendir einnig á að íslenskur áliðnaður falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en það geri álver utan Evrópu ekki. „Með raforkuskatti til viðbótar gjaldtöku vegna ETS eru íslensk stjórnvöld að skerða verulega samkeppnishæfni áliðnaðar hér á landi,“ segir Pétur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á ársfundi Samáls í gær að afnám skattsins væri hluti af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld þyrftu að skapa. „Meginhlutverk stjórnvalda er að treysta betur rammann fyrir atvinnustarfsemina í landinu almennt, þar sem efnahagslegur og lagalegur stöðugleiki ríkir,“ segir Bjarni og bætti við: „Afnám raforkuskatts er forgangsmál sem fellur vel að þessari mynd.“
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun