Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Jón Þór Stefánsson skrifar 17. júlí 2025 20:02 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Steingrímur Árnason og Egill Rúnar Erlendsson hafa verið sakfelldir fyrir að blekkja starfsmenn erlends vefþróunarfyrirtækis til að greiða sér umtalsverðar fjárhæðir í formi auglýsingatekna vegna þriggja vefsíðna sem þeir hýstu hjá fyrirtækinu. Þetta átti sér stað frá árinu 2015 til 2018. Báðir hlutu skilorðsbundna dóma. Egill er dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi, en Steingrímur fær þrjú ár skilorðsbundin. Samkvæmt ákæru fóru blekkingarnar þannig fram að Steingrímur hafi hlutast til um að stofna og skrá heimasíðurnar sem voru líkt og áður segir hýstar hjá erlendu fyrirtæki. Einungis ein af þessum þremur síðum var skráð í ákveðna þjónustu fyrirtækisins sem var skilyrði fyrir því að eiga rétt á hlutdeild í tekjum vegna birtra auglýsinga á síðunum. Egill starfaði hjá fyrirtækinu og samþykkti skráningu hinna vefsíðanna í umrædda þjónustu. Jafnframt er hann sagður hafa rangfært gögn um hlutdeild heimasíðnanna þriggja í auglýsingatekjum þannig að þær virtust eiga rétt á tekjum sem engin grundvöllur væri fyrir. Hann hafi svo sent fölsku gögnin til bókhaldsdeildar fyrirtækisins og fyrir vikið voru umtalsverðar fjárhæðir greiddar til Steingríms. Með þessum hætti öfluðu þeir sér tæplega 530 þúsund Bandaríkjadala, sem í dag jafngildir um 65 milljónum íslenskra króna. Annar trúverðugur en ekki hinn Egill játaði að mestu sök og í dómnum kemur fram að hann hafi verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Hann hafi einnig lýst iðrun sinni og eftirsjá. Að mati dómsins var framburður hans trúverðugur, og ekki væri hægt að sjá að hann hefði hlíft sjálfum sér fyrir betri útkomu í málinu. Var hans framburður lagður til grundvallar í málinu. Hins vegar neitaði Steingrímur sök alveg frá því að málið kom upp í ágúst 2018. Hann er sagður haf færst undan því að svara spurningum fyrirtækisins áður en málið fór til íslenskra yfirvalda. Í dómnum segir að sum svör hans hafi borið vott um hroka, og hann snúið út úr. Einnig bendi gögn málsins til þess að hann hafi vitað meira en hann vildi viðurkenna. Hann hafi í raun og veru tekið ákvarðanir um og stýrt hver framvindan yrði, eða í það minnsta látið það átölulaust. Dómnum þótti framburður Egils ótrúverðugur og var að mestu horft fram hjá framburði hans. Þaulskipulögð og gróf brot Þeir voru báðir sakfelldir sem aðalmenn fyrir fjársvik og peningaþvætti. Í dómnum segir að brot þeirra hafi verið sérhæfð og flókin framin með leynd af fagmönnum á viðkomandi sviði. Brot þeirra, sem hafi verið þaulskipulögð og gróf, hafi valdið miklu tjóni. Þá hafi brotavilji þeirra verið sterkur. Fram kemur að Egill hafi gert samkomulag við fyrirtækið og þar með leitast eftir að draga úr afleiðingum brota sinna. Dómnum þótti rétt að dæma Egil í tveggja og hálfs árs fangelsi og Steingrím í þriggja ára fangelsi. Vegna þess hve mikill dráttur málsins var þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Báðir hlutu skilorðsbundna dóma. Egill er dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi, en Steingrímur fær þrjú ár skilorðsbundin. Samkvæmt ákæru fóru blekkingarnar þannig fram að Steingrímur hafi hlutast til um að stofna og skrá heimasíðurnar sem voru líkt og áður segir hýstar hjá erlendu fyrirtæki. Einungis ein af þessum þremur síðum var skráð í ákveðna þjónustu fyrirtækisins sem var skilyrði fyrir því að eiga rétt á hlutdeild í tekjum vegna birtra auglýsinga á síðunum. Egill starfaði hjá fyrirtækinu og samþykkti skráningu hinna vefsíðanna í umrædda þjónustu. Jafnframt er hann sagður hafa rangfært gögn um hlutdeild heimasíðnanna þriggja í auglýsingatekjum þannig að þær virtust eiga rétt á tekjum sem engin grundvöllur væri fyrir. Hann hafi svo sent fölsku gögnin til bókhaldsdeildar fyrirtækisins og fyrir vikið voru umtalsverðar fjárhæðir greiddar til Steingríms. Með þessum hætti öfluðu þeir sér tæplega 530 þúsund Bandaríkjadala, sem í dag jafngildir um 65 milljónum íslenskra króna. Annar trúverðugur en ekki hinn Egill játaði að mestu sök og í dómnum kemur fram að hann hafi verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Hann hafi einnig lýst iðrun sinni og eftirsjá. Að mati dómsins var framburður hans trúverðugur, og ekki væri hægt að sjá að hann hefði hlíft sjálfum sér fyrir betri útkomu í málinu. Var hans framburður lagður til grundvallar í málinu. Hins vegar neitaði Steingrímur sök alveg frá því að málið kom upp í ágúst 2018. Hann er sagður haf færst undan því að svara spurningum fyrirtækisins áður en málið fór til íslenskra yfirvalda. Í dómnum segir að sum svör hans hafi borið vott um hroka, og hann snúið út úr. Einnig bendi gögn málsins til þess að hann hafi vitað meira en hann vildi viðurkenna. Hann hafi í raun og veru tekið ákvarðanir um og stýrt hver framvindan yrði, eða í það minnsta látið það átölulaust. Dómnum þótti framburður Egils ótrúverðugur og var að mestu horft fram hjá framburði hans. Þaulskipulögð og gróf brot Þeir voru báðir sakfelldir sem aðalmenn fyrir fjársvik og peningaþvætti. Í dómnum segir að brot þeirra hafi verið sérhæfð og flókin framin með leynd af fagmönnum á viðkomandi sviði. Brot þeirra, sem hafi verið þaulskipulögð og gróf, hafi valdið miklu tjóni. Þá hafi brotavilji þeirra verið sterkur. Fram kemur að Egill hafi gert samkomulag við fyrirtækið og þar með leitast eftir að draga úr afleiðingum brota sinna. Dómnum þótti rétt að dæma Egil í tveggja og hálfs árs fangelsi og Steingrím í þriggja ára fangelsi. Vegna þess hve mikill dráttur málsins var þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira