„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júlí 2025 08:59 Óskar Jósúason er upplýsingafulltrúi Laxeyjar í Vestmannaeyjum. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Uppbygging Laxeyjar í Vestmannaeyjum er stærsta einkaframkvæmd í sögu eyjanna. Stækka þurfti hlutafjárútboð fyrirtækisins í sumar vegna umframeftirspurnar en stefnt er á fyrstu slátrun laxa í nóvember. Laxey hóf framleiðslu á seiðum í nóvember 2023. Þegar landeldið verður komin í fulla framleiðslu er stefnt á að þar verði framleidd 42.000 tonn af laxi á ári og gert ráð fyrir að þar muni starfa um eitt hundrað manns. Óskar Jósúason, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir um að ræða stærstu einkaframkvæmd í sögu Vestmannaeyja. „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu, erum að búa til nýja atvinnugrein. Það gefur ungu fólki tækifæri í að mennta sig á þessu. Við erum mjög stoltir af því að við erum nú þegar með unga einstaklinga sem hafa lært fiskeldisfræði á Hólum og fleiri á leiðinni,“ sagði Óskar í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stefnt á slátrun í nóvember Samtals hefur Laxey safnað 150 milljónum evra í hlutafé en stækka þurfti útboð fyrirtækisins fyrr í sumar vegna umframeftirspurnar. Seiðastöð félagsins er staðsett í Friðarhöfn inns á hafnarsvæðinu í Eyjum en fiskeldisker í Viðlagafjöru í hrauninu. „Seiðastöðin er komin í fullan rekstur og mun framleiða 4,5 milljónir seiða á hverju ári. Úti í fjöru eru komin fimm fiskeldisker í notkun og við erum að stefna á fyrstu slátrun í nóvember,“ segir Óskar. „Þurfum ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum“ Aukningin hlutafjársins tryggði fjármögnun á stórseiðahúsi sem staðsett verður í Viðlagafjöru þar sem fiskeldisker fyrirtækisins eru staðsett. Þar standa yfir gríðarmiklar framkvæmdir en laxinn verður fluttur í kerin þegar hann er tilbúinn að fara í sjó. Sjórinn í kerjunum er tekinn úr borholum á landi. „Við erum að taka sjó sem hefur ekki verið í snertingu við aðrar sjávarlífverur. Þá þurfum við ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum og öðru slíku. Þá sleppum við við notkun á sýklalyfjum fyrir laxinn. Við erum að skapa eins góðar aðstæður og hægt er fyrir laxinn að vaxa og dafna í.“ Vestmannaeyjar Lax Landeldi Sjávarútvegur Fiskeldi Byggðamál Kvöldfréttir Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Laxey hóf framleiðslu á seiðum í nóvember 2023. Þegar landeldið verður komin í fulla framleiðslu er stefnt á að þar verði framleidd 42.000 tonn af laxi á ári og gert ráð fyrir að þar muni starfa um eitt hundrað manns. Óskar Jósúason, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir um að ræða stærstu einkaframkvæmd í sögu Vestmannaeyja. „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu, erum að búa til nýja atvinnugrein. Það gefur ungu fólki tækifæri í að mennta sig á þessu. Við erum mjög stoltir af því að við erum nú þegar með unga einstaklinga sem hafa lært fiskeldisfræði á Hólum og fleiri á leiðinni,“ sagði Óskar í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stefnt á slátrun í nóvember Samtals hefur Laxey safnað 150 milljónum evra í hlutafé en stækka þurfti útboð fyrirtækisins fyrr í sumar vegna umframeftirspurnar. Seiðastöð félagsins er staðsett í Friðarhöfn inns á hafnarsvæðinu í Eyjum en fiskeldisker í Viðlagafjöru í hrauninu. „Seiðastöðin er komin í fullan rekstur og mun framleiða 4,5 milljónir seiða á hverju ári. Úti í fjöru eru komin fimm fiskeldisker í notkun og við erum að stefna á fyrstu slátrun í nóvember,“ segir Óskar. „Þurfum ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum“ Aukningin hlutafjársins tryggði fjármögnun á stórseiðahúsi sem staðsett verður í Viðlagafjöru þar sem fiskeldisker fyrirtækisins eru staðsett. Þar standa yfir gríðarmiklar framkvæmdir en laxinn verður fluttur í kerin þegar hann er tilbúinn að fara í sjó. Sjórinn í kerjunum er tekinn úr borholum á landi. „Við erum að taka sjó sem hefur ekki verið í snertingu við aðrar sjávarlífverur. Þá þurfum við ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum og öðru slíku. Þá sleppum við við notkun á sýklalyfjum fyrir laxinn. Við erum að skapa eins góðar aðstæður og hægt er fyrir laxinn að vaxa og dafna í.“
Vestmannaeyjar Lax Landeldi Sjávarútvegur Fiskeldi Byggðamál Kvöldfréttir Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur