„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júlí 2025 08:59 Óskar Jósúason er upplýsingafulltrúi Laxeyjar í Vestmannaeyjum. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Uppbygging Laxeyjar í Vestmannaeyjum er stærsta einkaframkvæmd í sögu eyjanna. Stækka þurfti hlutafjárútboð fyrirtækisins í sumar vegna umframeftirspurnar en stefnt er á fyrstu slátrun laxa í nóvember. Laxey hóf framleiðslu á seiðum í nóvember 2023. Þegar landeldið verður komin í fulla framleiðslu er stefnt á að þar verði framleidd 42.000 tonn af laxi á ári og gert ráð fyrir að þar muni starfa um eitt hundrað manns. Óskar Jósúason, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir um að ræða stærstu einkaframkvæmd í sögu Vestmannaeyja. „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu, erum að búa til nýja atvinnugrein. Það gefur ungu fólki tækifæri í að mennta sig á þessu. Við erum mjög stoltir af því að við erum nú þegar með unga einstaklinga sem hafa lært fiskeldisfræði á Hólum og fleiri á leiðinni,“ sagði Óskar í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stefnt á slátrun í nóvember Samtals hefur Laxey safnað 150 milljónum evra í hlutafé en stækka þurfti útboð fyrirtækisins fyrr í sumar vegna umframeftirspurnar. Seiðastöð félagsins er staðsett í Friðarhöfn inns á hafnarsvæðinu í Eyjum en fiskeldisker í Viðlagafjöru í hrauninu. „Seiðastöðin er komin í fullan rekstur og mun framleiða 4,5 milljónir seiða á hverju ári. Úti í fjöru eru komin fimm fiskeldisker í notkun og við erum að stefna á fyrstu slátrun í nóvember,“ segir Óskar. „Þurfum ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum“ Aukningin hlutafjársins tryggði fjármögnun á stórseiðahúsi sem staðsett verður í Viðlagafjöru þar sem fiskeldisker fyrirtækisins eru staðsett. Þar standa yfir gríðarmiklar framkvæmdir en laxinn verður fluttur í kerin þegar hann er tilbúinn að fara í sjó. Sjórinn í kerjunum er tekinn úr borholum á landi. „Við erum að taka sjó sem hefur ekki verið í snertingu við aðrar sjávarlífverur. Þá þurfum við ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum og öðru slíku. Þá sleppum við við notkun á sýklalyfjum fyrir laxinn. Við erum að skapa eins góðar aðstæður og hægt er fyrir laxinn að vaxa og dafna í.“ Vestmannaeyjar Lax Landeldi Sjávarútvegur Fiskeldi Byggðamál Kvöldfréttir Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Laxey hóf framleiðslu á seiðum í nóvember 2023. Þegar landeldið verður komin í fulla framleiðslu er stefnt á að þar verði framleidd 42.000 tonn af laxi á ári og gert ráð fyrir að þar muni starfa um eitt hundrað manns. Óskar Jósúason, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir um að ræða stærstu einkaframkvæmd í sögu Vestmannaeyja. „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu, erum að búa til nýja atvinnugrein. Það gefur ungu fólki tækifæri í að mennta sig á þessu. Við erum mjög stoltir af því að við erum nú þegar með unga einstaklinga sem hafa lært fiskeldisfræði á Hólum og fleiri á leiðinni,“ sagði Óskar í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stefnt á slátrun í nóvember Samtals hefur Laxey safnað 150 milljónum evra í hlutafé en stækka þurfti útboð fyrirtækisins fyrr í sumar vegna umframeftirspurnar. Seiðastöð félagsins er staðsett í Friðarhöfn inns á hafnarsvæðinu í Eyjum en fiskeldisker í Viðlagafjöru í hrauninu. „Seiðastöðin er komin í fullan rekstur og mun framleiða 4,5 milljónir seiða á hverju ári. Úti í fjöru eru komin fimm fiskeldisker í notkun og við erum að stefna á fyrstu slátrun í nóvember,“ segir Óskar. „Þurfum ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum“ Aukningin hlutafjársins tryggði fjármögnun á stórseiðahúsi sem staðsett verður í Viðlagafjöru þar sem fiskeldisker fyrirtækisins eru staðsett. Þar standa yfir gríðarmiklar framkvæmdir en laxinn verður fluttur í kerin þegar hann er tilbúinn að fara í sjó. Sjórinn í kerjunum er tekinn úr borholum á landi. „Við erum að taka sjó sem hefur ekki verið í snertingu við aðrar sjávarlífverur. Þá þurfum við ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum og öðru slíku. Þá sleppum við við notkun á sýklalyfjum fyrir laxinn. Við erum að skapa eins góðar aðstæður og hægt er fyrir laxinn að vaxa og dafna í.“
Vestmannaeyjar Lax Landeldi Sjávarútvegur Fiskeldi Byggðamál Kvöldfréttir Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira