Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júní 2024 10:00 Erlendur og Fjóla og ostarnir svo til hægri. Erlendur hefur verið í launalausri vinnu fyrir Livefood frá árinu 2022. Myndir/Livefood Fjóla Einarsdóttir, einn eigenda fyrirtækisins Livefood, fyrstu íslensku grænkera ostagerðarinnar, segir fyrirtækið nú róa lífróður. Fyrirtækið hafði sett sér markmið um að selja ostana á smásölumarkaði á þessu ári. Fyrirtækið er með vilyrði frá Hagkaup og Krónunni um smásölu en eftir synjun úr Matvælasjóði er ólíklegt að það takist. Fjóla segir halla mjög á grænkeraframleiðslu í Matvælasjóði. Fyrirtækið sótti um 28 milljóna styrk hjá Matvælasjóði á þessu ári en var hafnað. Fyrirtækið hefur sótt um tíu sinnum í ólíka sjóði Matvælasjóðs og aðeins fengið úthlutað einu sinni úr Bárunni, þremur milljónum, árið 2021. „Við höfum sótt um styrki á öllum stigum verkefnisins. Við erum komin mjög langt núna og þau hefðu átt að taka eftir okkur. En það er sótt í þennan sjóð. Það eru margar umsóknir og mörgum hafnað,“ segir Fjóla. Hálfur milljarður í 46 verkefni Í nýjustu úthlutun sjóðsins var nærri hálfum milljarði úthlutað til 46 verkefna. Alls sóttu 198 um í fjóra ólíka flokka sjóðsins. Í svari sjóðsins til fyrirtækisins kom fram að umsóknin hefði verið mjög góð en magn umsókna hefði verið svo mikið að þeirra var hafnað. Í ár sótti Livefood um í Afurð sem er einn fjögurra styrkjaflokka sjóðsins. Hæstu styrkina í ár úr Afurð fengu Coolity ehf vegna umsóknar um GRASP, Rauðátan ehf. til veiða og vinnslu á rauðátu í Vestmannaeyjum og Saulius Genutis fyrir sjálfvirkri hrognasprautunarvél fyrir eldislax. Öll fengu þau um 23 milljónir í styrk. „Það sem ég er kannski helst að gagnrýna er að mér finnst grænkeramatvælaframleiðendur ekki fá sama hljómgrunn í stóru styrkina aðrir. Stóru styrkirnir eru auðvitað þeir sem skipta mestu máli. Það eru styrkirnir sem koma þér á næsta stig,“ segir Fjóla. Það er auðveldara að framleiða til að selja í tunnum en litlum pakkningum. Því selur Livefood aðeins í heildsölu eins og er.Mynd/Livefood Hún segist hafa fylgst með úthlutunum sjóðsins frá stofnun hans fyrir fimm árum. Fyrsta árið hafi stórfyrirtæki fengið stóra styrki en eftir gagnrýni hafi því verið breytt. Nú fái stórfyrirtæki aðeins um þrjú prósent af úthlutuðu fjármagni. „Þetta hlutfall ætti samt að vera núll prósent. Risafyrirtæki sem greiða sér arð eiga ekki að taka úr þessum sjóði,“ segir Fjóla og nefnir sem dæmi Síldarvinnsluna og Ölgerðina sem hafa bæði fengið styrk og greitt sér svo mikinn arð. Ekkert vanhæfi Matvælasjóður skiptist í raun í fjóra styrkjaflokka sem úthluta á ólíkum stigum verkefna. Flokkarnir eru Bára, Kelda, Afurð og Fjársjóður. Yfir hverjum flokki er fagráð sem fer yfir umsóknir og sendir stjórn umsögn sem hefur svo áhrif á úthlutun. Nánar hér. Fjóla gagnrýnir það að innan þessarar fagráða sé ekkert vanhæfi. Það hafi gerst að til dæmis einhver aðili í fagráði eins styrkjaflokks fái styrk úr öðrum flokki. Hún telur að réttast væri að eigendur matvælafyrirtækja ættu ekki sæti í stjórn eða fagráði. Það geti valdið því að spilling verði innan sjóðsins. „Þetta er ekki rétt. Það verður að vera vanhæfi,“ segir Fjóla. Fjölmargir pizzastaðir á Íslandi nota nú pizza kartarella frá Livefood á vegan pizzurnar sínar.Mynd/Livefood Þá telur Fjóla að í svo stórum sjóði ætti að vera andmælaréttur. „Þegar úttekt er komin frá fagráði ættu styrkhafar að hafa einhvern glugga til að andmæla þegar þau sjá að það er kannski verið að draga þau niður fyrir einhvern ákveðinn þátt. Þetta er hálfur milljarður sem var verið að úthluta. Þetta eru peningar sem skipta máli fyrir þjóðina,“ segir Fjóla. Þá er hún einnig gagnrýnin á það hvernig hlutföllin skiptast á því hvað sjóðurinn er að styrkja. Það halli verulega á grænkeraframleiðslu í úthlutunum. Fjölskyldur sem búa til vegan ost í frítíma „Það er enginn launaður starfsmaður hjá okkur. Þetta er rekið af tveimur fjölskyldum sem standa vaktina í sínum frítíma. Við erum öll í öðrum störfum. Maðurinn minn er sá eini sem vinnur hjá Livefood en hann er búinn að vera launalaus frá 2022,“ segir Fjóla en maðurinn hennar, Erlendur, er líka leikari og grípur í stöku verkefna til að halda heimilinu á floti. „Þetta er rosaleg keyrsla og við höfum talað um það í okkar umsóknum að við þurfum stóru styrkina. Litlir styrkir fleyta manni áfram en með stórum styrkjum er hægt að fara að greiða laun og þá erum við komin á næsta stig og gætum verið komin á smásölumarkað eftir nokkra mánuði,“ segir Fjóla. Veta eða vegan feta.Mynd/Livefood Hún segir mikla eftirspurn eftir grænkeraostum á Íslandi. Þau hafi sem dæmi um jólin útbúið ostakörfur til að kynna vörurnar. Planið hafi verið að byrja smátt. „Við gerðum hundrað körfur og ætluðum að selja þær. En þetta sprakk upp fyrir hausinn á okkur. Það voru pantaðar miklu fleiri en við áttum og öll fjölskyldan stóð saman fyrir jól og pakkaði ástum fyrir jólin. Það var alveg rosalegt,“ segir Fjóla hlæjandi. Eftir þetta hafi þau ákveðið að byrja að selja til fyrirtækja. Það sé einfaldara að selja í kílóapokum og fötum en að pakka litlum ostum. Því selji þau beint til Garra heildsölu sem selji svo til fyrirtækja. „Framleiðslugeta okkar er orðin alveg þokkaleg en það er pökkunin sem tekur langan tíma og við höfum ekki auka starfsmann í það.“ Hagkaup og Krónan bíða Eins og kom fram að ofan eru ostarnir ekki seldir almennt í smásölu en þó er hægt að kaupa þá í Litlu bændabúðinni á Flúðum og Made in Iceland á Selfossi. „Hagkaup er að bíða eftir okkur og Krónan líka. Við erum tilbúin að stökkva til þeirra og þess vegna var þetta mikið högg fyrir okkur að fá neitun frá Afurð,“ segir Fjóla. „Ef við hefðum fengið styrk hefðum við getað greitt okkur laun og við hefðum getað farið í smásöluna. Þetta var högg og þess vegna vildi ég standa upp og segja frá því. Þetta skiptir svo miklu máli fyrir lítil fyrirtæki. Þetta er „make or break“ fyrir lítil fyrirtæki.“ Allskonar brögð eru af ostunum. Ólívur og tómatar, mexíkó og sveppa.Mynd/Livefood Hún segir þau ekki ætli að hætta þrátt fyrir þetta bakslag en þau hugsi næstu skref vandlega. „Við ætlum núna að leggja áherslu á fyrirtækin. Að koma okkur inn hjá þeim flestum og ef það gengur þá munum við kannski geta komið okkur á smásölumarkað. Núna þurfum við að róa lífróður til að komast af.“ Auk þess ætla þau að vera með pop-up markað í Reykjavík þar sem þau ætla að selja beint til neytenda. „Grænkerasamfélagið er stórt, en ástarnir eru þannig að allir geta borðað þá. Við erum svo að sjálfsögðu opin fyrir þolinmóðum fjárfestum sem hafa trú á fyrstu grænkera ostagerðinni á Íslandi og vilja taka þátt í þessari nýsköpun með okkur.” Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vegan Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Fjóla segir halla mjög á grænkeraframleiðslu í Matvælasjóði. Fyrirtækið sótti um 28 milljóna styrk hjá Matvælasjóði á þessu ári en var hafnað. Fyrirtækið hefur sótt um tíu sinnum í ólíka sjóði Matvælasjóðs og aðeins fengið úthlutað einu sinni úr Bárunni, þremur milljónum, árið 2021. „Við höfum sótt um styrki á öllum stigum verkefnisins. Við erum komin mjög langt núna og þau hefðu átt að taka eftir okkur. En það er sótt í þennan sjóð. Það eru margar umsóknir og mörgum hafnað,“ segir Fjóla. Hálfur milljarður í 46 verkefni Í nýjustu úthlutun sjóðsins var nærri hálfum milljarði úthlutað til 46 verkefna. Alls sóttu 198 um í fjóra ólíka flokka sjóðsins. Í svari sjóðsins til fyrirtækisins kom fram að umsóknin hefði verið mjög góð en magn umsókna hefði verið svo mikið að þeirra var hafnað. Í ár sótti Livefood um í Afurð sem er einn fjögurra styrkjaflokka sjóðsins. Hæstu styrkina í ár úr Afurð fengu Coolity ehf vegna umsóknar um GRASP, Rauðátan ehf. til veiða og vinnslu á rauðátu í Vestmannaeyjum og Saulius Genutis fyrir sjálfvirkri hrognasprautunarvél fyrir eldislax. Öll fengu þau um 23 milljónir í styrk. „Það sem ég er kannski helst að gagnrýna er að mér finnst grænkeramatvælaframleiðendur ekki fá sama hljómgrunn í stóru styrkina aðrir. Stóru styrkirnir eru auðvitað þeir sem skipta mestu máli. Það eru styrkirnir sem koma þér á næsta stig,“ segir Fjóla. Það er auðveldara að framleiða til að selja í tunnum en litlum pakkningum. Því selur Livefood aðeins í heildsölu eins og er.Mynd/Livefood Hún segist hafa fylgst með úthlutunum sjóðsins frá stofnun hans fyrir fimm árum. Fyrsta árið hafi stórfyrirtæki fengið stóra styrki en eftir gagnrýni hafi því verið breytt. Nú fái stórfyrirtæki aðeins um þrjú prósent af úthlutuðu fjármagni. „Þetta hlutfall ætti samt að vera núll prósent. Risafyrirtæki sem greiða sér arð eiga ekki að taka úr þessum sjóði,“ segir Fjóla og nefnir sem dæmi Síldarvinnsluna og Ölgerðina sem hafa bæði fengið styrk og greitt sér svo mikinn arð. Ekkert vanhæfi Matvælasjóður skiptist í raun í fjóra styrkjaflokka sem úthluta á ólíkum stigum verkefna. Flokkarnir eru Bára, Kelda, Afurð og Fjársjóður. Yfir hverjum flokki er fagráð sem fer yfir umsóknir og sendir stjórn umsögn sem hefur svo áhrif á úthlutun. Nánar hér. Fjóla gagnrýnir það að innan þessarar fagráða sé ekkert vanhæfi. Það hafi gerst að til dæmis einhver aðili í fagráði eins styrkjaflokks fái styrk úr öðrum flokki. Hún telur að réttast væri að eigendur matvælafyrirtækja ættu ekki sæti í stjórn eða fagráði. Það geti valdið því að spilling verði innan sjóðsins. „Þetta er ekki rétt. Það verður að vera vanhæfi,“ segir Fjóla. Fjölmargir pizzastaðir á Íslandi nota nú pizza kartarella frá Livefood á vegan pizzurnar sínar.Mynd/Livefood Þá telur Fjóla að í svo stórum sjóði ætti að vera andmælaréttur. „Þegar úttekt er komin frá fagráði ættu styrkhafar að hafa einhvern glugga til að andmæla þegar þau sjá að það er kannski verið að draga þau niður fyrir einhvern ákveðinn þátt. Þetta er hálfur milljarður sem var verið að úthluta. Þetta eru peningar sem skipta máli fyrir þjóðina,“ segir Fjóla. Þá er hún einnig gagnrýnin á það hvernig hlutföllin skiptast á því hvað sjóðurinn er að styrkja. Það halli verulega á grænkeraframleiðslu í úthlutunum. Fjölskyldur sem búa til vegan ost í frítíma „Það er enginn launaður starfsmaður hjá okkur. Þetta er rekið af tveimur fjölskyldum sem standa vaktina í sínum frítíma. Við erum öll í öðrum störfum. Maðurinn minn er sá eini sem vinnur hjá Livefood en hann er búinn að vera launalaus frá 2022,“ segir Fjóla en maðurinn hennar, Erlendur, er líka leikari og grípur í stöku verkefna til að halda heimilinu á floti. „Þetta er rosaleg keyrsla og við höfum talað um það í okkar umsóknum að við þurfum stóru styrkina. Litlir styrkir fleyta manni áfram en með stórum styrkjum er hægt að fara að greiða laun og þá erum við komin á næsta stig og gætum verið komin á smásölumarkað eftir nokkra mánuði,“ segir Fjóla. Veta eða vegan feta.Mynd/Livefood Hún segir mikla eftirspurn eftir grænkeraostum á Íslandi. Þau hafi sem dæmi um jólin útbúið ostakörfur til að kynna vörurnar. Planið hafi verið að byrja smátt. „Við gerðum hundrað körfur og ætluðum að selja þær. En þetta sprakk upp fyrir hausinn á okkur. Það voru pantaðar miklu fleiri en við áttum og öll fjölskyldan stóð saman fyrir jól og pakkaði ástum fyrir jólin. Það var alveg rosalegt,“ segir Fjóla hlæjandi. Eftir þetta hafi þau ákveðið að byrja að selja til fyrirtækja. Það sé einfaldara að selja í kílóapokum og fötum en að pakka litlum ostum. Því selji þau beint til Garra heildsölu sem selji svo til fyrirtækja. „Framleiðslugeta okkar er orðin alveg þokkaleg en það er pökkunin sem tekur langan tíma og við höfum ekki auka starfsmann í það.“ Hagkaup og Krónan bíða Eins og kom fram að ofan eru ostarnir ekki seldir almennt í smásölu en þó er hægt að kaupa þá í Litlu bændabúðinni á Flúðum og Made in Iceland á Selfossi. „Hagkaup er að bíða eftir okkur og Krónan líka. Við erum tilbúin að stökkva til þeirra og þess vegna var þetta mikið högg fyrir okkur að fá neitun frá Afurð,“ segir Fjóla. „Ef við hefðum fengið styrk hefðum við getað greitt okkur laun og við hefðum getað farið í smásöluna. Þetta var högg og þess vegna vildi ég standa upp og segja frá því. Þetta skiptir svo miklu máli fyrir lítil fyrirtæki. Þetta er „make or break“ fyrir lítil fyrirtæki.“ Allskonar brögð eru af ostunum. Ólívur og tómatar, mexíkó og sveppa.Mynd/Livefood Hún segir þau ekki ætli að hætta þrátt fyrir þetta bakslag en þau hugsi næstu skref vandlega. „Við ætlum núna að leggja áherslu á fyrirtækin. Að koma okkur inn hjá þeim flestum og ef það gengur þá munum við kannski geta komið okkur á smásölumarkað. Núna þurfum við að róa lífróður til að komast af.“ Auk þess ætla þau að vera með pop-up markað í Reykjavík þar sem þau ætla að selja beint til neytenda. „Grænkerasamfélagið er stórt, en ástarnir eru þannig að allir geta borðað þá. Við erum svo að sjálfsögðu opin fyrir þolinmóðum fjárfestum sem hafa trú á fyrstu grænkera ostagerðinni á Íslandi og vilja taka þátt í þessari nýsköpun með okkur.”
Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vegan Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira