Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Árni Sæberg skrifar 25. júlí 2025 14:41 Landsbankahúsið í Austurstræti er eitt það glæsilegasta í borginni. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og húsin að Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna er 2,85 milljarðar króna. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Húsið er þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum. Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að húsin hafi verið auglýst til sölu 15. maí síðastliðinn. Tvö tilboð hafi borist og tilboð Landsbyggðar hafi verið metið hagstæðara, að teknu tilliti til tilboðsskilmála og núvirðis á greiðslum. Landsbyggð sé fasteigna- og þróunarfélag sem sérhæfi sig í uppbyggingar- og umbreytingarverkefnum um allt land og hafi meðal annars staðið að uppbyggingunni í miðbæ Selfoss, í gegnum dótturfélagið Sigtún þróunarfélag. Öll Landsbankahúsin seld „Austurstræti 11 er eitt glæsilegasta hús landsins og reyndist bankanum afar vel. Salan markar tímamót því nú hefur bankinn selt öll Landsbankahúsin, sem voru teiknuð af eða byggðu á teikningum Guðjóns Samúelssonar, en líkt og átti við um hin húsin hentaði Austurstræti 11 ekki lengur starfsemi bankans. Það er mikilvægt fyrir miðborgina að húsið fái nýtt hlutverk og það verður áhugavert að fylgjast með hvernig byggingarnar verða nýttar og svæðið glætt nýju lífi,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Hin Landsbankahúsin sem teiknuð voru af Guðjóni Samúelssyni eru gömlu Landsbankahúsin á Akureyri, Ísafirði og Selfossi. Svo virðist sem Kristján hafi sérstakt dálæti á slíkum húsum, enda hafa félög tengd honum keypt þrjú þeirra. Árið 2020 keypti Sigtún þróunarfélag ehf. Landsbankahúsið á Selfossi á 350 milljónir króna. Félagið er í jafnri eigu Kristjáns og áðurnefnds Leós. Þá keypti Kaldbakur ehf. Landsbankahúsið á Akureyri árið 2022 á 685 milljónir króna. Kaldbakur heldur utan um fjárfestingar Samherja og Kristján á lítinn hlut í félaginu en fjögur börn hans hafa tekið við tæplega 47 prósenta hlut í félaginu. Efla mannlíf í borginni „Landsbyggð horfir til þess að þróa húsin með virðingu fyrir sögu þeirra og staðsetningu með það að markmiði að þau verði lifandi hluti af borginni á ný. Markmiðið er að efla mannlíf í hjarta borgarinnar. Húsin og staðsetningin bjóða upp á ótal möguleika sem ríma vel við þá hugsun sem liggur að baki okkar verkefnum – að vinna með sögu og staðaranda og búa til nýja og skemmtilega áfangastaði,“ er haft eftir Guðjóni Auðunssyni, stjórnarformanni Landsbyggðar. Í tilkynningunni segir að húsin sem um ræðir séu samtals 5.836 fermetrar að stærð, þar af 1.380 fermetrar í kjallara. Austurstræti 11 hafi verið reist árið 1898 og endurbyggt árið 1924 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Guðjón hafi einnig hannað innréttingar hússins. Húsið hafi verið friðað árið 1991, bæði að utan sem og innviðir eins og vegglistaverk og upprunalegar innréttingar. Viðbygging við húsið hafi verið tekin í notkun árið 1940. Samtengt húsinu sé Hafnarstræti 10–12, svonefnt Edinborgarhús frá árinu 1923, auk Hafnarstrætis 14 sem hafi verið reist árið 1970. Landsbankinn hafi flutt starfsemi sína úr Kvosinni árið 2023, úr samtals 12 húsum, í nýtt húsnæði við Reykjastræti 6. Landsbankinn Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Reykjavík Tengdar fréttir Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. 2. nóvember 2022 14:07 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að húsin hafi verið auglýst til sölu 15. maí síðastliðinn. Tvö tilboð hafi borist og tilboð Landsbyggðar hafi verið metið hagstæðara, að teknu tilliti til tilboðsskilmála og núvirðis á greiðslum. Landsbyggð sé fasteigna- og þróunarfélag sem sérhæfi sig í uppbyggingar- og umbreytingarverkefnum um allt land og hafi meðal annars staðið að uppbyggingunni í miðbæ Selfoss, í gegnum dótturfélagið Sigtún þróunarfélag. Öll Landsbankahúsin seld „Austurstræti 11 er eitt glæsilegasta hús landsins og reyndist bankanum afar vel. Salan markar tímamót því nú hefur bankinn selt öll Landsbankahúsin, sem voru teiknuð af eða byggðu á teikningum Guðjóns Samúelssonar, en líkt og átti við um hin húsin hentaði Austurstræti 11 ekki lengur starfsemi bankans. Það er mikilvægt fyrir miðborgina að húsið fái nýtt hlutverk og það verður áhugavert að fylgjast með hvernig byggingarnar verða nýttar og svæðið glætt nýju lífi,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Hin Landsbankahúsin sem teiknuð voru af Guðjóni Samúelssyni eru gömlu Landsbankahúsin á Akureyri, Ísafirði og Selfossi. Svo virðist sem Kristján hafi sérstakt dálæti á slíkum húsum, enda hafa félög tengd honum keypt þrjú þeirra. Árið 2020 keypti Sigtún þróunarfélag ehf. Landsbankahúsið á Selfossi á 350 milljónir króna. Félagið er í jafnri eigu Kristjáns og áðurnefnds Leós. Þá keypti Kaldbakur ehf. Landsbankahúsið á Akureyri árið 2022 á 685 milljónir króna. Kaldbakur heldur utan um fjárfestingar Samherja og Kristján á lítinn hlut í félaginu en fjögur börn hans hafa tekið við tæplega 47 prósenta hlut í félaginu. Efla mannlíf í borginni „Landsbyggð horfir til þess að þróa húsin með virðingu fyrir sögu þeirra og staðsetningu með það að markmiði að þau verði lifandi hluti af borginni á ný. Markmiðið er að efla mannlíf í hjarta borgarinnar. Húsin og staðsetningin bjóða upp á ótal möguleika sem ríma vel við þá hugsun sem liggur að baki okkar verkefnum – að vinna með sögu og staðaranda og búa til nýja og skemmtilega áfangastaði,“ er haft eftir Guðjóni Auðunssyni, stjórnarformanni Landsbyggðar. Í tilkynningunni segir að húsin sem um ræðir séu samtals 5.836 fermetrar að stærð, þar af 1.380 fermetrar í kjallara. Austurstræti 11 hafi verið reist árið 1898 og endurbyggt árið 1924 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Guðjón hafi einnig hannað innréttingar hússins. Húsið hafi verið friðað árið 1991, bæði að utan sem og innviðir eins og vegglistaverk og upprunalegar innréttingar. Viðbygging við húsið hafi verið tekin í notkun árið 1940. Samtengt húsinu sé Hafnarstræti 10–12, svonefnt Edinborgarhús frá árinu 1923, auk Hafnarstrætis 14 sem hafi verið reist árið 1970. Landsbankinn hafi flutt starfsemi sína úr Kvosinni árið 2023, úr samtals 12 húsum, í nýtt húsnæði við Reykjastræti 6.
Landsbankinn Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Reykjavík Tengdar fréttir Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. 2. nóvember 2022 14:07 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. 2. nóvember 2022 14:07