HBO Max streymisveitan komin til Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 12:59 Streymisveitan bandaríska er komin til Íslands í fyrsta sinn. Radecka/Getty Images) Bandaríska streymisveitan HBO Max er komin til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HBO Max á Norðurlöndunum. Streymisveitan er í eigu Warner Bros. Discovery. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að aðdáendur á Íslandi geti núna nálgast mikið úrval afþreyingar frá HBO, Warner Bros. Pictures, DC Studios, Max Originals auk mikils annars áhugaverðs efnis. Streymisveitan átti fyrst að fara í loftið á Íslandi fyrir þremur árum en var frestað eftir samruna Warner Bros og Discovery. Í síðasta mánuði var svo tilkynnt að veitan yrði aðgengileg í júlí. Segir í tilkynningunni að þar sé á ferðinni efni á borð við kvikmyndirnar Sinners og A Minecraft Movie en einnig sívinsælt efni eins og Harry Potter, Fantastic Beasts kvikmyndirnar og Beetlejuice Beetlejuice sem dæmi. Þá eru taldar upp sjónvarpsþáttaseríur á borð við The Last of Us, The White Lotus, Euphoria, House of the Dragon, Succession, The Penguin, And Just Like That..., His Dark Materials, Peacemaker, Rick and Morty og fleiri. Kemur fram í tilkynningunni að streymisveitunni fylgi einnig íþróttaefni Eurosport. Þar sé hægt að fylgjast með öllum hasarnum í Tour de France þar sem keppninni líkur ekki fyrr en 27. júlí en einnig hjólakeppni kvenna, Tour de France Femmes, og hjólakeppninni La Vuelta a España, tenniskeppninni US Open tennis grand slam fram í ágúst. Íþróttaunnendur geta einnig fylgst með PGA Tour golfmótinu, Formula E keppnistímabilinu auk stærri vetraríþróttaviðburða síðar á árinu. Boðið er upp á tvær áskriftarleiðir, grunnáskrift og Premium áskrift. Grunnáskriftin kostar 12,99 evrur á mánuði, eða því sem nemur rúmum 1600 krónum. Einnig er hægt að greiða 129 evrur fyrir árið eða rúmar sextán þúsund krónur. Með grunnáskriftinni er hægt að streyma efni á tveimur tækjum samtímis í fullri háskerpu og niðurhala efni þrjátíu sinnum. Premium áskriftin kostar 18,99 evrur á mánuði eða 189 evrur á ári, eða rúmar 2300 krónur fyrir mánuðinn og 23.000 krónur fyrir árið. Með henni er hægt að streyma á fjórum tækjum í 4KUHD og niðurhala efni hundrað sinnum. Valfrjáls viðbót af íþróttaefni verður fáanleg fyrir fimm evrur á mánuði eða sjöhundruð krónur sem veitir aðgang að alþjóðlegu íþróttaefni. Bíó og sjónvarp Streymisveitur Fjölmiðlar Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að aðdáendur á Íslandi geti núna nálgast mikið úrval afþreyingar frá HBO, Warner Bros. Pictures, DC Studios, Max Originals auk mikils annars áhugaverðs efnis. Streymisveitan átti fyrst að fara í loftið á Íslandi fyrir þremur árum en var frestað eftir samruna Warner Bros og Discovery. Í síðasta mánuði var svo tilkynnt að veitan yrði aðgengileg í júlí. Segir í tilkynningunni að þar sé á ferðinni efni á borð við kvikmyndirnar Sinners og A Minecraft Movie en einnig sívinsælt efni eins og Harry Potter, Fantastic Beasts kvikmyndirnar og Beetlejuice Beetlejuice sem dæmi. Þá eru taldar upp sjónvarpsþáttaseríur á borð við The Last of Us, The White Lotus, Euphoria, House of the Dragon, Succession, The Penguin, And Just Like That..., His Dark Materials, Peacemaker, Rick and Morty og fleiri. Kemur fram í tilkynningunni að streymisveitunni fylgi einnig íþróttaefni Eurosport. Þar sé hægt að fylgjast með öllum hasarnum í Tour de France þar sem keppninni líkur ekki fyrr en 27. júlí en einnig hjólakeppni kvenna, Tour de France Femmes, og hjólakeppninni La Vuelta a España, tenniskeppninni US Open tennis grand slam fram í ágúst. Íþróttaunnendur geta einnig fylgst með PGA Tour golfmótinu, Formula E keppnistímabilinu auk stærri vetraríþróttaviðburða síðar á árinu. Boðið er upp á tvær áskriftarleiðir, grunnáskrift og Premium áskrift. Grunnáskriftin kostar 12,99 evrur á mánuði, eða því sem nemur rúmum 1600 krónum. Einnig er hægt að greiða 129 evrur fyrir árið eða rúmar sextán þúsund krónur. Með grunnáskriftinni er hægt að streyma efni á tveimur tækjum samtímis í fullri háskerpu og niðurhala efni þrjátíu sinnum. Premium áskriftin kostar 18,99 evrur á mánuði eða 189 evrur á ári, eða rúmar 2300 krónur fyrir mánuðinn og 23.000 krónur fyrir árið. Með henni er hægt að streyma á fjórum tækjum í 4KUHD og niðurhala efni hundrað sinnum. Valfrjáls viðbót af íþróttaefni verður fáanleg fyrir fimm evrur á mánuði eða sjöhundruð krónur sem veitir aðgang að alþjóðlegu íþróttaefni.
Bíó og sjónvarp Streymisveitur Fjölmiðlar Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira