Ekki nógu góð fyrir toppbaráttu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2015 06:30 Fylkismenn sömdu við Jóhannes Karl Guðjónson og Ingimund Níels Óskarsson fyrir komandi sumar. Vísir/Ernir Fréttablaðið hefur nú birt spá sína yfir liðin fjögur sem verða um miðja deild í Pepsi-deildinni í sumar, það er liðin sem sigla mögulega lygnasta sjóinn í sumar. Keflvíkingar hlustuðu ekki á hrakspár í fyrra og voru flottir framan af í deildinni auk þess að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. Liðið endaði samt í áttunda sæti og verður á sama stað næsta haust. „Þetta verður svipað sumar. Þeir verða aðeins fyrir ofan fall en ég held að styrkur liðsins sé þjálfarinn Kristján Guðmundsson. Hann þekkir allt í Keflavík mjög vel og hefur náð miklu út úr fótboltamönnum í Keflavík,“ segir Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna. Víkingar komu öllum á óvart og tryggðu sér sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 23 ár síðasta sumar en Fréttablaðið spáir að liðið verði þremur sætum neðar í ár. Það urðu miklar breytingar á Víkingsliðinu milli tímabila. „Þeir eru búnir að missa mjög sterka leikmenn, þar á meðal Ingvar úr markinu og Aron Elís sem er mjög stór biti fyrir Víkinga. Þeir hafa ekki náð að fylla þessi skörð og þá sérstaklega í markinu. Það er alltaf erfitt að fylgja eftir svona góðu tímabili eins og í fyrra. Nú er búist við meira af þeim og þeir eru ekki lengur óþekkta liðið,“ segir Hjörtur Hjartarson, sparkspekingur Pepsi-markanna. Valsmenn misstu af Evrópukeppninni í lokaumferðinni í fyrra en undanfarin ár hafa verið flöt á Hlíðarenda og liðið hefur ekki komist í Evrópukeppni síðan það varð síðast meistari 2007. Ólafur Jóhannesson, þrefaldur Íslandsmeistari sem þjálfari FH og fyrrverandi landsliðsþjálfari, er tekinn við Valsliðinu en telur sjálfur að liðið sé ekki nógu gott til þess að berjast um Evrópusætið. „Valsliðið virðist vera í millibilsástandi, ekki nógu gott til að blanda sér í toppbaráttuna og allt of gott til til að lenda í fallbaráttu. Ég held að Valsmenn leggi ofuráherslu á að komast í Evrópueppni og geta þar með blandað sér í toppbaráttuna fyrir alvöru á næstu árum,“ segir Hjörtur. Fylkismenn hafa styrkt sig vel á undirbúningstímabilinu og þeir ættu að geta hækkað sig um eitt sæti frá því í fyrra. Fylkismenn gátu komist í Evrópukeppni með sigri á föllnu liði Fram á lokadegi en klúðruðu því á ævintýralegan hátt. Hjá Fylkismönnum snýst allt um heimkomu Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar og Ingimundar Níels Óskarssonar enda fara þar einn besti varnarsinnaði miðjumaður deildarinnar og einn af betri sóknarmönnunum. „Fylkismenn munu verða rétt fyrir neðan toppbaráttuna og verða í baráttu við Val og Víking um sætin fyrir neðan efstu fjögur. Til þess að Fylkismenn geti gert atlögu að Evrópusæti þá þarf Albert Brynjar Ingason að skora 12 til 15 mörk, Ingimundur Níels þarf að eiga frábært tímabil og þeir félagar Jóhannes Karl Guðjónsson og Ásgeir Börkur að ná vel saman á miðjunni. Varnarleikurinn er óvissuþáttur,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn af sérfræðingum Vísis í spánni fyrir Pepsi-deildina. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Fréttablaðið hefur nú birt spá sína yfir liðin fjögur sem verða um miðja deild í Pepsi-deildinni í sumar, það er liðin sem sigla mögulega lygnasta sjóinn í sumar. Keflvíkingar hlustuðu ekki á hrakspár í fyrra og voru flottir framan af í deildinni auk þess að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. Liðið endaði samt í áttunda sæti og verður á sama stað næsta haust. „Þetta verður svipað sumar. Þeir verða aðeins fyrir ofan fall en ég held að styrkur liðsins sé þjálfarinn Kristján Guðmundsson. Hann þekkir allt í Keflavík mjög vel og hefur náð miklu út úr fótboltamönnum í Keflavík,“ segir Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Pepsi-markanna. Víkingar komu öllum á óvart og tryggðu sér sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 23 ár síðasta sumar en Fréttablaðið spáir að liðið verði þremur sætum neðar í ár. Það urðu miklar breytingar á Víkingsliðinu milli tímabila. „Þeir eru búnir að missa mjög sterka leikmenn, þar á meðal Ingvar úr markinu og Aron Elís sem er mjög stór biti fyrir Víkinga. Þeir hafa ekki náð að fylla þessi skörð og þá sérstaklega í markinu. Það er alltaf erfitt að fylgja eftir svona góðu tímabili eins og í fyrra. Nú er búist við meira af þeim og þeir eru ekki lengur óþekkta liðið,“ segir Hjörtur Hjartarson, sparkspekingur Pepsi-markanna. Valsmenn misstu af Evrópukeppninni í lokaumferðinni í fyrra en undanfarin ár hafa verið flöt á Hlíðarenda og liðið hefur ekki komist í Evrópukeppni síðan það varð síðast meistari 2007. Ólafur Jóhannesson, þrefaldur Íslandsmeistari sem þjálfari FH og fyrrverandi landsliðsþjálfari, er tekinn við Valsliðinu en telur sjálfur að liðið sé ekki nógu gott til þess að berjast um Evrópusætið. „Valsliðið virðist vera í millibilsástandi, ekki nógu gott til að blanda sér í toppbaráttuna og allt of gott til til að lenda í fallbaráttu. Ég held að Valsmenn leggi ofuráherslu á að komast í Evrópueppni og geta þar með blandað sér í toppbaráttuna fyrir alvöru á næstu árum,“ segir Hjörtur. Fylkismenn hafa styrkt sig vel á undirbúningstímabilinu og þeir ættu að geta hækkað sig um eitt sæti frá því í fyrra. Fylkismenn gátu komist í Evrópukeppni með sigri á föllnu liði Fram á lokadegi en klúðruðu því á ævintýralegan hátt. Hjá Fylkismönnum snýst allt um heimkomu Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar og Ingimundar Níels Óskarssonar enda fara þar einn besti varnarsinnaði miðjumaður deildarinnar og einn af betri sóknarmönnunum. „Fylkismenn munu verða rétt fyrir neðan toppbaráttuna og verða í baráttu við Val og Víking um sætin fyrir neðan efstu fjögur. Til þess að Fylkismenn geti gert atlögu að Evrópusæti þá þarf Albert Brynjar Ingason að skora 12 til 15 mörk, Ingimundur Níels þarf að eiga frábært tímabil og þeir félagar Jóhannes Karl Guðjónsson og Ásgeir Börkur að ná vel saman á miðjunni. Varnarleikurinn er óvissuþáttur,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn af sérfræðingum Vísis í spánni fyrir Pepsi-deildina.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00