„Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2025 11:02 Arna Eiríksdóttir gekk til liðs við FH fyrir rúmum tveimur árum og sér ekki eftir því. vísir / ívar Kvennalið FH er á leið í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í sögu félagsins. Árangurinn kemur fyrirliðanum Örnu Eiríksdóttir ekki á óvart, hún segir mikla vinnu liggja þar að baki og sér ekki eftir því að hafa sagt skilið við systur sínar í Val. FH lagði Val að velli með 3-2 sigri í framlengdum undanúrslitaleik á Hlíðarenda í fyrradag og er á leið í bikarúrslitaleikinn þann 16. ágúst gegn annaðhvort Breiðablik eða ÍBV. Sömuleiðis er FH í toppbaráttu Bestu deildarinnar, í öðru sæti, aðeins þremur stigum frá toppnum. Árangur FH í sumar hefur komið mörgum á óvart, en ekki þeim sem hafa tekið þátt í uppbyggingu liðsins undanfarin ár. „Við erum fyrst og fremst bara með mikið af leikmönnum sem eru rosalega góðar í fótbolta, með góða tækni, nútímaleikmenn. Svo erum við búnar að vera í svakalegu prógrammi hjá styrktarþjálfaranum okkar síðustu ár, þannig að við erum með líkamlega burði sem ekkert endilega öll lið hafa og náum að keyra leikinn hratt“ segir Arna. Arna hefur skorað tvö mörk fyrir FH í sumar, bæði í heimaleiknum gegn FHL. vísir / guðmundur Þegar Arna kom í Kaplakrikann fyrir rúmum tveimur árum var FH nýliði í efstu deild, langt frá þeim stað sem liðið er á í dag. „Ég man ennþá eftir því þegar ég kom hingað á fyrsta fundinn með þjálfurunum. Þeir seldu mér einhverja vegferð og pælingu sem þeir vildu fylgja og mér fannst henta mér vel. Þannig að þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ segir Arna um uppbyggingu FH síðan hún gekk til liðs við félagið. Lítið rætt leikinn við systur sínar Arna var áður leikmaður Vals og þar spila tvær af þremur systrum hennar, þær öfunda Örnu eflaust af velgengninni með FH, en hún segir bikarsigurinn ekkert sætari fyrir vikið. „Það var bara gaman, ég hef svosem ekkert mikið rætt leikinn við systur mínar, ég faðmaði þær bara eftir leik og svo heldur lífið áfram... Málfríður í leiknum gegn FH.vísir ...Elsta systir mín, Málfríður, er náttúrulega Valsari algjörlega út í gegn. Fyrir utan eitt ár í Danmörku hefur hún aldrei spilað fyrir annað félag. Valsari númer eitt, tvö og þrjú, þannig að ég held að hún myndi aldrei öfunda neinn í nokkru öðru liði en Val. Svo er litla systir mín að eiga sitt breakout season núna með Val, ég held að þeim líði bara mjög vel þar“ segir Arna um systur sínar í Val, sem eru dottnar út úr bikarnum og langt frá toppbaráttu Bestu deildarinnar. FH Mjólkurbikar kvenna Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
FH lagði Val að velli með 3-2 sigri í framlengdum undanúrslitaleik á Hlíðarenda í fyrradag og er á leið í bikarúrslitaleikinn þann 16. ágúst gegn annaðhvort Breiðablik eða ÍBV. Sömuleiðis er FH í toppbaráttu Bestu deildarinnar, í öðru sæti, aðeins þremur stigum frá toppnum. Árangur FH í sumar hefur komið mörgum á óvart, en ekki þeim sem hafa tekið þátt í uppbyggingu liðsins undanfarin ár. „Við erum fyrst og fremst bara með mikið af leikmönnum sem eru rosalega góðar í fótbolta, með góða tækni, nútímaleikmenn. Svo erum við búnar að vera í svakalegu prógrammi hjá styrktarþjálfaranum okkar síðustu ár, þannig að við erum með líkamlega burði sem ekkert endilega öll lið hafa og náum að keyra leikinn hratt“ segir Arna. Arna hefur skorað tvö mörk fyrir FH í sumar, bæði í heimaleiknum gegn FHL. vísir / guðmundur Þegar Arna kom í Kaplakrikann fyrir rúmum tveimur árum var FH nýliði í efstu deild, langt frá þeim stað sem liðið er á í dag. „Ég man ennþá eftir því þegar ég kom hingað á fyrsta fundinn með þjálfurunum. Þeir seldu mér einhverja vegferð og pælingu sem þeir vildu fylgja og mér fannst henta mér vel. Þannig að þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ segir Arna um uppbyggingu FH síðan hún gekk til liðs við félagið. Lítið rætt leikinn við systur sínar Arna var áður leikmaður Vals og þar spila tvær af þremur systrum hennar, þær öfunda Örnu eflaust af velgengninni með FH, en hún segir bikarsigurinn ekkert sætari fyrir vikið. „Það var bara gaman, ég hef svosem ekkert mikið rætt leikinn við systur mínar, ég faðmaði þær bara eftir leik og svo heldur lífið áfram... Málfríður í leiknum gegn FH.vísir ...Elsta systir mín, Málfríður, er náttúrulega Valsari algjörlega út í gegn. Fyrir utan eitt ár í Danmörku hefur hún aldrei spilað fyrir annað félag. Valsari númer eitt, tvö og þrjú, þannig að ég held að hún myndi aldrei öfunda neinn í nokkru öðru liði en Val. Svo er litla systir mín að eiga sitt breakout season núna með Val, ég held að þeim líði bara mjög vel þar“ segir Arna um systur sínar í Val, sem eru dottnar út úr bikarnum og langt frá toppbaráttu Bestu deildarinnar.
FH Mjólkurbikar kvenna Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki