Sport

Dag­skráin í dag: Þjóðhátíðar­leikur í Eyjum og alls­konar annað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR-ingar eru í Eyjum.
KR-ingar eru í Eyjum. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson

Það er nóg um að vera á rásum Sýnar Sport í dag. Helst ber þó að nefna leik ÍBV og KR í Bestu deild karla en um sannkallaðan sex stiga Þjóðhátíðarleik er að ræða.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 13.45 hefst útsending frá Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á móti KR. Liðin eru bæði í bullandi fallbaráttu og því ætti spennustigið að vera hátt.

Sýn Sport 4

Klukkan 11.00 heldur Opna breska kvenna í golfi áfram.

Sýn Sport Viaplay

Klukkan 10.25 hefst æfing þrjú fyrir kappakstur helgarinnar í Formúlu 1. Að þessu sinni verður keyrt í Ungverjalandi. Klukkan 13.45 er tímatakan fyrir kappaksturinn í Ungverjalandi á dagskrá.

Klukkan 18.25 er leikur Arminia Bielefeld og Fortuna Düsseldorf í þýsku B-deild karla í fótbolta á dagskrá. Valgeir Lunddal Friðriksson er leikmaður Fortuna.

Klukkan 20.50 er úrslitaleikur Suður-Ameríkukeppni kvenna á dagskrá. Þar mætast Kólumbía og Brasilía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×