Þingmenn ósáttir við rök ráðherrans sveinn arnarsson skrifar 20. mars 2015 08:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir kom fyrir atvinnuveganefnd í gær þar sem ívilnanasamningur Matorku var til umræðu. Fréttablaðið/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki sáttir við svör Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um ívilnanasamning ríkisins við Matorku á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í gær.Björt Ólafsdóttir„Mér finnst rök ráðherra ekki halda vatni. Hún gaf okkur ekki svör sem róuðu mig allavega. Það sem stendur eftir í þessum aðgerðum er að markaðsstaða fyrirtækja í bleikjueldi er stórlega skekkt hér á landi,“ segir Björt. „Einnig virðist svo vera að gögn sem Matorka hefur matað ráðuneytið á hafi ekki verið rannsökuð nægjanlega. Margar forsendur stangast á við það sem Landssamband fiskeldisstöðva hefur bent á.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sýndu útreikningar fyrirtækisins fram á að fjárfestingin væri mjög arðbær. Í nýju frumvarpi ráðherra um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi segir hins vegar í 12. grein að fyrirtæki verði að sýna fram á að án ívilnana verði fjárfestingin ekki arðbær. „Þetta atriði er auðvitað fáránlegt og það að krefjast þess í rauninni að eitthvert verkefni sé óarðbært til að fá styrk er skringileg forsenda. Atvinnuveganefnd hefur fett fingur út í þetta orðalag og það eru allar líkur á því að orðalagið muni breytast í meðförum nefndarinnar,“ segir Björt.Kristján L. MöllerFram hefur komið að hlutfall ívilnana af fjárfestingu Matorku geti farið upp í um 60% af heildarfjárfestingu fyrirtækisins með skattaafsláttum og þjálfunarstyrkjum starfsmanna. Það stangast hins vegar á við reglur ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem ívilnanasamningar ríkja við fyrirtæki mega ekki vera hærri en 35% af heildarfjárfestingunni. Forsvarsmenn Matorku og Ragnheiður Elín mættu á fund atvinnuveganefndar þar sem ívilnanasamningur ríkisins við Matorku var til umræðu. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu að útreikningar Matorku hafi verið lagðir fyrir stjórnvöld án þess að þeir hefðu verið skoðaðir nægilega vel. „Fundurinn var gagnlegur og upplýsandi en ég fór fram á að forsvarsmenn Íslandsstofu myndu koma fyrir nefndina og útskýra þætti málsins sem enn eru mjög óljósir,“ segir Kristján Möller. „Þetta mál hefur vakið spurningar um hvernig lagaramma við viljum hafa. Viljum við ívilna til fyrirtækja sem skekkja markaðinn sem fyrir er mjög viðkvæmur?“ Alþingi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki sáttir við svör Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um ívilnanasamning ríkisins við Matorku á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í gær.Björt Ólafsdóttir„Mér finnst rök ráðherra ekki halda vatni. Hún gaf okkur ekki svör sem róuðu mig allavega. Það sem stendur eftir í þessum aðgerðum er að markaðsstaða fyrirtækja í bleikjueldi er stórlega skekkt hér á landi,“ segir Björt. „Einnig virðist svo vera að gögn sem Matorka hefur matað ráðuneytið á hafi ekki verið rannsökuð nægjanlega. Margar forsendur stangast á við það sem Landssamband fiskeldisstöðva hefur bent á.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sýndu útreikningar fyrirtækisins fram á að fjárfestingin væri mjög arðbær. Í nýju frumvarpi ráðherra um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi segir hins vegar í 12. grein að fyrirtæki verði að sýna fram á að án ívilnana verði fjárfestingin ekki arðbær. „Þetta atriði er auðvitað fáránlegt og það að krefjast þess í rauninni að eitthvert verkefni sé óarðbært til að fá styrk er skringileg forsenda. Atvinnuveganefnd hefur fett fingur út í þetta orðalag og það eru allar líkur á því að orðalagið muni breytast í meðförum nefndarinnar,“ segir Björt.Kristján L. MöllerFram hefur komið að hlutfall ívilnana af fjárfestingu Matorku geti farið upp í um 60% af heildarfjárfestingu fyrirtækisins með skattaafsláttum og þjálfunarstyrkjum starfsmanna. Það stangast hins vegar á við reglur ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem ívilnanasamningar ríkja við fyrirtæki mega ekki vera hærri en 35% af heildarfjárfestingunni. Forsvarsmenn Matorku og Ragnheiður Elín mættu á fund atvinnuveganefndar þar sem ívilnanasamningur ríkisins við Matorku var til umræðu. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu að útreikningar Matorku hafi verið lagðir fyrir stjórnvöld án þess að þeir hefðu verið skoðaðir nægilega vel. „Fundurinn var gagnlegur og upplýsandi en ég fór fram á að forsvarsmenn Íslandsstofu myndu koma fyrir nefndina og útskýra þætti málsins sem enn eru mjög óljósir,“ segir Kristján Möller. „Þetta mál hefur vakið spurningar um hvernig lagaramma við viljum hafa. Viljum við ívilna til fyrirtækja sem skekkja markaðinn sem fyrir er mjög viðkvæmur?“
Alþingi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira