„Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2025 19:02 Kristján Hálfdánarson formaður Búsetafélagsins að Árskógum 7 fagnar því að hluti framkvæmda að Álfabakka hafi verið stöðvaðar og vonar að það sé aðeins fyrsti áfanginn. Borgin hefði átt að vera búin að því. Vísir/Einar Byggingafulltrúi Reykjavíkur hefur stöðvað framkvæmdir að hluta við Álfabakka 2. Forstjóri Haga segir það breyta áætlunum fyrirtækisins varðandi flutning í húsið. Talsmaður íbúa telur að borgin hafi getað brugðist fyrr við. Mikil gagnrýni hefur komið fram á framkvæmdir og byggingu að Álfabakka 2. Í vikunni afhentu íbúar í Árskógum 7 sem stendur við húsið borgarstjóra undirskriftalista tæplega þrjú þúsund þar sem farið var fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Byggingafulltrúi skerst í leikinn Aftur urðu vendingar í málinu í dag þegar byggingafulltrúi Reykjavíkur stöðvaði framkvæmdir í þeim hluta hússins þar sem kjötvinnsla á að rísa. Í bréfi byggingafulltrúa segir að komið hafi í ljós misræmi milli samþykktra aðaluppdrátta og skráningartöflu. Gera þurfi betur grein fyrir rýminu fyrir kjötvinnsluna. Ekki liggi fyrir uplýsingar um hvort eigendur byggingarinnar hafi tilkynnt Skipulagsstofnun um fyrirhugaða kjötvinnslu og umhverfisáhrifum hennar. Veittur er sjö daga frestur fyrir skýringar. Breytir áætlunum Haga Hagar hafa áform um að taka húsnæðið á leigu undir kjötvinnslu og aðra tengda starfsemi. Finnur Oddsson forstjóri Haga sagði í samtali við fréttastofu að eðli málsins samkvæmt þá breyti þetta áætlunum fyrirtækisins varðandi flutning í húsið. Það komi í ljós með hvaða hætti. Gert sé ráð fyrir að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins í samvinnu við skipulagsyfirvöld. Vonar að þetta sé aðeins fyrsti áfanginn Formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö vonar að framkvæmdir verði alveg stöðvar. „Þetta er ákveðinn áfangi sem næst með því að stöðva framkvæmdirnar að hluta. Ég geri ráð fyrir að þetta sé aðeins fyrsti áfangi í að stöðvar framkvæmdirnar alfarið. Mér finnst að það eigi að finna þessu húsi annan stað í iðnaðarhverfi,“ segir Kristján. Kristján Hálfdánarson formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö telur að borgin hafi vitað af göllum og átt að stöðva framkvæmdir fyrr.Vísir/Einar Hann telur að borgin hefði átt að vita af göllunum og bregðast fyrr við. „Ég hef heyrt að samskipti milli borgarinnar og eigenda hússins hafi verið á þá leið að borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan. Það er gjörsamlega glórulaust af borgaryfirvöld að planta svona iðnaðarstarfsemi inn í miðja íbúðabyggð, það bara gerist ekki í þeim borgum sem við miðum okkur við,“ segir hann. Byggingin hafi mikil áhrif Kristján segir að byggingin hafi mikil áhrif á íbúa. „Sálfræðileg áhrif af svona byggingu er að fólk verður dapurt, jafnvel einangrast og finnur til þunglyndis. Ég upplifi það hjá sumum íbúum. Fólk er þunglynt út af þessu,“ segir hann. Hann segir í raun óskiljanlegt að húsið hafi risið með þessum hætti. „Þegar peningarnir eru annars vegar komast menn upp með ýmislegt,“ segir Kristján að lokum. Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Byggingariðnaður Skipulag Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Sjá meira
Mikil gagnrýni hefur komið fram á framkvæmdir og byggingu að Álfabakka 2. Í vikunni afhentu íbúar í Árskógum 7 sem stendur við húsið borgarstjóra undirskriftalista tæplega þrjú þúsund þar sem farið var fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Byggingafulltrúi skerst í leikinn Aftur urðu vendingar í málinu í dag þegar byggingafulltrúi Reykjavíkur stöðvaði framkvæmdir í þeim hluta hússins þar sem kjötvinnsla á að rísa. Í bréfi byggingafulltrúa segir að komið hafi í ljós misræmi milli samþykktra aðaluppdrátta og skráningartöflu. Gera þurfi betur grein fyrir rýminu fyrir kjötvinnsluna. Ekki liggi fyrir uplýsingar um hvort eigendur byggingarinnar hafi tilkynnt Skipulagsstofnun um fyrirhugaða kjötvinnslu og umhverfisáhrifum hennar. Veittur er sjö daga frestur fyrir skýringar. Breytir áætlunum Haga Hagar hafa áform um að taka húsnæðið á leigu undir kjötvinnslu og aðra tengda starfsemi. Finnur Oddsson forstjóri Haga sagði í samtali við fréttastofu að eðli málsins samkvæmt þá breyti þetta áætlunum fyrirtækisins varðandi flutning í húsið. Það komi í ljós með hvaða hætti. Gert sé ráð fyrir að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins í samvinnu við skipulagsyfirvöld. Vonar að þetta sé aðeins fyrsti áfanginn Formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö vonar að framkvæmdir verði alveg stöðvar. „Þetta er ákveðinn áfangi sem næst með því að stöðva framkvæmdirnar að hluta. Ég geri ráð fyrir að þetta sé aðeins fyrsti áfangi í að stöðvar framkvæmdirnar alfarið. Mér finnst að það eigi að finna þessu húsi annan stað í iðnaðarhverfi,“ segir Kristján. Kristján Hálfdánarson formaður Búsetafélagsins Árskógum sjö telur að borgin hafi vitað af göllum og átt að stöðva framkvæmdir fyrr.Vísir/Einar Hann telur að borgin hefði átt að vita af göllunum og bregðast fyrr við. „Ég hef heyrt að samskipti milli borgarinnar og eigenda hússins hafi verið á þá leið að borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan. Það er gjörsamlega glórulaust af borgaryfirvöld að planta svona iðnaðarstarfsemi inn í miðja íbúðabyggð, það bara gerist ekki í þeim borgum sem við miðum okkur við,“ segir hann. Byggingin hafi mikil áhrif Kristján segir að byggingin hafi mikil áhrif á íbúa. „Sálfræðileg áhrif af svona byggingu er að fólk verður dapurt, jafnvel einangrast og finnur til þunglyndis. Ég upplifi það hjá sumum íbúum. Fólk er þunglynt út af þessu,“ segir hann. Hann segir í raun óskiljanlegt að húsið hafi risið með þessum hætti. „Þegar peningarnir eru annars vegar komast menn upp með ýmislegt,“ segir Kristján að lokum.
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Byggingariðnaður Skipulag Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent