Hver var amma þín? Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skrifar 5. mars 2015 07:00 Nú þegar við minnumst og höldum upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og kjörgengis kvenna til Alþingis hefur gripið um sig mikið ömmu-æði. Formæðra er nú minnst í ræðu og riti og frásögnum um ömmur, langömmur, ömmusystur og afasystur er safnað á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrirlestrar um ömmur slá aðsóknarmet. Þetta hófst allt í byrjun afmælisársins með vikulegu fyrirlestrunum „Margar myndir ömmu“ á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) í samstarfi við Þjóðminjasafnið og framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Svipaðra fyrirlestra höfðu Norðmenn efnt til á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þar 2013. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins fylltist strax á fyrsta fyrirlestrinum og síðan hefur aðsóknin verið svo mikil að margir hafa þurft frá að hverfa. Ömmusögurnar sprengdu af sér Þjóðminjasafnið og svo fyrirlestrasalinn í Öskju, húsi Náttúrufræðistofnunar, svo að næsti fyrirlestur verður í hátíðasal Háskóla Íslands. Upplýsingar um staðsetningu ömmufyrirlestranna framvegis verða á vef www.rikk.hi.is og www.kosningarettur100ara.is. Ömmufyrirlestrarnir verða á föstudögum í hádeginu fram í maí og koma svo út á bók í haust. Margar hugmyndir hafa vaknað í umræðunum eftir þessa fyrirlestra. Kennarar hafa verið hvattir til að vera með ömmuverkefni, konur vilja óðar og uppvægar safna fróðleik og miðla um ömmur sínar og aðrar formæður. Heimildasöfnun er í miklum gangi og hafa skjalasöfn ekki dæmi um annað eins.Ömmusögum safnað Nú hefur Þjóðminjasafnið ákveðið að safna sögum um ömmur í samstarfi við RIKK, sem ætlar síðan að nýta þær til kvennarannsókna. Þessar sögur má rita undir fullu nafni eða nafnlaust. Þeim er hægt að koma til safnsins á heimasíðu Þjóðminjasafnsins. Allir geta tekið þátt í þessu verkefni, konur og karlar, ungir jafnt sem aldnir. Sagan hefur verið sögð af körlum um karla, en konur hafa gengið til starfa sinna hávaðalaust og borið áhyggjur sínar og erfiði í hljóði. Nú er tími til að fræðast um allar þessar konur og safna þeim fróðleik saman á einn stað. Það ömmusögusafn mun auðga söguna og bæta til muna heimildir um hlut kvenna í samfélaginu á síðustu öld og nýtast í rannsóknarverkefni um konur. Í gangi eru námskeið þar sem kennt er að safna upplýsingum og semja erindi eða skrifa sögu formæðra sinna, ömmu, langömmu eða jafnvel langalangömmu. Formæður eru í kastljósi afkomenda sinna þetta árið í tilefni kosningaréttarafmælisins. Það er mikilvægt ljós. Kennarar ættu að hvetja nemendur til að fjalla um ömmur sínar, í ritgerð eða jafnvel í ljóði. Sögu kvenna síðustu aldar þarf að skrá. Lesandi góður, hver var amma þín? Nú er að setjast niður og leita heimilda og/eða skrá minningar um ömmur sínar og miðla lífi þeirra til komandi kynslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar við minnumst og höldum upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og kjörgengis kvenna til Alþingis hefur gripið um sig mikið ömmu-æði. Formæðra er nú minnst í ræðu og riti og frásögnum um ömmur, langömmur, ömmusystur og afasystur er safnað á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrirlestrar um ömmur slá aðsóknarmet. Þetta hófst allt í byrjun afmælisársins með vikulegu fyrirlestrunum „Margar myndir ömmu“ á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) í samstarfi við Þjóðminjasafnið og framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Svipaðra fyrirlestra höfðu Norðmenn efnt til á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þar 2013. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins fylltist strax á fyrsta fyrirlestrinum og síðan hefur aðsóknin verið svo mikil að margir hafa þurft frá að hverfa. Ömmusögurnar sprengdu af sér Þjóðminjasafnið og svo fyrirlestrasalinn í Öskju, húsi Náttúrufræðistofnunar, svo að næsti fyrirlestur verður í hátíðasal Háskóla Íslands. Upplýsingar um staðsetningu ömmufyrirlestranna framvegis verða á vef www.rikk.hi.is og www.kosningarettur100ara.is. Ömmufyrirlestrarnir verða á föstudögum í hádeginu fram í maí og koma svo út á bók í haust. Margar hugmyndir hafa vaknað í umræðunum eftir þessa fyrirlestra. Kennarar hafa verið hvattir til að vera með ömmuverkefni, konur vilja óðar og uppvægar safna fróðleik og miðla um ömmur sínar og aðrar formæður. Heimildasöfnun er í miklum gangi og hafa skjalasöfn ekki dæmi um annað eins.Ömmusögum safnað Nú hefur Þjóðminjasafnið ákveðið að safna sögum um ömmur í samstarfi við RIKK, sem ætlar síðan að nýta þær til kvennarannsókna. Þessar sögur má rita undir fullu nafni eða nafnlaust. Þeim er hægt að koma til safnsins á heimasíðu Þjóðminjasafnsins. Allir geta tekið þátt í þessu verkefni, konur og karlar, ungir jafnt sem aldnir. Sagan hefur verið sögð af körlum um karla, en konur hafa gengið til starfa sinna hávaðalaust og borið áhyggjur sínar og erfiði í hljóði. Nú er tími til að fræðast um allar þessar konur og safna þeim fróðleik saman á einn stað. Það ömmusögusafn mun auðga söguna og bæta til muna heimildir um hlut kvenna í samfélaginu á síðustu öld og nýtast í rannsóknarverkefni um konur. Í gangi eru námskeið þar sem kennt er að safna upplýsingum og semja erindi eða skrifa sögu formæðra sinna, ömmu, langömmu eða jafnvel langalangömmu. Formæður eru í kastljósi afkomenda sinna þetta árið í tilefni kosningaréttarafmælisins. Það er mikilvægt ljós. Kennarar ættu að hvetja nemendur til að fjalla um ömmur sínar, í ritgerð eða jafnvel í ljóði. Sögu kvenna síðustu aldar þarf að skrá. Lesandi góður, hver var amma þín? Nú er að setjast niður og leita heimilda og/eða skrá minningar um ömmur sínar og miðla lífi þeirra til komandi kynslóða.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun