Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar 3. mars 2025 15:03 Föstudaginn s.l. birtist grein á visir.is um föðurlausa drengi eftir Margréti Valdimarsdóttur(1). Greinin fjallaði um afbrot ungmenni m.a. út frá fjölskyldustöðu. Þar kom fram að börn einstæðra foreldra eru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa á heimili með báðum foreldrum sínum. Þar kom einnig fram að börn sem alast upp á einstæðum feðrum væru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa hjá einstæðum mæðrum. Þetta eru áhugaverð gögn en skoðum þetta aðeins. Börn einstæðra mæðra eru ekki föðurlaus Hugtök eins og „einstæðir feður“ og „einstæðar mæður“ lýsa fyrst og fremst sambandsstöðu foreldrisins og hvar barn hefur lögheimili. Hugtakið lýsir ekki þátttöku hins foreldrisins í uppeldi barnsins. Þar af leiðandi er rangt að álykta að börn „einstæðra mæðra“ séu „föðurlaus“. Ég sendi nýlega fyrirspurnir á bæði Félagsvísindasvið og Menntavísindasvið HÍ um hvort rannsóknir hefðu verið gerðar á stöðu barna „einstæðra foreldra“ en svörin voru að engar sérstakar rannsóknir hefðu verið gerðar á umönnunarbyrði einstæðra foreldra eða réttindum barna einstæðra foreldra. Umönnunarbyrði einstæðra foreldra er þung Grein Margrétar bendir á þá staðreynd að félagsleg staða barna sem búa hjá „einstæðu foreldri“ er erfiðari en annarra barna sem eykur líkur á andfélagslegri hegðun. Rannsóknir sýna að einstæðar mæður bera þungar byrðar. Hvað gera stjórnvöld til að létta þeim byrðarnar og koma börnunum til aðstoðar? Stefna stjórnvalda í málefnum barna einstæðra foreldra er ömurleg Stjórnvöld hafa enga stefnu í málefnum barna einstæðra foreldra. Í flestum öllum tilfellum snýst stuðningurinn um fjármagn en ekki félagsleg úrræði hjá sveitarfélögum eða leik-/grunnskólum. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð á Íslandi. Stjórnvöld eru þar af leiðandi stefnulaus, ráfandi um í myrkri. Árið 2019 gáfu bæði félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið út að stuðningur við börn ætti aðeins að vera veittur til þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Hitt foreldrið, óháð hæfni þess, vilja til að taka þátt, góðri samvinnu við hitt foreldrið og góðu sambandi við barnið hefði ekki lagalegan rétt á að vera með. Stuðningur við börn einstæðra foreldra er því minni en við önnur börn. Hálft stuðningsnet barns fær ekki að vera barninu til stuðnings. Það er augljóst að það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir barnið. Árið 2018 skrifaði Kristín Jónsdóttir doktorsritgerð um „Tengsl heimila og grunnskóla á Íslandi“(2) Þar kemur fram að einstæðar mæður teldu sig fá minni stuðning fyrir börnin en aðrir foreldrar. Stefna stjórnvalda, landslög og aðgerðir sveitarfélaga styðja við þessa niðurstöðu. Árin 2019 og 2020 reyndu Reykjavíkurborg og Kópavogsbær að setja enn meiri byrðar á einstæða foreldra(aðallega mæður) með því að vísa umgengisforeldrum út úr samskiptum við leik- og grunnskóla með upptöku nýs kerfis, Vala.is. Umboðsmaður Alþingis sagði bæði sveitarfélögin fara eftir lögum. Foreldrar náðu sem betur fer að standa af sér þessa afturhaldssinnuðu aðför sveitarfélaganna. Foreldrar hunsuðu einnig álit Umboðsmann Alþingis til þess að tryggja réttindi barnanna. Umboðsmaður Barna skilaði auðu, eins og hann gerir því miður of oft þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu. Árið 2021 sendi ég félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort farsældarlögin næðu utan um börn einstæðra foreldra og svarið var NEI en að þeim yrði mögulega bætt við á næstu árum. Ekkert hefur verið gert síðan. Árið 2024 sögðu bæði Reykjavíkurborg og Barna- og menntamálaráðuneytið að lög(grunnskólalög, leikskólalög, farsældarlögin og barnalög) tryggðu barni ekki stuðning beggja foreldra þrátt fyrir að vilji bæði barns og foreldra lægi fyrir. Þau vildu ekki segja hvað þyrfti til þess að tryggja barni fullan og ótakmarkaðan stuðning. Í handbók BOFS um innleiðingu farsældarlaganna á landsvísu(2024) er ekkert fjallað um börn einstæðra foreldra. Hugtakið er ekki einu sinni að finna í handbókinni. Þessi börn eru ekki með í farsældinni(3) Í stefnumótun stjórnvalda í COVID var ekki tekið tillit til barna einstæðra foreldra. Þau voru jaðarsett. Í skýrslum og rannsóknum um áhrif COVID þá var staða þeirra ekki skoðuð sérstaklega. Stjórnvöld virðast ekki vera að gera neitt í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Staðreyndir Það er lítið sem ekkert er að gerast í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Það eru engin lög eða úrræði grípa þessi börn eða foreldra þeirra. Staða barna einstæðra foreldra hefur nánast ekkert verið rannsökuð. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð. Lítil sem engin þekking er til um aðstæður þeirra. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við lagasetningu. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við stefnumótun. Stjórnvöld vinna markvisst að því að gera börn einstæðra foreldra föður- og mæðralaus. Það er löngu kominn tími til að Alþingi, stjórnvöld, taki ábyrgð á hlutverki sínu. Það er beinlínis fáránlegt á 21. öldinni að foreldrar sem vilja fá aðstoð, óska eftir aðstoð og eru í stöðu til að geta veitt börnum sínum stuðning, fái ekki stuðning og aðstoð stjórnvalda til þess, þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar stjórnvalda um annað. Kerfið er rotið og það þarf að laga tafarlaust! Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. (1) https://www.visir.is/g/20252694969d/haskoladagurinn-og-fodurlausir-drengir (2) https://hi.is/vidburdir/doktorsvorn_i_menntunarfraedi_kristin_jonsdottir (3) https://island.is/handbaekur/handbok-farsaeldar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Föstudaginn s.l. birtist grein á visir.is um föðurlausa drengi eftir Margréti Valdimarsdóttur(1). Greinin fjallaði um afbrot ungmenni m.a. út frá fjölskyldustöðu. Þar kom fram að börn einstæðra foreldra eru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa á heimili með báðum foreldrum sínum. Þar kom einnig fram að börn sem alast upp á einstæðum feðrum væru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa hjá einstæðum mæðrum. Þetta eru áhugaverð gögn en skoðum þetta aðeins. Börn einstæðra mæðra eru ekki föðurlaus Hugtök eins og „einstæðir feður“ og „einstæðar mæður“ lýsa fyrst og fremst sambandsstöðu foreldrisins og hvar barn hefur lögheimili. Hugtakið lýsir ekki þátttöku hins foreldrisins í uppeldi barnsins. Þar af leiðandi er rangt að álykta að börn „einstæðra mæðra“ séu „föðurlaus“. Ég sendi nýlega fyrirspurnir á bæði Félagsvísindasvið og Menntavísindasvið HÍ um hvort rannsóknir hefðu verið gerðar á stöðu barna „einstæðra foreldra“ en svörin voru að engar sérstakar rannsóknir hefðu verið gerðar á umönnunarbyrði einstæðra foreldra eða réttindum barna einstæðra foreldra. Umönnunarbyrði einstæðra foreldra er þung Grein Margrétar bendir á þá staðreynd að félagsleg staða barna sem búa hjá „einstæðu foreldri“ er erfiðari en annarra barna sem eykur líkur á andfélagslegri hegðun. Rannsóknir sýna að einstæðar mæður bera þungar byrðar. Hvað gera stjórnvöld til að létta þeim byrðarnar og koma börnunum til aðstoðar? Stefna stjórnvalda í málefnum barna einstæðra foreldra er ömurleg Stjórnvöld hafa enga stefnu í málefnum barna einstæðra foreldra. Í flestum öllum tilfellum snýst stuðningurinn um fjármagn en ekki félagsleg úrræði hjá sveitarfélögum eða leik-/grunnskólum. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð á Íslandi. Stjórnvöld eru þar af leiðandi stefnulaus, ráfandi um í myrkri. Árið 2019 gáfu bæði félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið út að stuðningur við börn ætti aðeins að vera veittur til þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Hitt foreldrið, óháð hæfni þess, vilja til að taka þátt, góðri samvinnu við hitt foreldrið og góðu sambandi við barnið hefði ekki lagalegan rétt á að vera með. Stuðningur við börn einstæðra foreldra er því minni en við önnur börn. Hálft stuðningsnet barns fær ekki að vera barninu til stuðnings. Það er augljóst að það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir barnið. Árið 2018 skrifaði Kristín Jónsdóttir doktorsritgerð um „Tengsl heimila og grunnskóla á Íslandi“(2) Þar kemur fram að einstæðar mæður teldu sig fá minni stuðning fyrir börnin en aðrir foreldrar. Stefna stjórnvalda, landslög og aðgerðir sveitarfélaga styðja við þessa niðurstöðu. Árin 2019 og 2020 reyndu Reykjavíkurborg og Kópavogsbær að setja enn meiri byrðar á einstæða foreldra(aðallega mæður) með því að vísa umgengisforeldrum út úr samskiptum við leik- og grunnskóla með upptöku nýs kerfis, Vala.is. Umboðsmaður Alþingis sagði bæði sveitarfélögin fara eftir lögum. Foreldrar náðu sem betur fer að standa af sér þessa afturhaldssinnuðu aðför sveitarfélaganna. Foreldrar hunsuðu einnig álit Umboðsmann Alþingis til þess að tryggja réttindi barnanna. Umboðsmaður Barna skilaði auðu, eins og hann gerir því miður of oft þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu. Árið 2021 sendi ég félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort farsældarlögin næðu utan um börn einstæðra foreldra og svarið var NEI en að þeim yrði mögulega bætt við á næstu árum. Ekkert hefur verið gert síðan. Árið 2024 sögðu bæði Reykjavíkurborg og Barna- og menntamálaráðuneytið að lög(grunnskólalög, leikskólalög, farsældarlögin og barnalög) tryggðu barni ekki stuðning beggja foreldra þrátt fyrir að vilji bæði barns og foreldra lægi fyrir. Þau vildu ekki segja hvað þyrfti til þess að tryggja barni fullan og ótakmarkaðan stuðning. Í handbók BOFS um innleiðingu farsældarlaganna á landsvísu(2024) er ekkert fjallað um börn einstæðra foreldra. Hugtakið er ekki einu sinni að finna í handbókinni. Þessi börn eru ekki með í farsældinni(3) Í stefnumótun stjórnvalda í COVID var ekki tekið tillit til barna einstæðra foreldra. Þau voru jaðarsett. Í skýrslum og rannsóknum um áhrif COVID þá var staða þeirra ekki skoðuð sérstaklega. Stjórnvöld virðast ekki vera að gera neitt í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Staðreyndir Það er lítið sem ekkert er að gerast í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Það eru engin lög eða úrræði grípa þessi börn eða foreldra þeirra. Staða barna einstæðra foreldra hefur nánast ekkert verið rannsökuð. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð. Lítil sem engin þekking er til um aðstæður þeirra. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við lagasetningu. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við stefnumótun. Stjórnvöld vinna markvisst að því að gera börn einstæðra foreldra föður- og mæðralaus. Það er löngu kominn tími til að Alþingi, stjórnvöld, taki ábyrgð á hlutverki sínu. Það er beinlínis fáránlegt á 21. öldinni að foreldrar sem vilja fá aðstoð, óska eftir aðstoð og eru í stöðu til að geta veitt börnum sínum stuðning, fái ekki stuðning og aðstoð stjórnvalda til þess, þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar stjórnvalda um annað. Kerfið er rotið og það þarf að laga tafarlaust! Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. (1) https://www.visir.is/g/20252694969d/haskoladagurinn-og-fodurlausir-drengir (2) https://hi.is/vidburdir/doktorsvorn_i_menntunarfraedi_kristin_jonsdottir (3) https://island.is/handbaekur/handbok-farsaeldar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun