Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar 3. mars 2025 10:30 Til þess að efla vísinda- og fræðastarf á Íslandi þarf bæði sterka sýn á samvinnu og samtakamátt auk áræðni til þess að ryðja hindrunum úr vegi til að starfið fái að blómstra. Það er þess vegna sem ég tel að Magnús Karl Magnússon verði frábær rektor Háskóla Íslands. Ötul vinna hans undanfarna áratugi ber þess mjög augljósan vott. Ekki aðeins vegna þess að hann hefur verið einstakur talsmaður vísinda á opinberum vettvangi, heldur líka vegna þess hversu skýra sýn hann hefur haft á það hvernig samstarf skapar nýja möguleika og grósku í vísindum. Eitt af því sem ber þessari sýn Magnúsar merki er stofnun Lífvísindaseturs fyrir fjórtán árum síðan. Magnús var einn af forgangsmönnum stofnunar setursins, sem raungerðist árið 2011 og endurspeglar frumkvöðlahugsun og sterka sýn á það hvernig vísindin eflast með samvinnu og samtakamætti. Þegar ég flutti til Íslands fyrir um 13 árum síðan var langt frá því augljóst að ég veldi að snúa aftur frekar en að byggja minn vísindaferil upp í Evrópu. Ég hafði í raun gert ráð fyrir að vera alfarið flutt frá Íslandi þegar ég hóf doktorsnám í Bandaríkjunum árið 2001 og fór til Bretlands að vinna eftir það. Það var svo árið 2012 að ég var að huga að næstu skrefum að ég fór að leita fyrir mér á Íslandi. Það sem gerði útslagið um að það væri ekki einungis raunhæfur heldur einnig spennandi kostur að snúa til baka var tilvist Lífvísindaseturs. Í mínum huga kristallaðist í setrinu framsýni og skýr sýn á uppbyggingu og samvinnu við rannsóknir í lífvísindum á Íslandi. Á sama tíma grundvallast setrið jafningjahugsjón, þar sem það var augljóst að öll þau sem vildu leggja hönd á plóginn í uppbyggingu væru velkomin í hópinn og framlag hvers og eins mikils metið. Sú sýn hefur gefið gjöfullega af sér, þar sem setrið hefur síeflst sem samstarfsvettvangur lífvísindafólks við allar stofnanir á Íslandi, og dregið að sér öflugt starfsfólk, innviði og unga vísindamenn sem halda starfinu á lofti. Ég tók líka strax eftir því við komuna til Íslands að Magnús var einn ötullasti talsmaður vísinda í opinberri umræðu og hefur hann þar verið ein af mínum helstu fyrirmyndum og samherjum frá því að við kynntumst. Við Magnús deilum nefnilega óbilandi áhuga á að vilja veg vísinda og menntunar sem mestan á Íslandi. Þess vegna var svo dýrmætt að geta leitað til hans strax fyrstu árin mín hér þegar ég var að átta mig á stöðu mála. Magnús er alltaf til í að ræða um málefni menntunar og vísinda og háskóla á gagnrýnin hátt og hefur sjálfur hvatt opinbera umræðu um þau málefni áfram. Mér finnst það lýsandi fyrir Magnús að sú opinbera umræða sem hann hefur staðið fyrir hefur verið með víða skírskotun, frekar en að einskorðast við hans persónulega sérsvið. Alls staðar þar sem hann kemur að lyftir hann umræðunni upp á hærra plan þar sem ávinningur okkar allra, sama hvaða fræði við stundum, er markmiðið. Af frambjóðendum til rektors finnst mér Magnús skara fram úr hvað varðar opinbera umræðu um háskólamál, því hann hefur leitt hana í tvo áratugi. Ég hef trú á því að sem rektor muni hann halda áfram að tala máli vísinda við almenning og þannig nýta þann opinbera vettvang sem rektor hefur til að hefja veg skólans og þeirra vísinda og kennslu sem hér eru stunduð til virðingar. Það voru því gleðifréttir að heyra að hann byði fram krafta sína til að gegna rektorsembætti næstu árin og ég styð framboð hans heilshugar. Höfundur er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Til þess að efla vísinda- og fræðastarf á Íslandi þarf bæði sterka sýn á samvinnu og samtakamátt auk áræðni til þess að ryðja hindrunum úr vegi til að starfið fái að blómstra. Það er þess vegna sem ég tel að Magnús Karl Magnússon verði frábær rektor Háskóla Íslands. Ötul vinna hans undanfarna áratugi ber þess mjög augljósan vott. Ekki aðeins vegna þess að hann hefur verið einstakur talsmaður vísinda á opinberum vettvangi, heldur líka vegna þess hversu skýra sýn hann hefur haft á það hvernig samstarf skapar nýja möguleika og grósku í vísindum. Eitt af því sem ber þessari sýn Magnúsar merki er stofnun Lífvísindaseturs fyrir fjórtán árum síðan. Magnús var einn af forgangsmönnum stofnunar setursins, sem raungerðist árið 2011 og endurspeglar frumkvöðlahugsun og sterka sýn á það hvernig vísindin eflast með samvinnu og samtakamætti. Þegar ég flutti til Íslands fyrir um 13 árum síðan var langt frá því augljóst að ég veldi að snúa aftur frekar en að byggja minn vísindaferil upp í Evrópu. Ég hafði í raun gert ráð fyrir að vera alfarið flutt frá Íslandi þegar ég hóf doktorsnám í Bandaríkjunum árið 2001 og fór til Bretlands að vinna eftir það. Það var svo árið 2012 að ég var að huga að næstu skrefum að ég fór að leita fyrir mér á Íslandi. Það sem gerði útslagið um að það væri ekki einungis raunhæfur heldur einnig spennandi kostur að snúa til baka var tilvist Lífvísindaseturs. Í mínum huga kristallaðist í setrinu framsýni og skýr sýn á uppbyggingu og samvinnu við rannsóknir í lífvísindum á Íslandi. Á sama tíma grundvallast setrið jafningjahugsjón, þar sem það var augljóst að öll þau sem vildu leggja hönd á plóginn í uppbyggingu væru velkomin í hópinn og framlag hvers og eins mikils metið. Sú sýn hefur gefið gjöfullega af sér, þar sem setrið hefur síeflst sem samstarfsvettvangur lífvísindafólks við allar stofnanir á Íslandi, og dregið að sér öflugt starfsfólk, innviði og unga vísindamenn sem halda starfinu á lofti. Ég tók líka strax eftir því við komuna til Íslands að Magnús var einn ötullasti talsmaður vísinda í opinberri umræðu og hefur hann þar verið ein af mínum helstu fyrirmyndum og samherjum frá því að við kynntumst. Við Magnús deilum nefnilega óbilandi áhuga á að vilja veg vísinda og menntunar sem mestan á Íslandi. Þess vegna var svo dýrmætt að geta leitað til hans strax fyrstu árin mín hér þegar ég var að átta mig á stöðu mála. Magnús er alltaf til í að ræða um málefni menntunar og vísinda og háskóla á gagnrýnin hátt og hefur sjálfur hvatt opinbera umræðu um þau málefni áfram. Mér finnst það lýsandi fyrir Magnús að sú opinbera umræða sem hann hefur staðið fyrir hefur verið með víða skírskotun, frekar en að einskorðast við hans persónulega sérsvið. Alls staðar þar sem hann kemur að lyftir hann umræðunni upp á hærra plan þar sem ávinningur okkar allra, sama hvaða fræði við stundum, er markmiðið. Af frambjóðendum til rektors finnst mér Magnús skara fram úr hvað varðar opinbera umræðu um háskólamál, því hann hefur leitt hana í tvo áratugi. Ég hef trú á því að sem rektor muni hann halda áfram að tala máli vísinda við almenning og þannig nýta þann opinbera vettvang sem rektor hefur til að hefja veg skólans og þeirra vísinda og kennslu sem hér eru stunduð til virðingar. Það voru því gleðifréttir að heyra að hann byði fram krafta sína til að gegna rektorsembætti næstu árin og ég styð framboð hans heilshugar. Höfundur er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun