Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar 3. mars 2025 14:00 Ég hef ítrekað lýst yfir furðu minni, hversu lítinn áhuga almenningur hefur á sameiginlegum auðlindum sínum í hafinu. Auðlind sem er undirstaða þess velmegunarþjóðfélags sem við búum í. Hvernig þjóðin hagar nýtingu sinni á þessari auðlind, getur skipt sameiginlegan sjóð landsmanna verulegu máli. Nú, og ekki í fyrsta sinn, er „loðnuskortur“. Þrátt fyrir að hafa farið um miðin ítrekað með fullkomnustu fiskileitartækjum og gervigreind, telur Hafró ekki þorandi að veiða meira en 8.589 tonn. Nákvæmni í vísindastörfum er lykilatriði. Minnsta loðnuvertíð frá upphafi er sagt. Þær vertíðir sem ekki var algjör loðnubrestur í náinni fortíð teljast ekki með; 2018/19, 2019/20, 2023/24. Vertíðina 2021/22 vantaði um 80 þús tonn upp á að kvóta væri náð og 2022/23 vantaði um 130 þús tonn upp á. Sem sagt; flotinn náði ekki að veiða upp í ráðgjöfina. Það mætti halda að loðnustofninn ætti undir högg að sækja. Loðnan mikilvæg tegund í vistkerfi hafsins, mikilvægasta fæða þorsks og fleiri nytjastofna. Enginn loðnukvóti er gefinn út fyrir veiðar í Barentshafi í ár. Þannig er statt fyrir tveimur stærstu loðnustofnum í N-Atlantshafi. Hafró í basli með stofnmælingar Í gegnum árin, hefur Hafró verið í miklu basli með að meta stærð loðnustofnsins. Aflaregla hefur verið í gild frá því 1979, til þess að „sporna við ofveiði“. Við stofnstærðarmælingar var ákveðið að skilja 400 þús tonn eftir til hrygningar. Hvernig slíkt er framkvæmanlegt er vandséð. Árið 2009 komst ICES(Alþjóða Hafrannsóknarráðið) að því að þessi aðferð væri ónothæf. Það var vegna óvissu í bergmálsmælingum, og náttúrulegur dánarstuðull sem notaður var, væri of lágur. Til að geta skilið eftir 400 þús tonn, þurftu fiskifræðingar að reikna út svo kallað afrán; þ.e. hversu mikil loðna er étin af fiski og hvölum. Síðar kom í ljós, að stofnstærðarmælingar sýndu loðnustofninn mun minni en afránið var; eða fiskar átu meira af loðnu en til var samkvæmt mælingum. Þetta missamræmi þótti vert að skoða betur. Þá er talið að breytt gönguhegðun og dreifing loðnu, geri stofnstærðarmælingar fóknari. Gerðar hafa verið ítrekaðar breytingar á aðferðarfræði við þessar mælingar. Hafró telur enn margt þurfi til að ná yfir verkefnið, m.a. meiri rannsóknir á loðnuseiðum og ungloðnu. Forstjóri með réttu spurningarnar.- Loksins Forstjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað (Gunnþór) hefur í fjölmiðlum sagt; „milljarða fjárfestingu standi ónotaða og hvetur stjórnvöld til að rannsaka hvað valdi endurteknum loðnubresti og hvort hvalastofnar hafi stækkað um of“. Og, hann heldur áfram: „loðna er fæða annarra tegunda svo sem þorsks og Gunnþór telur að kanna þurfi hvort loðnuskortur sé skýring á því að þorskstofninn sé ekki að styrkjast”. Góður. LOKSINS, kannski stjórnvöld taki nú við sér, þegar “maður sem hlustað er á” tjáir sig . Þetta eru afleitar fréttir fyrir lífeyrissjóði, sem eiga m.a. um 22% í Síldarvinnslunni, auk hluta í fleiri sjávarútvegsfyrirtækjum. Væntanlega slást lífeyrissjóðir í lið með forstjóranum. Þar sem málsmetandi aðilar eru farnir að kalla eftir viðbrögðum, má ætla að atvinnuvegaráðherra feli Hafró að leysa málið hið fyrsta. Reyndar er einn hængur á. Sama stofnun hefur rannsakað og gefið ráðgjöf um nýtingu nytjastofna í hafinu við landið, og sagan er Hafró ekki hliðholl. Frá því að ráðgjöf var notuð við veiðistjórnun, eru hér dæmi um árangurinn: Eyðing humarstofnsins. Hrun rækjustofnins. Hrun hörpuskeljarstofnsins. Minnkun þorskstofnsins og 50% minni afli en fyrir ráðgjöf. Stórlega hefur dregið úr vexti og þyngd einstaklinga í þorskstofninum. Það sem má nú kalla hrun loðnustofnsins. Minnkun karfastofnsins, lúðustofnsins ofl. Byltingarkennd rannsókn: Hafró mun líklega sem áður, fá aðstoð frá ICES (Alþjóða Hafrannsóknarráðinu). ICES líkt og Hafró vinnur og hefur unnið mjög mikilvægt vísindastarf á sviði hafrannsókna. En báðum stofnunum hefur gengið bölvanlega að byggja upp fiskistofna. Það er staðreynd. Samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir, má ætla að loðnustofninn í N-Atlantshafi verið miklu stærri á öldum áður. Vert er að vekja athygli á nýrri rannsókn vísindamanna við HÍ, sem varpar nýju ljósi á eina mikilvægustu auðlind landsmanna; þorskinn. Þorskurinn við landnám var miklu stærri og eldri og stofninn margfalt stærri | Háskóli Íslands Þetta er rannsókn sem enn er í gangi, og er byltingakennd. Líklegt er að Hafró, skoði þá rannsókn mjög ítarlega. Þar kemur fram ýmislegt mjög athyglisvert, t.d. að sjórinn var nánast fullur af þorski hér við land. Það hefði mátt veiða 1 milljón tonna af þorski á ári án þess að ganga á stofninn. Það má segja að þessi rannsókn gefi fiskifræðingum ákveðinn útgangspunkt. Á þessum tíma voru engar veiðar af neinu tagi; sjórinn var fullur af fiski og sjávarspendýrum; t.d hvölum. Því er stóra spurningin; afhverju hefur þorskstofninn minnkað svo mikið? Þar spilar örugglega margt inn í. Nærtækastar eru veiðarnar, og sú staðreynd að maðurinn hefur lítið sem ekkert hugsað út í að endalaust er verið að sækja í fæðubúr þorsksins. Á sama tíma og reynt er að byggja stofninn upp er hann rændur æti sínu. Frá þvi farið var að hafa stjórn á fiskveiðunum, hefur æti hans minnkað og samkeppnin um ætið aukist. Þá er er mjög líklega ekki vænlegt, að sækja af miklum þunga í þorsk sem er við það að hrygna, sem einmitt hefur verið gert. Stórhvölum eins og langreyð og hnúfubak hefur fjölgað mikið síðustu 50 árin við landið, á sama tíma og þorskveiðar, loðnu-og síldveiðar hafa verið í hámarki. Tal um fjárhagslegt tap af loðnuveiði öfugmæli. Vistkerfi hafsins er flókið. En sömu lögmál hljóta að gilda þar og annarsstaðar í náttúrunni; framboð og eftirspurn eftir fæðu. Engin dýrastofn stækkar ef fæðuöflunin tekur sífellt meiri tíma og orku. Það er ekki bara minna af þorski, heldur er hann minni og léttari. Til að ná sem mest út úr sjávarauðlindinni, er númer eitt að finna út hvað hver fiskistofn getur gefið af sér. Skammgóður fjárhagslegur hagnaður, hefur fengið að vera drifkraftur í að svínbeygja af leið til hámarks afraksturs úr sjávarauðlindinni; sem þjóðin á víst. Mín spá er, að sagan mun dæma fiskveiðistjórnunarkerfi okkar hart. Allt tal um tapið sem þjóðin verður fyrir vegna loðnubrests, eru öfugmæli. Tapið felst í miklu minni stofnstærðum af mun verðmætari fiskistofnum. Við höfum farið af leið, og talið okkur trú um að hægt sé að byggja upp verðmætustu fiskistofnana á miðunum, með því að veikja einn neðsta hlekkinn í fæðukeðju hafsins. Loðna og síld eru mikilvægar tegundir í vistkerfi sjávar. Sagan lýgur ekki. Hún sýnir að áður fyrr var gnægt af verðmætasta fiskistofninum á miðunum; þorski. Þrátt fyrir meira afrán annarra fiskitegunda og spendýra, t.d. hvala sem voru mun fleirri þegar botnfiskstofnar voru margfalt stærri. Það má halda því fram, að til að vega upp á móti veiðum á ýmsum smáfiskistofnum, þyrfti að veiða hvali. Tíðarandinn er þannig að stórvirkar hvalveiðar eru ekki raunhæfar. En það er raunhæft að byggja upp þá fiskistofna sem eiga erfitt uppdráttar. Eftir ofveiði og svo hrun (1972) á íslensku sumargotssíldinni, hefur tekist að byggja þann stofn upp. Veiði loðnu, mun aldrei vega upp á móti þeim mikla ágóða sem okkar verðmætasti fiskur; þorskur og aðrar botnfisktegurndir, geta gefið af sér. Auðvitað er það mikið högg fyrir þau fyrirtæki, einstaklinga og bæjarfélög, sem stóla á tekjur af loðnuveiðum. En vandamálið er þegar fyrir hendi. Að halda áfram á sömu braut, bendir eingöngu til að ástandið versni. Höfundur er útgerðartæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri í fiskvinnslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef ítrekað lýst yfir furðu minni, hversu lítinn áhuga almenningur hefur á sameiginlegum auðlindum sínum í hafinu. Auðlind sem er undirstaða þess velmegunarþjóðfélags sem við búum í. Hvernig þjóðin hagar nýtingu sinni á þessari auðlind, getur skipt sameiginlegan sjóð landsmanna verulegu máli. Nú, og ekki í fyrsta sinn, er „loðnuskortur“. Þrátt fyrir að hafa farið um miðin ítrekað með fullkomnustu fiskileitartækjum og gervigreind, telur Hafró ekki þorandi að veiða meira en 8.589 tonn. Nákvæmni í vísindastörfum er lykilatriði. Minnsta loðnuvertíð frá upphafi er sagt. Þær vertíðir sem ekki var algjör loðnubrestur í náinni fortíð teljast ekki með; 2018/19, 2019/20, 2023/24. Vertíðina 2021/22 vantaði um 80 þús tonn upp á að kvóta væri náð og 2022/23 vantaði um 130 þús tonn upp á. Sem sagt; flotinn náði ekki að veiða upp í ráðgjöfina. Það mætti halda að loðnustofninn ætti undir högg að sækja. Loðnan mikilvæg tegund í vistkerfi hafsins, mikilvægasta fæða þorsks og fleiri nytjastofna. Enginn loðnukvóti er gefinn út fyrir veiðar í Barentshafi í ár. Þannig er statt fyrir tveimur stærstu loðnustofnum í N-Atlantshafi. Hafró í basli með stofnmælingar Í gegnum árin, hefur Hafró verið í miklu basli með að meta stærð loðnustofnsins. Aflaregla hefur verið í gild frá því 1979, til þess að „sporna við ofveiði“. Við stofnstærðarmælingar var ákveðið að skilja 400 þús tonn eftir til hrygningar. Hvernig slíkt er framkvæmanlegt er vandséð. Árið 2009 komst ICES(Alþjóða Hafrannsóknarráðið) að því að þessi aðferð væri ónothæf. Það var vegna óvissu í bergmálsmælingum, og náttúrulegur dánarstuðull sem notaður var, væri of lágur. Til að geta skilið eftir 400 þús tonn, þurftu fiskifræðingar að reikna út svo kallað afrán; þ.e. hversu mikil loðna er étin af fiski og hvölum. Síðar kom í ljós, að stofnstærðarmælingar sýndu loðnustofninn mun minni en afránið var; eða fiskar átu meira af loðnu en til var samkvæmt mælingum. Þetta missamræmi þótti vert að skoða betur. Þá er talið að breytt gönguhegðun og dreifing loðnu, geri stofnstærðarmælingar fóknari. Gerðar hafa verið ítrekaðar breytingar á aðferðarfræði við þessar mælingar. Hafró telur enn margt þurfi til að ná yfir verkefnið, m.a. meiri rannsóknir á loðnuseiðum og ungloðnu. Forstjóri með réttu spurningarnar.- Loksins Forstjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað (Gunnþór) hefur í fjölmiðlum sagt; „milljarða fjárfestingu standi ónotaða og hvetur stjórnvöld til að rannsaka hvað valdi endurteknum loðnubresti og hvort hvalastofnar hafi stækkað um of“. Og, hann heldur áfram: „loðna er fæða annarra tegunda svo sem þorsks og Gunnþór telur að kanna þurfi hvort loðnuskortur sé skýring á því að þorskstofninn sé ekki að styrkjast”. Góður. LOKSINS, kannski stjórnvöld taki nú við sér, þegar “maður sem hlustað er á” tjáir sig . Þetta eru afleitar fréttir fyrir lífeyrissjóði, sem eiga m.a. um 22% í Síldarvinnslunni, auk hluta í fleiri sjávarútvegsfyrirtækjum. Væntanlega slást lífeyrissjóðir í lið með forstjóranum. Þar sem málsmetandi aðilar eru farnir að kalla eftir viðbrögðum, má ætla að atvinnuvegaráðherra feli Hafró að leysa málið hið fyrsta. Reyndar er einn hængur á. Sama stofnun hefur rannsakað og gefið ráðgjöf um nýtingu nytjastofna í hafinu við landið, og sagan er Hafró ekki hliðholl. Frá því að ráðgjöf var notuð við veiðistjórnun, eru hér dæmi um árangurinn: Eyðing humarstofnsins. Hrun rækjustofnins. Hrun hörpuskeljarstofnsins. Minnkun þorskstofnsins og 50% minni afli en fyrir ráðgjöf. Stórlega hefur dregið úr vexti og þyngd einstaklinga í þorskstofninum. Það sem má nú kalla hrun loðnustofnsins. Minnkun karfastofnsins, lúðustofnsins ofl. Byltingarkennd rannsókn: Hafró mun líklega sem áður, fá aðstoð frá ICES (Alþjóða Hafrannsóknarráðinu). ICES líkt og Hafró vinnur og hefur unnið mjög mikilvægt vísindastarf á sviði hafrannsókna. En báðum stofnunum hefur gengið bölvanlega að byggja upp fiskistofna. Það er staðreynd. Samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir, má ætla að loðnustofninn í N-Atlantshafi verið miklu stærri á öldum áður. Vert er að vekja athygli á nýrri rannsókn vísindamanna við HÍ, sem varpar nýju ljósi á eina mikilvægustu auðlind landsmanna; þorskinn. Þorskurinn við landnám var miklu stærri og eldri og stofninn margfalt stærri | Háskóli Íslands Þetta er rannsókn sem enn er í gangi, og er byltingakennd. Líklegt er að Hafró, skoði þá rannsókn mjög ítarlega. Þar kemur fram ýmislegt mjög athyglisvert, t.d. að sjórinn var nánast fullur af þorski hér við land. Það hefði mátt veiða 1 milljón tonna af þorski á ári án þess að ganga á stofninn. Það má segja að þessi rannsókn gefi fiskifræðingum ákveðinn útgangspunkt. Á þessum tíma voru engar veiðar af neinu tagi; sjórinn var fullur af fiski og sjávarspendýrum; t.d hvölum. Því er stóra spurningin; afhverju hefur þorskstofninn minnkað svo mikið? Þar spilar örugglega margt inn í. Nærtækastar eru veiðarnar, og sú staðreynd að maðurinn hefur lítið sem ekkert hugsað út í að endalaust er verið að sækja í fæðubúr þorsksins. Á sama tíma og reynt er að byggja stofninn upp er hann rændur æti sínu. Frá þvi farið var að hafa stjórn á fiskveiðunum, hefur æti hans minnkað og samkeppnin um ætið aukist. Þá er er mjög líklega ekki vænlegt, að sækja af miklum þunga í þorsk sem er við það að hrygna, sem einmitt hefur verið gert. Stórhvölum eins og langreyð og hnúfubak hefur fjölgað mikið síðustu 50 árin við landið, á sama tíma og þorskveiðar, loðnu-og síldveiðar hafa verið í hámarki. Tal um fjárhagslegt tap af loðnuveiði öfugmæli. Vistkerfi hafsins er flókið. En sömu lögmál hljóta að gilda þar og annarsstaðar í náttúrunni; framboð og eftirspurn eftir fæðu. Engin dýrastofn stækkar ef fæðuöflunin tekur sífellt meiri tíma og orku. Það er ekki bara minna af þorski, heldur er hann minni og léttari. Til að ná sem mest út úr sjávarauðlindinni, er númer eitt að finna út hvað hver fiskistofn getur gefið af sér. Skammgóður fjárhagslegur hagnaður, hefur fengið að vera drifkraftur í að svínbeygja af leið til hámarks afraksturs úr sjávarauðlindinni; sem þjóðin á víst. Mín spá er, að sagan mun dæma fiskveiðistjórnunarkerfi okkar hart. Allt tal um tapið sem þjóðin verður fyrir vegna loðnubrests, eru öfugmæli. Tapið felst í miklu minni stofnstærðum af mun verðmætari fiskistofnum. Við höfum farið af leið, og talið okkur trú um að hægt sé að byggja upp verðmætustu fiskistofnana á miðunum, með því að veikja einn neðsta hlekkinn í fæðukeðju hafsins. Loðna og síld eru mikilvægar tegundir í vistkerfi sjávar. Sagan lýgur ekki. Hún sýnir að áður fyrr var gnægt af verðmætasta fiskistofninum á miðunum; þorski. Þrátt fyrir meira afrán annarra fiskitegunda og spendýra, t.d. hvala sem voru mun fleirri þegar botnfiskstofnar voru margfalt stærri. Það má halda því fram, að til að vega upp á móti veiðum á ýmsum smáfiskistofnum, þyrfti að veiða hvali. Tíðarandinn er þannig að stórvirkar hvalveiðar eru ekki raunhæfar. En það er raunhæft að byggja upp þá fiskistofna sem eiga erfitt uppdráttar. Eftir ofveiði og svo hrun (1972) á íslensku sumargotssíldinni, hefur tekist að byggja þann stofn upp. Veiði loðnu, mun aldrei vega upp á móti þeim mikla ágóða sem okkar verðmætasti fiskur; þorskur og aðrar botnfisktegurndir, geta gefið af sér. Auðvitað er það mikið högg fyrir þau fyrirtæki, einstaklinga og bæjarfélög, sem stóla á tekjur af loðnuveiðum. En vandamálið er þegar fyrir hendi. Að halda áfram á sömu braut, bendir eingöngu til að ástandið versni. Höfundur er útgerðartæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri í fiskvinnslu.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar