Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2025 09:02 Baráttan fyrir bættri velferð dýra hefur verið að styrkjast stöðugt á síðustu árum. Það finnum við hjá Dýraverndarsambandi Íslands, rótgrónum samtökum sem eiga ekki minna erindi í dag en þegar þau voru stofnuð fyrir 110 árum. Með því að skrifa undir á vefnum askorun.dyravernd.is getur fólk lagst á árarnar með DÍS til að þrýsta á stjórnvöld að stöðva blóðmerahald.Eðli þessarar starfsemi hefur verið dregin fram í dagsljósið undanfarin ár og dylst engum sem skoðar framkvæmdina að um er að ræða meðferð á dýrum sem er bæði tímaskekkja og dýraníð. Blóðtakan veldur áþján Blóðmerahaldið er starfsemi þar sem blóð er tekið úr fylfullum hryssum til vinna úr því hormón til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir dýr. Lyfið er notað fyrir dýr í verksmiðjubúskap, aðallega gyltur, svo dýrin eignist fleiri afkvæmi og oftar en þeim er eðlilegt. Þegar tekið er blóð úr hryssunum sem eru fylfullar og yfirleitt mjólkandi folaldi, eru teknir 5 lítrar vikulega í allt að 8 vikur. Þetta er um 16-20% af heildarblóðmagni hryssanna sem er langt umfram alþjóðleg viðmið hvað varðar magn og tíðni blóðtöku úr dýrum sem er óviðunandi og veldur hryssunum áþján. Væri farið eftir alþjóðlegum viðmiðum væri verið að taka um 7,5%, eða um 2 lítra. Grimm meðferð á fylfullum hryssum Í blóðmerahaldinu er yfirleitt um að ræða stóra hópa hryssa sem eru lítið tamdar og í lítilli snertingu við fólk. Þegar þessar hryssur eru reknar á blóðtökubás og bundnar þar fastar verða þær eðlilega mjög hræddar og ekki síður um folaldið sitt. Í þessum aðstæðum reyna hryssurnar að berjast um eða flýja til að komast undan og þegar það gengur ekki gefast þær upp og láta meðferðina yfir sig ganga. Svona meðferð á dýrum er grimm og algjörlega í andstöðu við markmið laga um velferð dýra. Þegar blóð er tekið úr hryssunum er um að ræða þvingandi aðgerð, hvort sem þær eru tamdar eða lítið tamdar. Ferlið er sársaukafullt þar sem hryssurnar eru stungnar í hálsbláæð með þykkri nál og geta þessar ítrekuðu blóðtökur einnig orsakað ígerðir. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að hryssur hafi verið margstungnar í hálsinn til að koma nálinni fyrir og að staðdeyfing virki ekki alltaf. Þúsundum folalda slátrað sem aukaafurð Hryssurnar þurfa að vera fylfullar svo hægt sé að vinna hormónið úr blóði þeirra. Á hverju ári kasta hryssurnar, sem eru um 5.000 talsins, hátt í sama fjölda folalda. Þessum folöldum er flestum slátrað sem aukaafurð í þágu lyfjaframleiðslu sem eykur áþján dýra í verksmiðjubúskap. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að folöldum í blóðmerahaldinu hafi í einhverjum tilfellum verið slátrað fyrir hefðbundinn sláturtíma að hausti, eða yfir sumartímann. Ef hryssur framleiða ekki nógu mikið af hormóninu er þeim yfirleitt slátrað. Það er ljóst að blóðmerahaldið er ill meðferð á dýrum bæði hvað varðar magn og tíðni blóðtökunnar sem gengur langt út yfir alþjóðleg viðmið, ásamt meðferðinni á hryssunum þar sem leiða má að því líkur að flestar þeirra gefist upp á básunum sem er grimm meðferð á dýrum. Góð dýravelferð á að vera sjálfsagður hluti af nútímasamfélagi. Þar sem velferð dýra er ekki tryggð þarf að gera úrbætur og þegar enginn möguleiki er á úrbótum til að tryggja mannúðlega meðferð dýra þarf einfaldlega að afleggja starfsemina. Ef þessar blóðtökur úr fylfullum hryssum yrðu framkvæmdar í samræmi við alþjóðleg viðmið um blóðtöku úr dýrum yrði starfseminni sjálfhætt. Dýraverndarsamband Íslands stendur nú fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að banna blóðmerahald fyrir fullt og allt hér á landi. Við trúum því staðfastlega að velferð dýra sé grundvallarþáttur í heilbrigðu samfélagi og ef þú vilt hjálpa okkur að knýja fram breytingar þá er hægt að nálgast undirskriftasöfnunina á vefnum askorun.dyravernd.is. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir bættri velferð dýra hefur verið að styrkjast stöðugt á síðustu árum. Það finnum við hjá Dýraverndarsambandi Íslands, rótgrónum samtökum sem eiga ekki minna erindi í dag en þegar þau voru stofnuð fyrir 110 árum. Með því að skrifa undir á vefnum askorun.dyravernd.is getur fólk lagst á árarnar með DÍS til að þrýsta á stjórnvöld að stöðva blóðmerahald.Eðli þessarar starfsemi hefur verið dregin fram í dagsljósið undanfarin ár og dylst engum sem skoðar framkvæmdina að um er að ræða meðferð á dýrum sem er bæði tímaskekkja og dýraníð. Blóðtakan veldur áþján Blóðmerahaldið er starfsemi þar sem blóð er tekið úr fylfullum hryssum til vinna úr því hormón til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir dýr. Lyfið er notað fyrir dýr í verksmiðjubúskap, aðallega gyltur, svo dýrin eignist fleiri afkvæmi og oftar en þeim er eðlilegt. Þegar tekið er blóð úr hryssunum sem eru fylfullar og yfirleitt mjólkandi folaldi, eru teknir 5 lítrar vikulega í allt að 8 vikur. Þetta er um 16-20% af heildarblóðmagni hryssanna sem er langt umfram alþjóðleg viðmið hvað varðar magn og tíðni blóðtöku úr dýrum sem er óviðunandi og veldur hryssunum áþján. Væri farið eftir alþjóðlegum viðmiðum væri verið að taka um 7,5%, eða um 2 lítra. Grimm meðferð á fylfullum hryssum Í blóðmerahaldinu er yfirleitt um að ræða stóra hópa hryssa sem eru lítið tamdar og í lítilli snertingu við fólk. Þegar þessar hryssur eru reknar á blóðtökubás og bundnar þar fastar verða þær eðlilega mjög hræddar og ekki síður um folaldið sitt. Í þessum aðstæðum reyna hryssurnar að berjast um eða flýja til að komast undan og þegar það gengur ekki gefast þær upp og láta meðferðina yfir sig ganga. Svona meðferð á dýrum er grimm og algjörlega í andstöðu við markmið laga um velferð dýra. Þegar blóð er tekið úr hryssunum er um að ræða þvingandi aðgerð, hvort sem þær eru tamdar eða lítið tamdar. Ferlið er sársaukafullt þar sem hryssurnar eru stungnar í hálsbláæð með þykkri nál og geta þessar ítrekuðu blóðtökur einnig orsakað ígerðir. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að hryssur hafi verið margstungnar í hálsinn til að koma nálinni fyrir og að staðdeyfing virki ekki alltaf. Þúsundum folalda slátrað sem aukaafurð Hryssurnar þurfa að vera fylfullar svo hægt sé að vinna hormónið úr blóði þeirra. Á hverju ári kasta hryssurnar, sem eru um 5.000 talsins, hátt í sama fjölda folalda. Þessum folöldum er flestum slátrað sem aukaafurð í þágu lyfjaframleiðslu sem eykur áþján dýra í verksmiðjubúskap. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að folöldum í blóðmerahaldinu hafi í einhverjum tilfellum verið slátrað fyrir hefðbundinn sláturtíma að hausti, eða yfir sumartímann. Ef hryssur framleiða ekki nógu mikið af hormóninu er þeim yfirleitt slátrað. Það er ljóst að blóðmerahaldið er ill meðferð á dýrum bæði hvað varðar magn og tíðni blóðtökunnar sem gengur langt út yfir alþjóðleg viðmið, ásamt meðferðinni á hryssunum þar sem leiða má að því líkur að flestar þeirra gefist upp á básunum sem er grimm meðferð á dýrum. Góð dýravelferð á að vera sjálfsagður hluti af nútímasamfélagi. Þar sem velferð dýra er ekki tryggð þarf að gera úrbætur og þegar enginn möguleiki er á úrbótum til að tryggja mannúðlega meðferð dýra þarf einfaldlega að afleggja starfsemina. Ef þessar blóðtökur úr fylfullum hryssum yrðu framkvæmdar í samræmi við alþjóðleg viðmið um blóðtöku úr dýrum yrði starfseminni sjálfhætt. Dýraverndarsamband Íslands stendur nú fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að banna blóðmerahald fyrir fullt og allt hér á landi. Við trúum því staðfastlega að velferð dýra sé grundvallarþáttur í heilbrigðu samfélagi og ef þú vilt hjálpa okkur að knýja fram breytingar þá er hægt að nálgast undirskriftasöfnunina á vefnum askorun.dyravernd.is. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun