Sigurbjörg: Kom aldrei til greina að hætta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Meiðslin eru mikið áfall fyrir Sigurbjörgu sem hafði aldrei spilað betur en í vetur. vísir/pjetur „Þetta var eitthvað sem ég var búin að búast við síðan ég meiddist. Það er samt auðvitað leiðinlegt að fá staðfestingu á því. Ég gat samt eiginlega sagt mér það frá upphafi,“ segir besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Framarinn Sigurbjörg Jóhannsdóttir, en hún er með slitið krossband. Það þýðir einfaldlega að hún spilar ekki meira á þessari leiktíð og í hönd fer erfiður tími í endurhæfingu hjá þessari frábæru handboltakonu. „Þetta er heilmikið áfall fyrir mig. Þetta er víst eitthvað sem fylgir sportinu og lítið við þessu að gera. Ég verð bara að fara að hugsa strax um það hvernig ég ætla að vinna í því að koma til baka sem fyrst. Ég er staðráðin í því að láta þetta efla mig,“ segir Sigurbjörg ákveðin.Neitar að gefast upp Hún fer í aðgerð vegna meiðslanna eftir fjórar vikur og í kjölfarið tekur við endurhæfing í sjö til níu mánuði. „Ég er bara farin að horfa á næsta tímabil. Þetta kemur allt í litlum skrefum. Ég byrja á því að hjóla og svo eftir nokkra mánuði get ég vonandi byrjað að hlaupa. Eftir hálft ár er ég væntanlega komin aðeins inn á völlinn en ekki í neina snertingu. Maður eykur við sig álagið eftir því hvernig endurhæfingin gengur. Það er oft talað um átta til tólf mánaða ferli þegar fólk meiðist svona. Ég verð vonandi klár einhvern tímann í byrjun næsta tímabils.“ Þetta er í annað sinn sem Sigurbjörg lendir í því að slíta krossband. Hún segir ekki koma til greina að gefast upp. „Nú er ég búin að slíta á báðum hnjám. Ég hafði hugsað um það áður hvernig ég myndi bregðast við ef ég lenti í því að slíta aftur. Það er eiginlega ótrúlegt hvað ég fór strax að hugsa að ég yrði ákveðinn í því að ná mér aftur. Ég fann að viljinn var alltaf til staðar. Það kom aldrei upp í hugann að ég vildi hætta,“ segir Sigurbjörg en það hefur gengið afar vel hjá henni í vetur. „Ég held að áhuginn á handbolta hafi aldrei verið eins mikill hjá mér og núna. Það er búið að ganga svo vel að það var aldrei spurning hjá mér að vera bara jákvæð. Ég er ekki frá því að þetta sé mitt besta tímabil frá upphafi. Þetta er líka búið að vera ofsalega skemmtilegt tímabil. Þar af leiðandi er enn þá sárara að lenda í þessu núna. Að sama skapi er þetta tímabil svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar. Ég er bara spennt að koma aftur inn í þetta skemmtilega lið.“Hef fulla trú á liðinu Fram er í öðru sæti deildarinnar í dag með einu stigi minna en Grótta. Það segir sig sjálft að það veikir liðið mikið að missa Sigurbjörgu út en hún hefur mikla trú á liðsfélögum sínum. „Það verður spennandi að sjá þær í framhaldinu og ég hef fulla trú á því að liðið verði áfram í toppbaráttu,“ segir Sigurbjörg og þvertekur fyrir að þetta sé búið spil hjá liðinu þar sem hún er meidd. „Alls ekki. Það er langt í frá. Það kemur alltaf maður í manns stað og það er engin undantekning á því núna. Það er breidd í liðinu og ég held að liðið muni eflast við þetta. Ég hef fulla trú á því að það muni ganga vel hjá stelpunum.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Kom maður í manns stað“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Sjá meira
„Þetta var eitthvað sem ég var búin að búast við síðan ég meiddist. Það er samt auðvitað leiðinlegt að fá staðfestingu á því. Ég gat samt eiginlega sagt mér það frá upphafi,“ segir besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Framarinn Sigurbjörg Jóhannsdóttir, en hún er með slitið krossband. Það þýðir einfaldlega að hún spilar ekki meira á þessari leiktíð og í hönd fer erfiður tími í endurhæfingu hjá þessari frábæru handboltakonu. „Þetta er heilmikið áfall fyrir mig. Þetta er víst eitthvað sem fylgir sportinu og lítið við þessu að gera. Ég verð bara að fara að hugsa strax um það hvernig ég ætla að vinna í því að koma til baka sem fyrst. Ég er staðráðin í því að láta þetta efla mig,“ segir Sigurbjörg ákveðin.Neitar að gefast upp Hún fer í aðgerð vegna meiðslanna eftir fjórar vikur og í kjölfarið tekur við endurhæfing í sjö til níu mánuði. „Ég er bara farin að horfa á næsta tímabil. Þetta kemur allt í litlum skrefum. Ég byrja á því að hjóla og svo eftir nokkra mánuði get ég vonandi byrjað að hlaupa. Eftir hálft ár er ég væntanlega komin aðeins inn á völlinn en ekki í neina snertingu. Maður eykur við sig álagið eftir því hvernig endurhæfingin gengur. Það er oft talað um átta til tólf mánaða ferli þegar fólk meiðist svona. Ég verð vonandi klár einhvern tímann í byrjun næsta tímabils.“ Þetta er í annað sinn sem Sigurbjörg lendir í því að slíta krossband. Hún segir ekki koma til greina að gefast upp. „Nú er ég búin að slíta á báðum hnjám. Ég hafði hugsað um það áður hvernig ég myndi bregðast við ef ég lenti í því að slíta aftur. Það er eiginlega ótrúlegt hvað ég fór strax að hugsa að ég yrði ákveðinn í því að ná mér aftur. Ég fann að viljinn var alltaf til staðar. Það kom aldrei upp í hugann að ég vildi hætta,“ segir Sigurbjörg en það hefur gengið afar vel hjá henni í vetur. „Ég held að áhuginn á handbolta hafi aldrei verið eins mikill hjá mér og núna. Það er búið að ganga svo vel að það var aldrei spurning hjá mér að vera bara jákvæð. Ég er ekki frá því að þetta sé mitt besta tímabil frá upphafi. Þetta er líka búið að vera ofsalega skemmtilegt tímabil. Þar af leiðandi er enn þá sárara að lenda í þessu núna. Að sama skapi er þetta tímabil svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar. Ég er bara spennt að koma aftur inn í þetta skemmtilega lið.“Hef fulla trú á liðinu Fram er í öðru sæti deildarinnar í dag með einu stigi minna en Grótta. Það segir sig sjálft að það veikir liðið mikið að missa Sigurbjörgu út en hún hefur mikla trú á liðsfélögum sínum. „Það verður spennandi að sjá þær í framhaldinu og ég hef fulla trú á því að liðið verði áfram í toppbaráttu,“ segir Sigurbjörg og þvertekur fyrir að þetta sé búið spil hjá liðinu þar sem hún er meidd. „Alls ekki. Það er langt í frá. Það kemur alltaf maður í manns stað og það er engin undantekning á því núna. Það er breidd í liðinu og ég held að liðið muni eflast við þetta. Ég hef fulla trú á því að það muni ganga vel hjá stelpunum.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Kom maður í manns stað“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti