Útilokað að kjósa um nýja stjórnarskrá samhliða forsetakosningum Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2015 18:48 Frá fundi stjórnlagaráðs árið 2011. Vísir/Gva Útilokað er að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá geti farið fram samhliða forsetakosningum næsta sumar þar sem Alþingi er fallið á tíma. Forsætisráðherra segir það ekki skipta höfuðmáli hvort kosið verði um breytingar á öðrum tíma. Forseti Íslands sem annað hvort á eftir nokkra mánuði í embætti eða rúm fjögur ár hefur ekki farið í neinar grafgötur með að hann vill ekki að kosið verði um breytingar á stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í júní. Honum verður að ósk sinni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í morgun að eini möguleikinn á að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni samhliða forsetakosningum sé ef Alþingi samþykki breytingarnar fyrir 24. desember. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari til Birgittu að honum hafi heyrst það vera mat margra, ekki bara hennar, að það væri hæpið að það næðist að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum. „Og það er í sjálfu sér ekki alslæmt að menn gefi sér þann tíma sem þarf til að vinna þessar tillögur almennilega og haldi þá sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Það hefur verið bent á það að það hafi ýmsa galla í för með sér að gera þetta samhliða forsetakosningum,“ sagði Sigmundur Davíð.Sérákvæði rennur úr gildi við lok kjörtímabilsSamkvæmt bráðabirgðaákvæði sem samþykkt var í lok síðasta kjörtímabils er hægt að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing og boða til kosninga á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar hins vegar á tillögum frá stjórnarskrárnefnd. „Hún er búin að funda hvorki meira né minna en fimmtíu sinnum. Alltaf lokafundur núna síðustu mánuði. En alltaf kemur eitthvað babb í bátin hjá stjórnarflokkunum,“ segir Birgitta.Hvað þýðir þetta þá fyrir framgang málsins héðan í frá?„Þetta þýðir bara að þessar breytingar munu ekki koma til kasta þjóðar né þings á þessu kjörtímabili,“ segir Birgitta og bendir á að ekki sé einu sinni fjárveiting fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári í fjárlagafrumvarpinu. Birgitta segir að á næsta hausti verði aðeins eftir um 8 mánuðir af kjörtímabilinu og ekki muni ekki skorta mótbárur gegn þjóðaratkvæðagreiðslu liggi tillögur yfirleitt fyrir. „Þá munu koma alls konar raddir um að þetta sé of dýrt. Síðan mun verða gerð tilraun til að gera þetta samhliða þingkosningum (2017) og þá verður það of mikil truflun að hafa þetta samhliða. Þannig að það munu alltaf koma einhverjar afsakanir. Alveg eins og forseti lýðveldisins kom með bein tilmæli til til Alþingis um að það mætti ekki fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum,“ segir Birgitta.Þá verður orðið mjög erfitt að breyta stjórnarskránni ef það tekst ekki á kjörtímabilinu?„Það er hárrétt og þess vegna held ég að það sé mjög mikilvægt að við, þjóðin, einhendum okkur í það eftir næstu kosningar að tryggja að við fáum þessa nýju stjórnarskrá sem þjóðin er búin að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Enda taki þær breytingar sem nú sé verið að ræða í stjórnarskrárnefnd aðeins á hluta stjórnarskrárinnar. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Útilokað er að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá geti farið fram samhliða forsetakosningum næsta sumar þar sem Alþingi er fallið á tíma. Forsætisráðherra segir það ekki skipta höfuðmáli hvort kosið verði um breytingar á öðrum tíma. Forseti Íslands sem annað hvort á eftir nokkra mánuði í embætti eða rúm fjögur ár hefur ekki farið í neinar grafgötur með að hann vill ekki að kosið verði um breytingar á stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í júní. Honum verður að ósk sinni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í morgun að eini möguleikinn á að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni samhliða forsetakosningum sé ef Alþingi samþykki breytingarnar fyrir 24. desember. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari til Birgittu að honum hafi heyrst það vera mat margra, ekki bara hennar, að það væri hæpið að það næðist að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum. „Og það er í sjálfu sér ekki alslæmt að menn gefi sér þann tíma sem þarf til að vinna þessar tillögur almennilega og haldi þá sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Það hefur verið bent á það að það hafi ýmsa galla í för með sér að gera þetta samhliða forsetakosningum,“ sagði Sigmundur Davíð.Sérákvæði rennur úr gildi við lok kjörtímabilsSamkvæmt bráðabirgðaákvæði sem samþykkt var í lok síðasta kjörtímabils er hægt að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing og boða til kosninga á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar hins vegar á tillögum frá stjórnarskrárnefnd. „Hún er búin að funda hvorki meira né minna en fimmtíu sinnum. Alltaf lokafundur núna síðustu mánuði. En alltaf kemur eitthvað babb í bátin hjá stjórnarflokkunum,“ segir Birgitta.Hvað þýðir þetta þá fyrir framgang málsins héðan í frá?„Þetta þýðir bara að þessar breytingar munu ekki koma til kasta þjóðar né þings á þessu kjörtímabili,“ segir Birgitta og bendir á að ekki sé einu sinni fjárveiting fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári í fjárlagafrumvarpinu. Birgitta segir að á næsta hausti verði aðeins eftir um 8 mánuðir af kjörtímabilinu og ekki muni ekki skorta mótbárur gegn þjóðaratkvæðagreiðslu liggi tillögur yfirleitt fyrir. „Þá munu koma alls konar raddir um að þetta sé of dýrt. Síðan mun verða gerð tilraun til að gera þetta samhliða þingkosningum (2017) og þá verður það of mikil truflun að hafa þetta samhliða. Þannig að það munu alltaf koma einhverjar afsakanir. Alveg eins og forseti lýðveldisins kom með bein tilmæli til til Alþingis um að það mætti ekki fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum,“ segir Birgitta.Þá verður orðið mjög erfitt að breyta stjórnarskránni ef það tekst ekki á kjörtímabilinu?„Það er hárrétt og þess vegna held ég að það sé mjög mikilvægt að við, þjóðin, einhendum okkur í það eftir næstu kosningar að tryggja að við fáum þessa nýju stjórnarskrá sem þjóðin er búin að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Enda taki þær breytingar sem nú sé verið að ræða í stjórnarskrárnefnd aðeins á hluta stjórnarskrárinnar.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira