Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Atli Ísleifsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 28. október 2025 13:34 Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðin síðustu klukkutímana. Vísir/Anton Brink Talsverð snjókoma hefur verið á suðvesturhorni landsins og áfram er spáð mikilli snjókomu í dag. Svæðisbundin snjóflóðaspá hefur verið uppfærð í appelsínugulan, sem þýðir töluverð hætta á snjóflóðum. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að mikil óvissa hafi verið í veðurspám undanfarinn sólarhring, bæði hvað varðar tímasetningar og úrkomumagn. Nýjustu spár geri ráð fyrir mikilli úrkomu í kringum höfuðborgarsvæðið seinnipartinn og fram á nótt. Hulda Rós Helgadóttir, ofanflóðasérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofunnar, segir fólk sérstaklega eiga að gæta sín í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Þetta geti verið brekkur í fjöllum nálægt höfuðborgarsvæðinu eins og í Úlfarsfelli, Helgafelli eða Móskarðshnúkum. „Þetta er almennt á svæðinu og í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Það er búið að snjóa alls staðar á svæðinu og seinni partinn hvessir úr norðaustri og þá mun örugglega koma skafrenningur og þá sérstaklega í hlíðar sem snúa suðvestur. Mesta snjóflóðahættan er því líklega í suðvesturvísandi hlíðum,“ segir hún og að það geti átt við víða. Til dæmis Úlfarsfelli eða Móskarðshnúkum. „Það þurfa ekki að vera há fjöll endilega. Þetta getur alveg verið í lágum fjöllum í kringum borgina.“ Snjóflóðavakt Veðurstofunnar minnir fólk á að fara varlega nálægt bröttum brekkum, hvort sem er fótgangandi, á skíðum eða börn að leik í hlíðum. „Dálítill snjór var fyrir til fjalla á SV-horninu og ekki er vitað hvernig nýi snjórinn binst við þann eldri. Í svona miklu nýsnævi gæti myndast veikleiki innan snjóþekjunnar eða hún loðað illa saman. Í dag og á næstu dögum má gera ráð fyrir hvassri NA-átt á köflum sem gæti myndað vindfleka, aðallega í SV-vísandi hlíðum, og aukið snjóflóðahættu enn frekar. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar vill minna fólk á að hafa snjóflóðahættu í huga í dag og næstu daga. Þetta á við um fólk sem t.d. ferðast í fjalllendi, hvort sem er fótgangandi, á skíðum, eða sleðum, eða börn að leik í bröttum hlíðum,“ segir á síðu snjóflóðavaktar Veðurstofunnar. Veður Snjóflóð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að mikil óvissa hafi verið í veðurspám undanfarinn sólarhring, bæði hvað varðar tímasetningar og úrkomumagn. Nýjustu spár geri ráð fyrir mikilli úrkomu í kringum höfuðborgarsvæðið seinnipartinn og fram á nótt. Hulda Rós Helgadóttir, ofanflóðasérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofunnar, segir fólk sérstaklega eiga að gæta sín í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Þetta geti verið brekkur í fjöllum nálægt höfuðborgarsvæðinu eins og í Úlfarsfelli, Helgafelli eða Móskarðshnúkum. „Þetta er almennt á svæðinu og í brekkum sem eru yfir 30 gráður. Það er búið að snjóa alls staðar á svæðinu og seinni partinn hvessir úr norðaustri og þá mun örugglega koma skafrenningur og þá sérstaklega í hlíðar sem snúa suðvestur. Mesta snjóflóðahættan er því líklega í suðvesturvísandi hlíðum,“ segir hún og að það geti átt við víða. Til dæmis Úlfarsfelli eða Móskarðshnúkum. „Það þurfa ekki að vera há fjöll endilega. Þetta getur alveg verið í lágum fjöllum í kringum borgina.“ Snjóflóðavakt Veðurstofunnar minnir fólk á að fara varlega nálægt bröttum brekkum, hvort sem er fótgangandi, á skíðum eða börn að leik í hlíðum. „Dálítill snjór var fyrir til fjalla á SV-horninu og ekki er vitað hvernig nýi snjórinn binst við þann eldri. Í svona miklu nýsnævi gæti myndast veikleiki innan snjóþekjunnar eða hún loðað illa saman. Í dag og á næstu dögum má gera ráð fyrir hvassri NA-átt á köflum sem gæti myndað vindfleka, aðallega í SV-vísandi hlíðum, og aukið snjóflóðahættu enn frekar. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar vill minna fólk á að hafa snjóflóðahættu í huga í dag og næstu daga. Þetta á við um fólk sem t.d. ferðast í fjalllendi, hvort sem er fótgangandi, á skíðum, eða sleðum, eða börn að leik í bröttum hlíðum,“ segir á síðu snjóflóðavaktar Veðurstofunnar.
Veður Snjóflóð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira