Innlent

Snjó­koman mikla, á­bóta­vant verk­lag ríkis­lög­reglu­stjóra og jólasveinamót

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Í kvöldfréttum Sýnar verður farið verður það helsta frá snjókomunni miklu sem skall á höfuðborgarsvæðinu í dag. Rætt verður við vegfarendur og veðurfræðing ásamt fleirum. 

Appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið felldar úr gildi og víðast hvar er búið að stytta upp. Margir hafa þó verið í vandræðum í dag og færðin á höfuðborgarsvæðinu ekki eins og best verður á kosið. Við förum yfir daginn í kvöldfréttum og heyrum bæði í aðstoðarlögreglustjóra og veðurfræðingi í beinni útsendingu.

Dómsmálaráðherra segir það blasa við að ríkislögreglustjóri hefði mátt standa betur að málum vegna samstarfs við stjórnandaráðgjafa. Ráðgjafinn fékk greiðslur upp á tæpar 200 milljónir á átta árum.

Allir stjórnmálaflokkar á færeyska lögþinginu náðu í gær samstöðu um veglínu fyrirhugaðra jarðganga til Suðureyjar og að bjóða verkið út. Kristján Már ætlar að kryfja þetta í kvöldfréttunum.

Jólasveinarnir eru mættir snemma til byggða. Sá bandaríski heimsótti íslenskan frænda sinn við Heklurætur og við fáum að fylgjast með.

Framkvæmdastjóri HSÍ segir veðmálafyrirtækið Epicbet ekki hafa leyfi til að streyma leikjum í Olís-deild karla, sem fyrirtækið hefur gert að undanförnu. Fjallað verður um málið í íþróttapakkanum. Og í Íslandi í dag heimsækjum við dansarann Hönnu Rún sem hefur breytt bílskúrnum í ævintýraland, bæði fyrir sig og krakkana.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×