Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2025 18:52 Umferð hefur víða raskast vegna snjóþungans í dag. Landsbjörg Áfram eru miklar tafir á ferðum Strætó á höfuðborgarsvæðinu og eru farþegar beðnir um að sýna þolinmæði. Fimm strætisvagnar eru fastir en aðeins einn sagður trufla umferð. Engir vagnar eru á nagladekkjum. Mælt er með því að fólk fylgist með staðsetningu vagna á rauntímakorti sem aðgengilegt er í appi og á heimasíðu Strætó í stað þess að einblína á tímatöflur. Þetta sagði Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs hjá Strætó, í samtali við fréttastofu á sjötta tímanum í dag. Steinar Karl Hlífarsson segir daginn hafa verið krefjandi fyrir Strætó eins og aðra. Strætó „Það gengur ekkert sérstaklega vel en það er svona að greiðast úr þessu. Það er líka því að þakka að það er búið að minnka mikið umferð á götunum núna og hætt að snjóa. Áætlunin er mjög mikið úr skorðum en við erum samt með bíla á öllum leiðum og að halda þjónustu á öllum leiðum,“ segir Steinar. Ólíklegt sé að það náist að rétta af tímaáætlanir fyrr en seint í kvöld. Mikið af fólki sé búið að vera í vögnunum í dag og greinileg aukning eftir hádegi miðað við venjubundnari þriðjudag. „Þetta gengur hægt en þetta gengur. Heilt yfir er þetta allt í lagi og engin óhöpp eða þannig. Þetta hefur gengið ágætlega miðað við aðstæður.“ Steinar segir að vagnar séu fastir við Óla Rún tún og Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, Stekkjarbakka og Gufunes í Reykjavík og Miðgarð í Garðabæ. Sá fyrsti sé bilaður en aðrir séu ekki fastir í umferðinni. Unnið sé að því að láta dráttarbíl færa vagnana. Ekki á nöglum Engir strætisvagnar eru á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Það var samningur gerður við borgina um að strætóleiðir væru í forgangi varðandi mokstur og þá værum við ekki á nöglum. Þetta hefur gengið ágætlega og við þurfum í 99,99% tilfella ekki að vera á nöglum,“ segir Steinar. Hann á von á því að staðan á leiðakerfinu lagist í kvöld eftir því sem snjómokstur heldur áfram og umferð minnkar. Fréttin hefur verið uppfærð. Strætó Veður Tengdar fréttir Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Mælt er með því að fólk fylgist með staðsetningu vagna á rauntímakorti sem aðgengilegt er í appi og á heimasíðu Strætó í stað þess að einblína á tímatöflur. Þetta sagði Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs hjá Strætó, í samtali við fréttastofu á sjötta tímanum í dag. Steinar Karl Hlífarsson segir daginn hafa verið krefjandi fyrir Strætó eins og aðra. Strætó „Það gengur ekkert sérstaklega vel en það er svona að greiðast úr þessu. Það er líka því að þakka að það er búið að minnka mikið umferð á götunum núna og hætt að snjóa. Áætlunin er mjög mikið úr skorðum en við erum samt með bíla á öllum leiðum og að halda þjónustu á öllum leiðum,“ segir Steinar. Ólíklegt sé að það náist að rétta af tímaáætlanir fyrr en seint í kvöld. Mikið af fólki sé búið að vera í vögnunum í dag og greinileg aukning eftir hádegi miðað við venjubundnari þriðjudag. „Þetta gengur hægt en þetta gengur. Heilt yfir er þetta allt í lagi og engin óhöpp eða þannig. Þetta hefur gengið ágætlega miðað við aðstæður.“ Steinar segir að vagnar séu fastir við Óla Rún tún og Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, Stekkjarbakka og Gufunes í Reykjavík og Miðgarð í Garðabæ. Sá fyrsti sé bilaður en aðrir séu ekki fastir í umferðinni. Unnið sé að því að láta dráttarbíl færa vagnana. Ekki á nöglum Engir strætisvagnar eru á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Það var samningur gerður við borgina um að strætóleiðir væru í forgangi varðandi mokstur og þá værum við ekki á nöglum. Þetta hefur gengið ágætlega og við þurfum í 99,99% tilfella ekki að vera á nöglum,“ segir Steinar. Hann á von á því að staðan á leiðakerfinu lagist í kvöld eftir því sem snjómokstur heldur áfram og umferð minnkar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Strætó Veður Tengdar fréttir Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58