Hafði greinilega meiri trú á stelpunum en aðrir þjálfarar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. október 2015 06:00 ÍBV er enn taplaust eftir átta leiki í Olísdeild kvenna á fyrsta ári sínu undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur. Vísir/Valli „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega gaman,“ segir Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hennar lið hefur farið frábærlega af stað í Olís-deild kvenna. Liðið er búið að vinna átta fyrstu leiki sína í deildinni og á fimmtudag skelltu stelpurnar hennar Íslandsmeisturum Gróttu í uppgjöri ósigruðu liðanna. Byrjun liðsins er því fullkomin en það kemur mörgum á óvart enda var ÍBV spáð fimmta sætinu í deildinni í árlegri spá fyrir mótið. „Ég hafði alltaf meiri trú á þessum stelpum en aðrir þjálfarar deildarinnar greinilega. Við höfum aðeins fengið einn leikmann síðan spáin var birt og sú er ekki í byrjunarliðinu þó að hún spili mikið,“ segir Hrafnhildur og bætir við að margir hafi líka haft litla trú á hinum 19 ára gamla markverði hennar, Erlu Rós Sigmarsdóttur, sem er reynslulítil. „Það var alltaf sagt við mig að ég gæti ekki verið í efstu sætunum af því mig vantaði markvörð. Ég hafði séð hana síðan hún var 17 ára og sá strax hvað hún er mikið efni. Það kemur mér því ekkert á óvart að hún sé að springa út í vetur. Hún byrjaði frábærlega í fyrsta leik gegn Fram og hefur síðan haldið uppteknum hætti,“ segir Hrafnhildur en Erla er dóttir Sigmars Þrastar Óskarssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar. „Hún fær örugglega góð ráð heima fyrir.“ Hrafnhildur er eini kvenkynsaðalþjálfari deildarinnar og hún er að slá strákunum við á sínu fyrsta ári sem þjálfari. „Ég er í það minnsta búin að slá þeim við í fyrstu átta leikjunum. Það væri fínt ef þetta endaði bara núna,“ segir Hrafnhildur og hlær dátt. „Það er nóg eftir af mótinu og ÍBV tók mikla dýfu eftir áramót í fyrra. Það á mikið eftir að ganga á áður en yfir lýkur,“ segir Hrafnhildur sem getur ekki neitað því að það sé svakalega gaman að hefja þjálfaraferilinn í meistaraflokki svona vel. „Fyrsti leikurinn var gegn Stebba [Stefáni Arnarsyni, fyrrverandi þjálfara Hrafnhildar] og gaman að vinna hann en égátti nú kannski ekki alveg von á þessari flottu byrjun hjá okkur.“ Hrafnhildur ætlar sér stóra hluti í þjálfuninni og halda áfram að mennta sig í fræðunum. Í Vestmannaeyjum getur hún einbeitt sér algjörlega að þjálfuninni en segir að ef hún væri í bænum hefði hún þurft að sinna fullu starfi samhliða þjálfuninni. „Það eru mikil forréttindi að fá að starfa í þessu umhverfi og við þessar aðstæður. Þetta er snilld eins og maður segir og mér finnst þetta hrikalega gaman. Ég sé ekki eftir því að hafa komið til Eyja.“ Þjálfarinn var þekktur keppnismaður er hún var enn að spila og tapaði sjaldan. Hvernig hefur henni gengið að aðlagast lífinu utan vallarins? „Það skiptir mig engu máli hvort ég er þjálfari eða áhorfandi. Það er miklu erfiðara að vera utan við þennan helvítis völl. Ég hef þó smá áhrif sem þjálfari og það hjálpar.“ Í dag fer Hrafnhildur með sitt lið á fornar slóðir er ÍBV sækir Val heim. Hrafnhildur vann allt sem hægt er að vinna með Val og það oftar en einu sinni. „Það verður yndislegt að mæta þangað. Það er alltaf vel tekið á móti mér þarna og ég á marga vini í Val. Það verður lagt til hliðar í 60 mínútur samt og vonandi yfirgef ég svæðið með tvo punkta.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Kom maður í manns stað“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Sjá meira
„Þetta er búið að vera alveg ótrúlega gaman,“ segir Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hennar lið hefur farið frábærlega af stað í Olís-deild kvenna. Liðið er búið að vinna átta fyrstu leiki sína í deildinni og á fimmtudag skelltu stelpurnar hennar Íslandsmeisturum Gróttu í uppgjöri ósigruðu liðanna. Byrjun liðsins er því fullkomin en það kemur mörgum á óvart enda var ÍBV spáð fimmta sætinu í deildinni í árlegri spá fyrir mótið. „Ég hafði alltaf meiri trú á þessum stelpum en aðrir þjálfarar deildarinnar greinilega. Við höfum aðeins fengið einn leikmann síðan spáin var birt og sú er ekki í byrjunarliðinu þó að hún spili mikið,“ segir Hrafnhildur og bætir við að margir hafi líka haft litla trú á hinum 19 ára gamla markverði hennar, Erlu Rós Sigmarsdóttur, sem er reynslulítil. „Það var alltaf sagt við mig að ég gæti ekki verið í efstu sætunum af því mig vantaði markvörð. Ég hafði séð hana síðan hún var 17 ára og sá strax hvað hún er mikið efni. Það kemur mér því ekkert á óvart að hún sé að springa út í vetur. Hún byrjaði frábærlega í fyrsta leik gegn Fram og hefur síðan haldið uppteknum hætti,“ segir Hrafnhildur en Erla er dóttir Sigmars Þrastar Óskarssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar. „Hún fær örugglega góð ráð heima fyrir.“ Hrafnhildur er eini kvenkynsaðalþjálfari deildarinnar og hún er að slá strákunum við á sínu fyrsta ári sem þjálfari. „Ég er í það minnsta búin að slá þeim við í fyrstu átta leikjunum. Það væri fínt ef þetta endaði bara núna,“ segir Hrafnhildur og hlær dátt. „Það er nóg eftir af mótinu og ÍBV tók mikla dýfu eftir áramót í fyrra. Það á mikið eftir að ganga á áður en yfir lýkur,“ segir Hrafnhildur sem getur ekki neitað því að það sé svakalega gaman að hefja þjálfaraferilinn í meistaraflokki svona vel. „Fyrsti leikurinn var gegn Stebba [Stefáni Arnarsyni, fyrrverandi þjálfara Hrafnhildar] og gaman að vinna hann en égátti nú kannski ekki alveg von á þessari flottu byrjun hjá okkur.“ Hrafnhildur ætlar sér stóra hluti í þjálfuninni og halda áfram að mennta sig í fræðunum. Í Vestmannaeyjum getur hún einbeitt sér algjörlega að þjálfuninni en segir að ef hún væri í bænum hefði hún þurft að sinna fullu starfi samhliða þjálfuninni. „Það eru mikil forréttindi að fá að starfa í þessu umhverfi og við þessar aðstæður. Þetta er snilld eins og maður segir og mér finnst þetta hrikalega gaman. Ég sé ekki eftir því að hafa komið til Eyja.“ Þjálfarinn var þekktur keppnismaður er hún var enn að spila og tapaði sjaldan. Hvernig hefur henni gengið að aðlagast lífinu utan vallarins? „Það skiptir mig engu máli hvort ég er þjálfari eða áhorfandi. Það er miklu erfiðara að vera utan við þennan helvítis völl. Ég hef þó smá áhrif sem þjálfari og það hjálpar.“ Í dag fer Hrafnhildur með sitt lið á fornar slóðir er ÍBV sækir Val heim. Hrafnhildur vann allt sem hægt er að vinna með Val og það oftar en einu sinni. „Það verður yndislegt að mæta þangað. Það er alltaf vel tekið á móti mér þarna og ég á marga vini í Val. Það verður lagt til hliðar í 60 mínútur samt og vonandi yfirgef ég svæðið með tvo punkta.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Kom maður í manns stað“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti