"Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2015 19:33 Auðkýfingurinn heldur áfram að stela fyrirsögnum um allan heim. Vísir/Epa Donald Trump var samur við sig í viðtali á CNN í dag þegar hann sagðist vera „sameiningartáknið“ sem Bandaríkin þyrftu en hann sækist nú eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum á næsta ári. Yfirlýsingu auðkýfingsins má rekja til nýrrar skoðunakönnunar sem gefur til kynna að taugasérfræðingurinn Ben Carson, sem sækist einnig eftir útnefningu flokksins, njóti mests fylgis í Iowa-fylki. Þar fara fyrstu kosningarnar Repúblikanaflokksins fram og hafa oft verið sagðar setja tóninn fyrir kosningarnar í hinum fylkjunum sem á eftir fylgja. Trump, sem hefur leitt nánast allar skoðanakannanir til þessa, sagði að yrði hann forseti myndi hann ná að sætta ólík sjónarmið á bandaríska þinginu. Allt frá því að repúblikanar náðu þar meirihluta hefur demókratanum Barack Obama Bandaríkjaforseta reynst erfitt að ná mörgum af sínum hugaðarefnum í gegnum þingið. Í þættinum State of the Union á CNN eyddi Trump miklu púðri í baráttunni milli repúblikana og Hillary Clinton í síðustu viku þegar hún sat fyrir svörum vegna árásarinnar á bandaríska sendiráðið í Benghazi haustið 2012. Clinton var þá utanríkisráðherra og reyndi þingnefnd í ellefu klukkustundir að komast til botns í meintu skeytingarleysi hennar í málinu þar sem fjórir létu lífið. „Hatrið milli Repúblikana og Demókrata var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Trump. „Ég mun sameina. Landið [Bandaríkin] er klofið í herðar niður. Barack Obama hefur sundrað landinu. Þetta er beinlínis hatur, hatur segi ég. Ég hef ekki séð neitt þessu líkt.“ Auðkýfingurinn bætti þá við að yrði hann kosinn myndi hann verða „frábært sameiningartákn fyrir þjóðina.“ Gengið verður til kosninga í Iowa þann 1. febrúar næstkomandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Biden býður sig ekki fram "Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna. 22. október 2015 08:00 Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Auðkýfingurinn Donald Trump heldur áfram að skjóta á bróður mótframbjóðanda síns en hann segist fullviss um að stefna hans í innflytjendamálum hefði geta spornað við hryðjuverkaárásunum í New York árið 2001. 18. október 2015 21:14 Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fleiri fréttir Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Sjá meira
Donald Trump var samur við sig í viðtali á CNN í dag þegar hann sagðist vera „sameiningartáknið“ sem Bandaríkin þyrftu en hann sækist nú eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum á næsta ári. Yfirlýsingu auðkýfingsins má rekja til nýrrar skoðunakönnunar sem gefur til kynna að taugasérfræðingurinn Ben Carson, sem sækist einnig eftir útnefningu flokksins, njóti mests fylgis í Iowa-fylki. Þar fara fyrstu kosningarnar Repúblikanaflokksins fram og hafa oft verið sagðar setja tóninn fyrir kosningarnar í hinum fylkjunum sem á eftir fylgja. Trump, sem hefur leitt nánast allar skoðanakannanir til þessa, sagði að yrði hann forseti myndi hann ná að sætta ólík sjónarmið á bandaríska þinginu. Allt frá því að repúblikanar náðu þar meirihluta hefur demókratanum Barack Obama Bandaríkjaforseta reynst erfitt að ná mörgum af sínum hugaðarefnum í gegnum þingið. Í þættinum State of the Union á CNN eyddi Trump miklu púðri í baráttunni milli repúblikana og Hillary Clinton í síðustu viku þegar hún sat fyrir svörum vegna árásarinnar á bandaríska sendiráðið í Benghazi haustið 2012. Clinton var þá utanríkisráðherra og reyndi þingnefnd í ellefu klukkustundir að komast til botns í meintu skeytingarleysi hennar í málinu þar sem fjórir létu lífið. „Hatrið milli Repúblikana og Demókrata var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Trump. „Ég mun sameina. Landið [Bandaríkin] er klofið í herðar niður. Barack Obama hefur sundrað landinu. Þetta er beinlínis hatur, hatur segi ég. Ég hef ekki séð neitt þessu líkt.“ Auðkýfingurinn bætti þá við að yrði hann kosinn myndi hann verða „frábært sameiningartákn fyrir þjóðina.“ Gengið verður til kosninga í Iowa þann 1. febrúar næstkomandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Biden býður sig ekki fram "Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna. 22. október 2015 08:00 Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Auðkýfingurinn Donald Trump heldur áfram að skjóta á bróður mótframbjóðanda síns en hann segist fullviss um að stefna hans í innflytjendamálum hefði geta spornað við hryðjuverkaárásunum í New York árið 2001. 18. október 2015 21:14 Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fleiri fréttir Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Sjá meira
Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00
Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04
Biden býður sig ekki fram "Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna. 22. október 2015 08:00
Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Auðkýfingurinn Donald Trump heldur áfram að skjóta á bróður mótframbjóðanda síns en hann segist fullviss um að stefna hans í innflytjendamálum hefði geta spornað við hryðjuverkaárásunum í New York árið 2001. 18. október 2015 21:14
Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48
Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44