"Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2015 19:33 Auðkýfingurinn heldur áfram að stela fyrirsögnum um allan heim. Vísir/Epa Donald Trump var samur við sig í viðtali á CNN í dag þegar hann sagðist vera „sameiningartáknið“ sem Bandaríkin þyrftu en hann sækist nú eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum á næsta ári. Yfirlýsingu auðkýfingsins má rekja til nýrrar skoðunakönnunar sem gefur til kynna að taugasérfræðingurinn Ben Carson, sem sækist einnig eftir útnefningu flokksins, njóti mests fylgis í Iowa-fylki. Þar fara fyrstu kosningarnar Repúblikanaflokksins fram og hafa oft verið sagðar setja tóninn fyrir kosningarnar í hinum fylkjunum sem á eftir fylgja. Trump, sem hefur leitt nánast allar skoðanakannanir til þessa, sagði að yrði hann forseti myndi hann ná að sætta ólík sjónarmið á bandaríska þinginu. Allt frá því að repúblikanar náðu þar meirihluta hefur demókratanum Barack Obama Bandaríkjaforseta reynst erfitt að ná mörgum af sínum hugaðarefnum í gegnum þingið. Í þættinum State of the Union á CNN eyddi Trump miklu púðri í baráttunni milli repúblikana og Hillary Clinton í síðustu viku þegar hún sat fyrir svörum vegna árásarinnar á bandaríska sendiráðið í Benghazi haustið 2012. Clinton var þá utanríkisráðherra og reyndi þingnefnd í ellefu klukkustundir að komast til botns í meintu skeytingarleysi hennar í málinu þar sem fjórir létu lífið. „Hatrið milli Repúblikana og Demókrata var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Trump. „Ég mun sameina. Landið [Bandaríkin] er klofið í herðar niður. Barack Obama hefur sundrað landinu. Þetta er beinlínis hatur, hatur segi ég. Ég hef ekki séð neitt þessu líkt.“ Auðkýfingurinn bætti þá við að yrði hann kosinn myndi hann verða „frábært sameiningartákn fyrir þjóðina.“ Gengið verður til kosninga í Iowa þann 1. febrúar næstkomandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Biden býður sig ekki fram "Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna. 22. október 2015 08:00 Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Auðkýfingurinn Donald Trump heldur áfram að skjóta á bróður mótframbjóðanda síns en hann segist fullviss um að stefna hans í innflytjendamálum hefði geta spornað við hryðjuverkaárásunum í New York árið 2001. 18. október 2015 21:14 Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Donald Trump var samur við sig í viðtali á CNN í dag þegar hann sagðist vera „sameiningartáknið“ sem Bandaríkin þyrftu en hann sækist nú eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum á næsta ári. Yfirlýsingu auðkýfingsins má rekja til nýrrar skoðunakönnunar sem gefur til kynna að taugasérfræðingurinn Ben Carson, sem sækist einnig eftir útnefningu flokksins, njóti mests fylgis í Iowa-fylki. Þar fara fyrstu kosningarnar Repúblikanaflokksins fram og hafa oft verið sagðar setja tóninn fyrir kosningarnar í hinum fylkjunum sem á eftir fylgja. Trump, sem hefur leitt nánast allar skoðanakannanir til þessa, sagði að yrði hann forseti myndi hann ná að sætta ólík sjónarmið á bandaríska þinginu. Allt frá því að repúblikanar náðu þar meirihluta hefur demókratanum Barack Obama Bandaríkjaforseta reynst erfitt að ná mörgum af sínum hugaðarefnum í gegnum þingið. Í þættinum State of the Union á CNN eyddi Trump miklu púðri í baráttunni milli repúblikana og Hillary Clinton í síðustu viku þegar hún sat fyrir svörum vegna árásarinnar á bandaríska sendiráðið í Benghazi haustið 2012. Clinton var þá utanríkisráðherra og reyndi þingnefnd í ellefu klukkustundir að komast til botns í meintu skeytingarleysi hennar í málinu þar sem fjórir létu lífið. „Hatrið milli Repúblikana og Demókrata var ótrúlegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Trump. „Ég mun sameina. Landið [Bandaríkin] er klofið í herðar niður. Barack Obama hefur sundrað landinu. Þetta er beinlínis hatur, hatur segi ég. Ég hef ekki séð neitt þessu líkt.“ Auðkýfingurinn bætti þá við að yrði hann kosinn myndi hann verða „frábært sameiningartákn fyrir þjóðina.“ Gengið verður til kosninga í Iowa þann 1. febrúar næstkomandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Biden býður sig ekki fram "Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna. 22. október 2015 08:00 Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Auðkýfingurinn Donald Trump heldur áfram að skjóta á bróður mótframbjóðanda síns en hann segist fullviss um að stefna hans í innflytjendamálum hefði geta spornað við hryðjuverkaárásunum í New York árið 2001. 18. október 2015 21:14 Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00
Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04
Biden býður sig ekki fram "Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna. 22. október 2015 08:00
Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Auðkýfingurinn Donald Trump heldur áfram að skjóta á bróður mótframbjóðanda síns en hann segist fullviss um að stefna hans í innflytjendamálum hefði geta spornað við hryðjuverkaárásunum í New York árið 2001. 18. október 2015 21:14
Chafee dregur framboð sitt til baka Ríkisstjórinn fyrrverandi, Lincoln Chafee, er hættur að sækjast eftir að vera forsetaefni Demókrata. 23. október 2015 12:48
Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44