Höfrungahlaupið og friðarskylda Þórólfur Matthíasson skrifar 15. október 2015 07:00 Á verðbólguframsóknarárunum bjuggu aðilar vinnumarkaðarins til sjálfvirkt en ósjálfbært launahækkunarkerfi með því að verðlagsleiðrétta laun á þriggja mánaða fresti. Afleiðingin varð margþvælt og margþætt hörfrungahlaup þar sem launabreytingar kölluðu á verðbreytingar sem kölluðu á launahækkanir og svo koll af kolli. Kerfinu var kippt úr sambandi eftir að árshraði verðbólgunnar hafði komist í eða yfir 100% og í ljósi fyrirliggjandi aflabrests árið 1983. Á síðustu misserum hefur aðilum vinnumarkaðarins aftur tekist að koma sér í nauð sjálfvirkra hækkanareglna. Á framsóknaráratugunum sögðust menn vera að semja um raunlaun. Núna er viðmiðunin að hver launþegahópur haldi sínu sæti samanborið við alla aðra. Þessi nýja aðferðafræði er alveg jafn eitruð og verðlagsleiðréttingin forðum daga. Á ytra borði búa Noregur og Svíþjóð við svipaða uppbyggingu vinnumarkaðarins og við. Þar búa útflutningsgreinar sem ekki ráða verðlagningu afurða sinna í sambýli við greinar sem þjónusta innlendan markað og geta auðveldlega velt kostnaðarhækkunum yfir í verðlagið. Rétt eins og á Íslandi. Þó hefur launahækkunartakturinn verið annar og raunlaunahækkun meiri. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa réttilega bent á að árangur þessara landa megi rekja til þess hversu mótandi áhrif útflutningsgreinarnar hafa á almenna nafnlaunahækkun. Valin verkalýðsfélög á almennum markaði semja fyrst við samtök útflutningsfyrirtækja. Almennar hækkanir sem þessar aðilar semja um ganga yfir til allra á almenna markaðnum.Sérkjarasamningar En þar með er ekki öll sagan sögð. Meira en helmingur launahækkana á almennum markaði eiga uppruna sinn í sérkjarasamningum sem gerðir eru í hverju fyrirtæki fyrir sig eftir að heildarsamtök hafa lokið sínum samningum. Verkalýðsfélögin geta beitt verkfallsvopninu í stóru samflotunum. Fyrirtækjasamningarnir eru gerðir undir formerkjum friðarskyldu. Deildir verkalýðsfélaganna og yfirmenn hvers fyrirtækis fyrir sig semja um hagræðingaraðgerðir (draga úr mannahaldi, hagræða kaffitímum, stytta verkferla) og skipta ávinningnum á milli sín. Þetta fyrirkomulag dregur úr þrýstingi á almennar launahækkanir og á sinn þátt í hraðri framleiðniþróun í löndunum tveimur. Þess ber að geta að illa hefur gengið að koma þessu tveggja þrepa kerfi á í opinbera geiranum, enda er “varan” sem hið opinbera framleiðir flóknari og erfiðari í mælingu en tilfellið er í einkageiranum. En aukin tölvuvæðing og bættar mælingaraðferðir eru að breyta þeirri mynd. Af umræðu um norræna samningalíkanið undanfarnar vikur hefur mátt skilja að inntak þess væri að þvinga stéttarfélög og atvinnurekendur utan útflutningsgreinanna til að fara eftir forskrift sem gefin væri af stéttarfélögum og atvinnurekendum innan þess hóps. Það er fjarri lagi hvað varðar fyrirtækjasamningana. Verði fyrirtæki og stéttarfélag sammála um hagræðingarleiðir skipta aðilar ávinningi hagræðingarinnar á milli sín. Þetta getur átt við bæði í einkarekstri og opinberum rekstri. Það fer því víðsfjarri að allir launþegar sitji við sama launahækkunarborðið allan tímann. Þar er sveigjanleiki stikkorð frekar en stífni. Í lokin má geta þess að framhaldsskólasamningurinn sem gerður var sl. vor bar ýmis merki fyrirtækjasamnings af norrænu gerðinni, þar sem aðilar komu sér saman um hagræðingaraðgerðir og skiptu með sér fjárhagslegum ávinningi, báðum til hagsbóta ef að líkum lætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á verðbólguframsóknarárunum bjuggu aðilar vinnumarkaðarins til sjálfvirkt en ósjálfbært launahækkunarkerfi með því að verðlagsleiðrétta laun á þriggja mánaða fresti. Afleiðingin varð margþvælt og margþætt hörfrungahlaup þar sem launabreytingar kölluðu á verðbreytingar sem kölluðu á launahækkanir og svo koll af kolli. Kerfinu var kippt úr sambandi eftir að árshraði verðbólgunnar hafði komist í eða yfir 100% og í ljósi fyrirliggjandi aflabrests árið 1983. Á síðustu misserum hefur aðilum vinnumarkaðarins aftur tekist að koma sér í nauð sjálfvirkra hækkanareglna. Á framsóknaráratugunum sögðust menn vera að semja um raunlaun. Núna er viðmiðunin að hver launþegahópur haldi sínu sæti samanborið við alla aðra. Þessi nýja aðferðafræði er alveg jafn eitruð og verðlagsleiðréttingin forðum daga. Á ytra borði búa Noregur og Svíþjóð við svipaða uppbyggingu vinnumarkaðarins og við. Þar búa útflutningsgreinar sem ekki ráða verðlagningu afurða sinna í sambýli við greinar sem þjónusta innlendan markað og geta auðveldlega velt kostnaðarhækkunum yfir í verðlagið. Rétt eins og á Íslandi. Þó hefur launahækkunartakturinn verið annar og raunlaunahækkun meiri. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa réttilega bent á að árangur þessara landa megi rekja til þess hversu mótandi áhrif útflutningsgreinarnar hafa á almenna nafnlaunahækkun. Valin verkalýðsfélög á almennum markaði semja fyrst við samtök útflutningsfyrirtækja. Almennar hækkanir sem þessar aðilar semja um ganga yfir til allra á almenna markaðnum.Sérkjarasamningar En þar með er ekki öll sagan sögð. Meira en helmingur launahækkana á almennum markaði eiga uppruna sinn í sérkjarasamningum sem gerðir eru í hverju fyrirtæki fyrir sig eftir að heildarsamtök hafa lokið sínum samningum. Verkalýðsfélögin geta beitt verkfallsvopninu í stóru samflotunum. Fyrirtækjasamningarnir eru gerðir undir formerkjum friðarskyldu. Deildir verkalýðsfélaganna og yfirmenn hvers fyrirtækis fyrir sig semja um hagræðingaraðgerðir (draga úr mannahaldi, hagræða kaffitímum, stytta verkferla) og skipta ávinningnum á milli sín. Þetta fyrirkomulag dregur úr þrýstingi á almennar launahækkanir og á sinn þátt í hraðri framleiðniþróun í löndunum tveimur. Þess ber að geta að illa hefur gengið að koma þessu tveggja þrepa kerfi á í opinbera geiranum, enda er “varan” sem hið opinbera framleiðir flóknari og erfiðari í mælingu en tilfellið er í einkageiranum. En aukin tölvuvæðing og bættar mælingaraðferðir eru að breyta þeirri mynd. Af umræðu um norræna samningalíkanið undanfarnar vikur hefur mátt skilja að inntak þess væri að þvinga stéttarfélög og atvinnurekendur utan útflutningsgreinanna til að fara eftir forskrift sem gefin væri af stéttarfélögum og atvinnurekendum innan þess hóps. Það er fjarri lagi hvað varðar fyrirtækjasamningana. Verði fyrirtæki og stéttarfélag sammála um hagræðingarleiðir skipta aðilar ávinningi hagræðingarinnar á milli sín. Þetta getur átt við bæði í einkarekstri og opinberum rekstri. Það fer því víðsfjarri að allir launþegar sitji við sama launahækkunarborðið allan tímann. Þar er sveigjanleiki stikkorð frekar en stífni. Í lokin má geta þess að framhaldsskólasamningurinn sem gerður var sl. vor bar ýmis merki fyrirtækjasamnings af norrænu gerðinni, þar sem aðilar komu sér saman um hagræðingaraðgerðir og skiptu með sér fjárhagslegum ávinningi, báðum til hagsbóta ef að líkum lætur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun