Þriðji sigur Hauka í röð | Eyjakonur með fullt hús stiga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2015 15:28 Vera Lopes og stöllur hennar í ÍBV sitja ósigraðar á toppi deildarinnar. vísir/valli Haukar unnu sinn þriðja leik í röð í Olís-deild kvenna í handbolta þegar Stjörnukonur komu í heimsókn í Schenker-höllina í dag. Lokatölur 25-19, Haukum í vil, en Hafnfirðingar leiddu með átta mörkum eftir fyrri hálfleikinn, 14-6. Haukar voru mun sterkari aðilinn í dag en miklu munaði um markvörslu Elínar Jónu Þorsteinsdóttur sem varði á þriðja tug skota. Portúgalski leikstjórnandinn Maria Ines Da Silve Pereira var markahæst í liði Hauka með 11 mörk mörk en Ramune Pekarskyte kom næst með fimm mörk. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna sem er með sex stig í 7. sæti deildarinnar. Eyjakonur eru með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir öruggan 12 marka sigur, 32-20, á KA/Þór á heimavelli í dag. Greta Kavaliuskaite og Drífa Þorvaldsdóttir skoruðu sjö mörk hvor fyrir ÍBV sem hefur farið frábærlega af stað undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur. Hulda Tryggvadóttir og Birta Fönn Sveinsdóttir skoruðu báðar fjögur mörk fyrir KA/Þór sem bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í vetur. Valskonur hafa byrjað tímabilið vel og þær unnu sjö marka sigur, 25-18, á Fylkir í Vodafone-höllinni í dag. Valur er með 10 stig í 2. sæti deildarinnar en liðið hefur unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum. Morgan Marie Þorkelsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir skoruðu fimm mörk hvor fyrir Val en Patricia Szölösi var atkvæðamest í Árbæinga með sex mörk. Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Haukar unnu sinn þriðja leik í röð í Olís-deild kvenna í handbolta þegar Stjörnukonur komu í heimsókn í Schenker-höllina í dag. Lokatölur 25-19, Haukum í vil, en Hafnfirðingar leiddu með átta mörkum eftir fyrri hálfleikinn, 14-6. Haukar voru mun sterkari aðilinn í dag en miklu munaði um markvörslu Elínar Jónu Þorsteinsdóttur sem varði á þriðja tug skota. Portúgalski leikstjórnandinn Maria Ines Da Silve Pereira var markahæst í liði Hauka með 11 mörk mörk en Ramune Pekarskyte kom næst með fimm mörk. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna sem er með sex stig í 7. sæti deildarinnar. Eyjakonur eru með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir öruggan 12 marka sigur, 32-20, á KA/Þór á heimavelli í dag. Greta Kavaliuskaite og Drífa Þorvaldsdóttir skoruðu sjö mörk hvor fyrir ÍBV sem hefur farið frábærlega af stað undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur. Hulda Tryggvadóttir og Birta Fönn Sveinsdóttir skoruðu báðar fjögur mörk fyrir KA/Þór sem bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í vetur. Valskonur hafa byrjað tímabilið vel og þær unnu sjö marka sigur, 25-18, á Fylkir í Vodafone-höllinni í dag. Valur er með 10 stig í 2. sæti deildarinnar en liðið hefur unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum. Morgan Marie Þorkelsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir skoruðu fimm mörk hvor fyrir Val en Patricia Szölösi var atkvæðamest í Árbæinga með sex mörk.
Olís-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira