Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 23-14 | Stjarnan burstaði Val Anton Ingi Leifsson í TM-höllinni skrifar 25. september 2015 20:00 Úr leik Stjörnunnar og Fylkis fyrr í vetur. Vísir/Anton Stjarnan vann auðveldan sigur á Val í Olís-deild kvenna í kvöld, 23-14, en staðan í hálfleik var 15-8, Stjörnuni í vil. Florentina Stanciu var mögnuð í markinu og margar lögðu hönd á plóg í sóknarleiknum. Stjarnan byrjaði mjög vel, en svo komust Valsstúlkur inn í leikinn. Svo hægt og rólega sigu heimastúlkur fram úr og staðan í hálfleik var eins og fyrr segir, 15-8. Eftir það var ekki spurning hvoru megin sigurinn myndi enda og annar sigur Stjörnunnar í fyrstu þremur leikjunum staðreynd. Heimastúlkur byrjuðu af mikluum krafti og voru komnar í 3-0 eftir fimm mínútur. Fyrsta mark Vals kom ekki fyrr en eftir níu mínútna elik, en það gerði Íris Ásta Pétursdóttir úr hraðaupphlaupi. Aragrúi af mistökum voru gerð á fyrsta stundarfjórðungnum, en liðin kepptust við það að kasta boltanum útaf eða til andstæðinga. Fyrsta mark Vals úr opnum sóknarleik kom á þrettándu mínútu og þá var staðan 3-2. Stjarnan var alltaf skrefi á undan og breyttu meðal annars stöðuni úr 8-6 í 11-6 og 11-7 í 14-7, en munurinn var einmitt sjö mörk þegar liðin gengu til búningsherbergja; 15-8. Florentina var frábær í fyrri hálfleik og var með 58% markvörslu. Á meðan sjö leikmenn höfðu skorað fyrir Stjörnuna höfðu einungis þrjár skorað fyrir Val, en Berglind Íris Hansdóttir var þó að verja ágætlega í marki gestana og það var ljóst að mikið þyrfti að gerast svo þær myndu fara með öll stigin úr Garðabæ. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum. Heimastúlkur voru mun sterkari á öllum sviðum, en bæði lið héldu þó áfram að gera aragrú af mistökum. Sóknarleikur beggja liða var stirður og þá sérstaklega Valskvenna sem fundu nánast engar leiðir í gegnum sterka vörn Stjörnunnar. Sigur Stjörnunnar var aldrei í hættu. Þær spiluðu ágætis handbolta, en Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, vill líklega ólmur fækka mistökum Stjörnustúlkna þó það hafi ekki komið að sök í dag. Lokatölur 23-14. Stefanía Theodórsdóttir var frábær í vinstra horninu, en hún skoraði sjö mörk úr tíu skotum. Hún nýtti færin sín vel, en fór tvisvar inn í óðagoti og skemmdi því aðeins tölfræðina. Florentina Stanciu var mögnuð í markinu og var með 64% markvörslu. Hjá Val var Íris Ásta Pétursdóttir sú eina með lífsmarki nánast, en hún skoraði fjögur mörk úr þeim fjórum skotum sem hún tók. Hún hefði einnig mátt taka oftar á skarið eftir þessi mörk sín því Stefanía réð illa við hana. Bæði lið gerðu rosalega mikið af mistökum og fer þessi leikur seint í sögubækurnar fyrir fallegan handbolta því líklega var sett met í leiknum yfir tapaða bolta. Eitthvað sem báðir þjálfarar munu líklega reyna fækka í næsta leik.Sólveig Lára: Klárlega auðveldara en við bjuggumst við „Þetta var alveg klárlega auðveldara en við bjuggumst við,” sagði Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Vísi strax í leikslok. „Varnarleikurinn var frábær og við fengum einungis á okkur fjórtán mörk. Vörn og markvarsla skóp þenann sigur - engin spurning.” Florentina Stanciu lék á alls oddi í marki Stjörnunnar. Hún varði 23 skot af þeim 36 sem hún fékk á sig sem gerir um 64 markvörslu.” „Florentina var í miklu stuði. Hún var kannski ekki alveg nægilega sterk í síðasta leik og steig upp núna. Hún er náttúrlega frábær og erfitt að komast framhjá okkur og svo að mæta henni, þannig að þetta gekk mjög vel,” sem fannst Valsliðið eiga mikið inni. „Þær voru ekki alveg “on” í dag. Ég bjóst við þeim sterkari og þær eru sterkari. Mér finnst þær eiga mikið inni.” „Ég bara veit það ekki. Þetta eru tveir ólíkir leikir - tveir ólíkir andstæðingar. Vörnin var fín á móti Gróttu og mér fannst hún fín í dag. Það er smá stöðugleiki þar.” „Ég hugsa að það sé aðeins of mikið af tæknifeilum og svo fannst mér við ekki að vera klára færin alveg nægilega vel. Ég hefði viljað skora fimm mörk í viðbót.” „Við erum sáttar,” sagði Sólveig Lára að lokum aðspurð út í hvort að fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina væri ásættanlegur árangur.Alfreð Örn: Ekki vilji fyrir eina krónu að sækja þessi stig „Ég bara veit það ekki. Ég er kjaftstopp,” sagði Alfreð Örn Finnsson, niðurlútur þjálfari Vals, í samtali við Vísi í leikslok. „Það var ekki vilji fyrir eina krónu að sækja þessi stig frá fyrstu mínútur. Ekki vottur af baráttu!” „Þú sérð það frá upphafi leiks að það er enginn sem er með. Við grípum ekki boltann, við sendum hann útaf, gerum ekki það sem við ætluðum að gera og vorum búin að tala um.” „Við sækjum í öfugar áttir við það sem við ætluðum að gera. Ég skil ekki hvað var í gangi. Svo varnarlega vorum við ekki með. Við náum ekkert að klukka þær.” „Mér fannst þetta eigilega sorglega lélegt. Ég er rosalega vonsvikinn. Það er eitt að tapa og það er annað að tapa eins og kjánar. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.” „Mótið er nýbyrjað og allt það, en það afsakar þetta ekkert.” „Við höfum sagt það að við verðum í ströggli við að vera nálægt toppnum, en miðað við svona spilamennsku erum við bara að fara bjarga okkur frá falli. Þá þurfum við allaveganna að vinna þessi lið fyrir neðan okkur,” sagði Alfreð hundfúll í leikslok. Olís-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Kom maður í manns stað“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Sjá meira
Stjarnan vann auðveldan sigur á Val í Olís-deild kvenna í kvöld, 23-14, en staðan í hálfleik var 15-8, Stjörnuni í vil. Florentina Stanciu var mögnuð í markinu og margar lögðu hönd á plóg í sóknarleiknum. Stjarnan byrjaði mjög vel, en svo komust Valsstúlkur inn í leikinn. Svo hægt og rólega sigu heimastúlkur fram úr og staðan í hálfleik var eins og fyrr segir, 15-8. Eftir það var ekki spurning hvoru megin sigurinn myndi enda og annar sigur Stjörnunnar í fyrstu þremur leikjunum staðreynd. Heimastúlkur byrjuðu af mikluum krafti og voru komnar í 3-0 eftir fimm mínútur. Fyrsta mark Vals kom ekki fyrr en eftir níu mínútna elik, en það gerði Íris Ásta Pétursdóttir úr hraðaupphlaupi. Aragrúi af mistökum voru gerð á fyrsta stundarfjórðungnum, en liðin kepptust við það að kasta boltanum útaf eða til andstæðinga. Fyrsta mark Vals úr opnum sóknarleik kom á þrettándu mínútu og þá var staðan 3-2. Stjarnan var alltaf skrefi á undan og breyttu meðal annars stöðuni úr 8-6 í 11-6 og 11-7 í 14-7, en munurinn var einmitt sjö mörk þegar liðin gengu til búningsherbergja; 15-8. Florentina var frábær í fyrri hálfleik og var með 58% markvörslu. Á meðan sjö leikmenn höfðu skorað fyrir Stjörnuna höfðu einungis þrjár skorað fyrir Val, en Berglind Íris Hansdóttir var þó að verja ágætlega í marki gestana og það var ljóst að mikið þyrfti að gerast svo þær myndu fara með öll stigin úr Garðabæ. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum. Heimastúlkur voru mun sterkari á öllum sviðum, en bæði lið héldu þó áfram að gera aragrú af mistökum. Sóknarleikur beggja liða var stirður og þá sérstaklega Valskvenna sem fundu nánast engar leiðir í gegnum sterka vörn Stjörnunnar. Sigur Stjörnunnar var aldrei í hættu. Þær spiluðu ágætis handbolta, en Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, vill líklega ólmur fækka mistökum Stjörnustúlkna þó það hafi ekki komið að sök í dag. Lokatölur 23-14. Stefanía Theodórsdóttir var frábær í vinstra horninu, en hún skoraði sjö mörk úr tíu skotum. Hún nýtti færin sín vel, en fór tvisvar inn í óðagoti og skemmdi því aðeins tölfræðina. Florentina Stanciu var mögnuð í markinu og var með 64% markvörslu. Hjá Val var Íris Ásta Pétursdóttir sú eina með lífsmarki nánast, en hún skoraði fjögur mörk úr þeim fjórum skotum sem hún tók. Hún hefði einnig mátt taka oftar á skarið eftir þessi mörk sín því Stefanía réð illa við hana. Bæði lið gerðu rosalega mikið af mistökum og fer þessi leikur seint í sögubækurnar fyrir fallegan handbolta því líklega var sett met í leiknum yfir tapaða bolta. Eitthvað sem báðir þjálfarar munu líklega reyna fækka í næsta leik.Sólveig Lára: Klárlega auðveldara en við bjuggumst við „Þetta var alveg klárlega auðveldara en við bjuggumst við,” sagði Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Vísi strax í leikslok. „Varnarleikurinn var frábær og við fengum einungis á okkur fjórtán mörk. Vörn og markvarsla skóp þenann sigur - engin spurning.” Florentina Stanciu lék á alls oddi í marki Stjörnunnar. Hún varði 23 skot af þeim 36 sem hún fékk á sig sem gerir um 64 markvörslu.” „Florentina var í miklu stuði. Hún var kannski ekki alveg nægilega sterk í síðasta leik og steig upp núna. Hún er náttúrlega frábær og erfitt að komast framhjá okkur og svo að mæta henni, þannig að þetta gekk mjög vel,” sem fannst Valsliðið eiga mikið inni. „Þær voru ekki alveg “on” í dag. Ég bjóst við þeim sterkari og þær eru sterkari. Mér finnst þær eiga mikið inni.” „Ég bara veit það ekki. Þetta eru tveir ólíkir leikir - tveir ólíkir andstæðingar. Vörnin var fín á móti Gróttu og mér fannst hún fín í dag. Það er smá stöðugleiki þar.” „Ég hugsa að það sé aðeins of mikið af tæknifeilum og svo fannst mér við ekki að vera klára færin alveg nægilega vel. Ég hefði viljað skora fimm mörk í viðbót.” „Við erum sáttar,” sagði Sólveig Lára að lokum aðspurð út í hvort að fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina væri ásættanlegur árangur.Alfreð Örn: Ekki vilji fyrir eina krónu að sækja þessi stig „Ég bara veit það ekki. Ég er kjaftstopp,” sagði Alfreð Örn Finnsson, niðurlútur þjálfari Vals, í samtali við Vísi í leikslok. „Það var ekki vilji fyrir eina krónu að sækja þessi stig frá fyrstu mínútur. Ekki vottur af baráttu!” „Þú sérð það frá upphafi leiks að það er enginn sem er með. Við grípum ekki boltann, við sendum hann útaf, gerum ekki það sem við ætluðum að gera og vorum búin að tala um.” „Við sækjum í öfugar áttir við það sem við ætluðum að gera. Ég skil ekki hvað var í gangi. Svo varnarlega vorum við ekki með. Við náum ekkert að klukka þær.” „Mér fannst þetta eigilega sorglega lélegt. Ég er rosalega vonsvikinn. Það er eitt að tapa og það er annað að tapa eins og kjánar. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.” „Mótið er nýbyrjað og allt það, en það afsakar þetta ekkert.” „Við höfum sagt það að við verðum í ströggli við að vera nálægt toppnum, en miðað við svona spilamennsku erum við bara að fara bjarga okkur frá falli. Þá þurfum við allaveganna að vinna þessi lið fyrir neðan okkur,” sagði Alfreð hundfúll í leikslok.
Olís-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Kom maður í manns stað“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti