Við ætlum að gera betur og verða eitt af toppliðunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2015 06:00 Thea var valinn í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í vor. vísir/valli Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar Fylkir sækir Stjörnuna heim. Stjarnan hefur tapað í lokaúrslitum undanfarin þrjú ár og var spáð 3. sætinu í Olís-deildinni í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem kynnt var á þriðjudaginn. Fylkiskonum er hins vegar spáð sama sæti og þær enduðu í á síðasta tímabili, því sjöunda. Thea Imani Sturludóttir, örvhent skytta Fylkisliðsins og einn allra efnilegasti leikmaður deildarinnar, segir að Árbæingar stefni á að gera betur í ár. „Okkar markmið er að gera betur en í fyrra. Við höfum bætt okkur á hverju ári og nú er markmiðið að taka næsta skref og verða eitt af toppliðunum,“ sagði Thea og bætti því við að það yrði frábært að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppninni, en hann fellur í skaut fjögurra efstu liða deildarinnar. Thea, sem var valin efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar árið 2014, skoraði 115 mörk í 22 deildarleikjum með Fylki á síðasta tímabili og var í kjölfarið valin í A-landsliðið fyrir umspilsleiki gegn Svartfjallalandi og vináttulandsleiki gegn Póllandi. Hún kom að vísu ekki við sögu í þessum leikjum en sagði það hafa verið góða reynslu að fá að æfa með liðinu og vera í kringum það. „Það var mjög gaman að fá að æfa með svona góðum stelpum og sjá hvernig þetta lítur allt saman út,“ sagði Thea sem stefnir á að festa sig í sessi í landsliðinu á næstu árum. Thea er ekki bara öflug handboltakona en hún leggur einnig stund á frjálsar íþróttir og hefur gert í mörg ár: „Ég hef æft frjálsar með FH frá því ég var ung og það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Thea sem einbeitir sér þó eingöngu að handboltanum á veturna. En hjálpar grunnurinn í frjálsum henni að einhverju leyti í handboltanum? „Þetta hjálpaði mér mikið í yngri flokkunum að hafa þennan grunn; hafa sprettina, köstin og allt það. Þetta hefur gagnast mér mikið. Olís-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar Fylkir sækir Stjörnuna heim. Stjarnan hefur tapað í lokaúrslitum undanfarin þrjú ár og var spáð 3. sætinu í Olís-deildinni í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem kynnt var á þriðjudaginn. Fylkiskonum er hins vegar spáð sama sæti og þær enduðu í á síðasta tímabili, því sjöunda. Thea Imani Sturludóttir, örvhent skytta Fylkisliðsins og einn allra efnilegasti leikmaður deildarinnar, segir að Árbæingar stefni á að gera betur í ár. „Okkar markmið er að gera betur en í fyrra. Við höfum bætt okkur á hverju ári og nú er markmiðið að taka næsta skref og verða eitt af toppliðunum,“ sagði Thea og bætti því við að það yrði frábært að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppninni, en hann fellur í skaut fjögurra efstu liða deildarinnar. Thea, sem var valin efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar árið 2014, skoraði 115 mörk í 22 deildarleikjum með Fylki á síðasta tímabili og var í kjölfarið valin í A-landsliðið fyrir umspilsleiki gegn Svartfjallalandi og vináttulandsleiki gegn Póllandi. Hún kom að vísu ekki við sögu í þessum leikjum en sagði það hafa verið góða reynslu að fá að æfa með liðinu og vera í kringum það. „Það var mjög gaman að fá að æfa með svona góðum stelpum og sjá hvernig þetta lítur allt saman út,“ sagði Thea sem stefnir á að festa sig í sessi í landsliðinu á næstu árum. Thea er ekki bara öflug handboltakona en hún leggur einnig stund á frjálsar íþróttir og hefur gert í mörg ár: „Ég hef æft frjálsar með FH frá því ég var ung og það hefur gengið vel hingað til,“ sagði Thea sem einbeitir sér þó eingöngu að handboltanum á veturna. En hjálpar grunnurinn í frjálsum henni að einhverju leyti í handboltanum? „Þetta hjálpaði mér mikið í yngri flokkunum að hafa þennan grunn; hafa sprettina, köstin og allt það. Þetta hefur gagnast mér mikið.
Olís-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira