Leggja fram frumvarp um aukið persónukjör: Kjósendur eigi að hafa meira val í kjörklefanum Bjarki Ármannsson skrifar 14. september 2015 20:04 „Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur.“ Vísir/GVA/Stefán „Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem leggur í vetur fram lagafrumvarp ásamt fimm öðrum þingmönnum sem felur í sér aukna möguleika á persónukjöri til Alþingis. Þetta er í sjötta skiptið sem Valgerður leggur frumvarpið fram. „Þetta er svolítið sérstakt frumvarp að því leytinu til að það er hægt að velja af mismunandi listum,“ segir Valgerður. Ítarleg greinargerð fylgir frumvarpinu með útreikningum þar sem tekin eru dæmi um hvernig atkvæði gætu skipst á þingmenn. „Það er samt mjög einfalt fyrir kjósandann að kjósa,“ segir hún. „En ef fólk nýtir sér það að fara á milli flokka og svona, þá gilda einhverjar reiknireglur sem ég tel nú einfaldar líka. En það er líka flókið í dag hvernig menn komast inn af listum.“ Samkvæmt frumvarpinu sem Valgerður leggur til, ásamt þeim Birgittu Jónsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni, Helga Hjörvar, Katrínu Júlíusdóttur og Óttari Proppé, hafa kjósendur þrjá möguleika á því hvernig þeir nýta atkvæði sitt.Sjá einnig: Persónukjör og þjóðkirkjuákvæðiKjósendur geta dreift atkvæði sínu á ólíka framboðslista, nái frumvarpið fram að ganga.Vísir/AntonHægt er að merkja við listabókstaf líkt og nú er gert, merkja við einn frambjóðanda þannig að listi þess frambjóðanda fengi atkvæðið eða skipta atkvæðinu á eins marga þingmenn og sitja fyrir hönd viðkomandi kjördæmis. Í því tilviki má velja þingmenn af ólíkum framboðslistum. Valgerður segir að breytingunum sem felist í frumvarpinu sé ætlað að rúmast innan núverandi kosningalöggjafar, þannig ekki sé þörf á til dæmis stjórnarskrárbreytingum. Hún segist bjartsýn á að frumvarpið kalli fram frekari umræður á þinginu í vetur en raunin hafi verið til þessa. „Það þarf líka að taka fram að í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október 2012 sagði mikill meirihluti fólks [rúmlega 78 prósent – innskot blm.] að persónukjör ætti að gilda meira en það gerir í dag,“ segir Valgerður. „Mér finnst þingið skulda kjósendum það að gera eitthvað í málinu. Auðvitað finnst mér að þeir ættu að samþykkja þetta frumvarp en þeir ættu allavega að gera eitthvað.“ Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
„Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem leggur í vetur fram lagafrumvarp ásamt fimm öðrum þingmönnum sem felur í sér aukna möguleika á persónukjöri til Alþingis. Þetta er í sjötta skiptið sem Valgerður leggur frumvarpið fram. „Þetta er svolítið sérstakt frumvarp að því leytinu til að það er hægt að velja af mismunandi listum,“ segir Valgerður. Ítarleg greinargerð fylgir frumvarpinu með útreikningum þar sem tekin eru dæmi um hvernig atkvæði gætu skipst á þingmenn. „Það er samt mjög einfalt fyrir kjósandann að kjósa,“ segir hún. „En ef fólk nýtir sér það að fara á milli flokka og svona, þá gilda einhverjar reiknireglur sem ég tel nú einfaldar líka. En það er líka flókið í dag hvernig menn komast inn af listum.“ Samkvæmt frumvarpinu sem Valgerður leggur til, ásamt þeim Birgittu Jónsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni, Helga Hjörvar, Katrínu Júlíusdóttur og Óttari Proppé, hafa kjósendur þrjá möguleika á því hvernig þeir nýta atkvæði sitt.Sjá einnig: Persónukjör og þjóðkirkjuákvæðiKjósendur geta dreift atkvæði sínu á ólíka framboðslista, nái frumvarpið fram að ganga.Vísir/AntonHægt er að merkja við listabókstaf líkt og nú er gert, merkja við einn frambjóðanda þannig að listi þess frambjóðanda fengi atkvæðið eða skipta atkvæðinu á eins marga þingmenn og sitja fyrir hönd viðkomandi kjördæmis. Í því tilviki má velja þingmenn af ólíkum framboðslistum. Valgerður segir að breytingunum sem felist í frumvarpinu sé ætlað að rúmast innan núverandi kosningalöggjafar, þannig ekki sé þörf á til dæmis stjórnarskrárbreytingum. Hún segist bjartsýn á að frumvarpið kalli fram frekari umræður á þinginu í vetur en raunin hafi verið til þessa. „Það þarf líka að taka fram að í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október 2012 sagði mikill meirihluti fólks [rúmlega 78 prósent – innskot blm.] að persónukjör ætti að gilda meira en það gerir í dag,“ segir Valgerður. „Mér finnst þingið skulda kjósendum það að gera eitthvað í málinu. Auðvitað finnst mér að þeir ættu að samþykkja þetta frumvarp en þeir ættu allavega að gera eitthvað.“
Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira