Bein útsending frá setningu Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2015 10:30 Forseti Íslands, biskup Íslands, séra Toshiki Toma og þingmenn ganga til kirkju í morgun. vísir/vilhelm Vísir er með beina útsendingu frá setningu 145. löggjafarþings. Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum neðst í fréttinni. Á vef Alþingis kemur fram að þingsetningarathöfnin hefst kl. 10.30 þriðjudaginn 8. september með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, prédikar og séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands setur Alþingi, 145. löggjafarþing, og að því loknu flytur forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, ávarp. Strengjakvartett leikur tónlist við þingsetningarathöfnina. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 13.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 verður þá útbýtt.Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 10.25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 10.30 Guðsþjónusta. Kl. 11.02 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. Kl. 11.10 Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. Kl. 11.30 Strengjakvartett flytur Hver á sér fegra föðurland. Strengjakvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir og Helga Steinunn Torfadóttir, fiðlur, Matthías Stefánsson, víóla, og Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Kl. 11.33 Forseti Alþingis flytur ávarp. Kl. 11.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 13.00.Framhald þingsetningarfundar: Kl. 13.00 Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2016 og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 13.20 Fundi slitið. Bein útsending verður frá þingsetningarathöfninni í Ríkisútvarpinu og á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða að kvöldi þingsetningardags, 8. september kl. 19.40. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2016 fimmtudaginn 10. september kl. 10.30. Alþingi Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Vísir er með beina útsendingu frá setningu 145. löggjafarþings. Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum neðst í fréttinni. Á vef Alþingis kemur fram að þingsetningarathöfnin hefst kl. 10.30 þriðjudaginn 8. september með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, prédikar og séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands setur Alþingi, 145. löggjafarþing, og að því loknu flytur forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, ávarp. Strengjakvartett leikur tónlist við þingsetningarathöfnina. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 13.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 verður þá útbýtt.Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 10.25 Þingmenn ganga til kirkju. Kl. 10.30 Guðsþjónusta. Kl. 11.02 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið. Kl. 11.10 Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. Kl. 11.30 Strengjakvartett flytur Hver á sér fegra föðurland. Strengjakvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir og Helga Steinunn Torfadóttir, fiðlur, Matthías Stefánsson, víóla, og Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Kl. 11.33 Forseti Alþingis flytur ávarp. Kl. 11.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 13.00.Framhald þingsetningarfundar: Kl. 13.00 Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2016 og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 13.20 Fundi slitið. Bein útsending verður frá þingsetningarathöfninni í Ríkisútvarpinu og á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða að kvöldi þingsetningardags, 8. september kl. 19.40. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2016 fimmtudaginn 10. september kl. 10.30.
Alþingi Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira