Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2015 14:38 Norræna í Færeyjum. Vísir/Óli Kr. Ármannsson Litlar upplýsingar eru að fá að svo stöddu um fíkniefnafundinn í Norrænu í gær. Vísir hafði heimildir fyrir því að lögreglan á Austurlandi og tollverðir á Seyðisfirði hefðu lagt hald á um það bil 30 kíló af hvítum efnum í ferjunni sem siglir á milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Hafði Vísir einnig heimildir fyrir því að fleiri en einn hefðu verið handteknir í tengslum við fundinn. Hvorki lögeglan á Austurlandi né tollverðir á tollstöðinni á Seyðisfirði hafa viljað tjá sig frekar um málið en fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að fíkniefnin hefðu fundist í húsbíl sem kom með Norrænu í gærmorgun. Segist RÚV hafa heimildir fyrir því að heildarþyngd efnanna hefði numið um hundrað kílóum og að þau hefðu verið í mörgum pokum. Segir RÚV jafnframt erlent par hafa verið í bílnum. Það myndi gera þetta mál eitt af stærri fíkniefnamálum hér á landi. Hollenska móðirin Um síðastliðna páska voru hollenskar mæðgur stöðvaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með um 20 kíló af fíkniefnum. Íslenskur karlmaður var handtekinn í kjölfarið þar sem hann tók við pakkningu og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi vera fíkniefnin sem voru flutt til landsins. Var móðirin notuð í tálbeituaðgerð lögreglunnar til að ná viðtakanda fíkniefnanna. Fíkniefni með póstsendingu Árið 2013 lögðu tollverðir hald á tugi kílóa af amfetamíni, bæði í duft og vökvaformi, sem bárust hingað tl lands með póstsendingum frá Danmörku. Papeyjarmálið Árið 2009 lagði lögregla hald á rúmlega hundrað kíló af hvítu dufti í skútunni í Sirtaki. Var málið jafnan nefnt Papeyjarmálið því viðtaka fíkniefnanna átti sér stað við Papey en skútunni hafði verið siglt frá Hollandi. Pólstjörnumálið Þá var Pólstjörnumálið afar umtalað á sínum tíma en þar notuðu smyglarar litla skútu til að koma fjörutíu kílóum af amfetamíni og e-töflum yfir Atlantshafið. Leki og spilling í lögreglu Norræna Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Litlar upplýsingar eru að fá að svo stöddu um fíkniefnafundinn í Norrænu í gær. Vísir hafði heimildir fyrir því að lögreglan á Austurlandi og tollverðir á Seyðisfirði hefðu lagt hald á um það bil 30 kíló af hvítum efnum í ferjunni sem siglir á milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Hafði Vísir einnig heimildir fyrir því að fleiri en einn hefðu verið handteknir í tengslum við fundinn. Hvorki lögeglan á Austurlandi né tollverðir á tollstöðinni á Seyðisfirði hafa viljað tjá sig frekar um málið en fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að fíkniefnin hefðu fundist í húsbíl sem kom með Norrænu í gærmorgun. Segist RÚV hafa heimildir fyrir því að heildarþyngd efnanna hefði numið um hundrað kílóum og að þau hefðu verið í mörgum pokum. Segir RÚV jafnframt erlent par hafa verið í bílnum. Það myndi gera þetta mál eitt af stærri fíkniefnamálum hér á landi. Hollenska móðirin Um síðastliðna páska voru hollenskar mæðgur stöðvaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með um 20 kíló af fíkniefnum. Íslenskur karlmaður var handtekinn í kjölfarið þar sem hann tók við pakkningu og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi vera fíkniefnin sem voru flutt til landsins. Var móðirin notuð í tálbeituaðgerð lögreglunnar til að ná viðtakanda fíkniefnanna. Fíkniefni með póstsendingu Árið 2013 lögðu tollverðir hald á tugi kílóa af amfetamíni, bæði í duft og vökvaformi, sem bárust hingað tl lands með póstsendingum frá Danmörku. Papeyjarmálið Árið 2009 lagði lögregla hald á rúmlega hundrað kíló af hvítu dufti í skútunni í Sirtaki. Var málið jafnan nefnt Papeyjarmálið því viðtaka fíkniefnanna átti sér stað við Papey en skútunni hafði verið siglt frá Hollandi. Pólstjörnumálið Þá var Pólstjörnumálið afar umtalað á sínum tíma en þar notuðu smyglarar litla skútu til að koma fjörutíu kílóum af amfetamíni og e-töflum yfir Atlantshafið.
Leki og spilling í lögreglu Norræna Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18