Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2015 14:38 Norræna í Færeyjum. Vísir/Óli Kr. Ármannsson Litlar upplýsingar eru að fá að svo stöddu um fíkniefnafundinn í Norrænu í gær. Vísir hafði heimildir fyrir því að lögreglan á Austurlandi og tollverðir á Seyðisfirði hefðu lagt hald á um það bil 30 kíló af hvítum efnum í ferjunni sem siglir á milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Hafði Vísir einnig heimildir fyrir því að fleiri en einn hefðu verið handteknir í tengslum við fundinn. Hvorki lögeglan á Austurlandi né tollverðir á tollstöðinni á Seyðisfirði hafa viljað tjá sig frekar um málið en fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að fíkniefnin hefðu fundist í húsbíl sem kom með Norrænu í gærmorgun. Segist RÚV hafa heimildir fyrir því að heildarþyngd efnanna hefði numið um hundrað kílóum og að þau hefðu verið í mörgum pokum. Segir RÚV jafnframt erlent par hafa verið í bílnum. Það myndi gera þetta mál eitt af stærri fíkniefnamálum hér á landi. Hollenska móðirin Um síðastliðna páska voru hollenskar mæðgur stöðvaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með um 20 kíló af fíkniefnum. Íslenskur karlmaður var handtekinn í kjölfarið þar sem hann tók við pakkningu og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi vera fíkniefnin sem voru flutt til landsins. Var móðirin notuð í tálbeituaðgerð lögreglunnar til að ná viðtakanda fíkniefnanna. Fíkniefni með póstsendingu Árið 2013 lögðu tollverðir hald á tugi kílóa af amfetamíni, bæði í duft og vökvaformi, sem bárust hingað tl lands með póstsendingum frá Danmörku. Papeyjarmálið Árið 2009 lagði lögregla hald á rúmlega hundrað kíló af hvítu dufti í skútunni í Sirtaki. Var málið jafnan nefnt Papeyjarmálið því viðtaka fíkniefnanna átti sér stað við Papey en skútunni hafði verið siglt frá Hollandi. Pólstjörnumálið Þá var Pólstjörnumálið afar umtalað á sínum tíma en þar notuðu smyglarar litla skútu til að koma fjörutíu kílóum af amfetamíni og e-töflum yfir Atlantshafið. Leki og spilling í lögreglu Norræna Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Litlar upplýsingar eru að fá að svo stöddu um fíkniefnafundinn í Norrænu í gær. Vísir hafði heimildir fyrir því að lögreglan á Austurlandi og tollverðir á Seyðisfirði hefðu lagt hald á um það bil 30 kíló af hvítum efnum í ferjunni sem siglir á milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Hafði Vísir einnig heimildir fyrir því að fleiri en einn hefðu verið handteknir í tengslum við fundinn. Hvorki lögeglan á Austurlandi né tollverðir á tollstöðinni á Seyðisfirði hafa viljað tjá sig frekar um málið en fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að fíkniefnin hefðu fundist í húsbíl sem kom með Norrænu í gærmorgun. Segist RÚV hafa heimildir fyrir því að heildarþyngd efnanna hefði numið um hundrað kílóum og að þau hefðu verið í mörgum pokum. Segir RÚV jafnframt erlent par hafa verið í bílnum. Það myndi gera þetta mál eitt af stærri fíkniefnamálum hér á landi. Hollenska móðirin Um síðastliðna páska voru hollenskar mæðgur stöðvaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með um 20 kíló af fíkniefnum. Íslenskur karlmaður var handtekinn í kjölfarið þar sem hann tók við pakkningu og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi vera fíkniefnin sem voru flutt til landsins. Var móðirin notuð í tálbeituaðgerð lögreglunnar til að ná viðtakanda fíkniefnanna. Fíkniefni með póstsendingu Árið 2013 lögðu tollverðir hald á tugi kílóa af amfetamíni, bæði í duft og vökvaformi, sem bárust hingað tl lands með póstsendingum frá Danmörku. Papeyjarmálið Árið 2009 lagði lögregla hald á rúmlega hundrað kíló af hvítu dufti í skútunni í Sirtaki. Var málið jafnan nefnt Papeyjarmálið því viðtaka fíkniefnanna átti sér stað við Papey en skútunni hafði verið siglt frá Hollandi. Pólstjörnumálið Þá var Pólstjörnumálið afar umtalað á sínum tíma en þar notuðu smyglarar litla skútu til að koma fjörutíu kílóum af amfetamíni og e-töflum yfir Atlantshafið.
Leki og spilling í lögreglu Norræna Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18