Íslenski boltinn

Bjarni: Skil vel að sum lið gefa skít í bikarinn

Vísir/Stefán
Bjarni Jóhannsson, þjálfari KA, segir að það sé erfitt fyrir lið úr neðri deildum að fara langt í bikarkeppninni í knattspyrnu. KA, sem leikur í 1. deildinni, er komið í undanúrslitin eftir 2-1 sigur á Fjölni á heimavelli í kvöld.

„Mótaniðurröðunin gerir ekki ráð fyrri því að lið úr 1. deildinni komist í 8-liða úrslitin,“ sagði Bjarni við Vísi eftir sigurinn í kvöld.

„Ég held að það sé búið að breyta fjórum eða fimm leikjum hjá okkur út af bikarnum. Þannig að maður skilur sum lið sem gefa skít í þessa keppni,“ bætti hann við.

Hann segir ljóst að breyta þurfi mótafyrirkomulaginu til að gera ráð fyrir því að lið úr neðri deildunum geti farið langt í bikarkeppninni.

„Ég skora á þá sem raða niður mótunum að reikna með því að þau geti komist áfram í þessum keppnum næstu árin.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×