Íslenski boltinn

Valsmenn vilja fá þrjá nýja leikmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Andri Marinó
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var gestur í Borgunarbikarmörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar sagðist hann ætla að styrkja leikmannahóp félagsins þegar opnað verður fyrir félagaskipti þann 15. júlí.

„Við ætlum að líta í kringum okkur og fá jafnvel þrjá leikmenn,“ sagði Ólafur í þættinum í kvöld en hann sagði þó erfitt að fá góða erlenda leikmenn á þessum árstíma.

Lið í Pepsi-deild karla hafa verið að styrkja sig en í dag bárust fregnir af því að Keflavík hafi samið við Chukwudi Chijindu, fyrrum leikmann Þórs, auk þess sem að Víkingur samdi við serbneskan framherja. Þá er Gunnar Heiðar Þorvaldsson kominn aftur í ÍBV.

Valur hefur verið á góðu skriði í Pepsi-deild karla að undanförnu og er í fjórða sæti með átján stig, fimm stigum á eftir toppliði FH. Liðið er þar að auki komið í undanúrslit Borgunarbikarkeppninnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×