Íslenski boltinn

FH-ingarnir í Fjarðabyggð sáu um Hauka | Góður sigur Ólsara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólsarar nældu í þrjú góð stig.
Ólsarar nældu í þrjú góð stig. vísir/ernir
Fimmta umferð fyrstu deidlar karla hófst í dag með tveimur leikjum. Víkingur Ólafsvík vann BÍ/Bolungarvík á heimavelli og Fjarðabyggð vann 2-0 sigur á Haukum.

Alfreð Már Hjaltalín kom Ólsurum yfir á heimavelli og Egill Jónsson tvöfaldaði forystuna fyrir hlé. David Crus Fernandez minnkaði muninn fyrir gestina, en nær komust þeir ekki.

Víkingur er í þriðja sætinu með tíu stig, en Skástrikið er í tíunda sætinu með þrjú stig.

FH-ingarnir Brynjar Jónasson og Viktor Örn Guðmundsson sáu um fyrrum nágranna sína í FH fyrir Fjarðabyggð í dag. Brynjar og Viktor skoruðu sitt hvort markið í 2-0 sigri Fjarðabyggð á Haukum.

Austfirðingarnir eru í fimmta sætinu með níu stig, en Haukarnir í því sjöunda með sex.

Leikur KA og Selfoss stendur nú yfir.

Úrslit og markaskorarar dagsins:

Víkingur Ólafsvík - BÍ/Bolungarvík 2-1

1-0 Alfreð Már Hjaltalín (15.), 2-0 Egill Jónsson (40.), 2-1 David Crus Fernandez (73.).

Fjarðabyggð - Haukar 2-0

1-0 Brynjar Jónasson (21.), 2-0 Viktor Örn Guðmundsson (45.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×